Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 92
ljóðin. Hefði Halldór bara lýst íslensku sjávarþorpi frá sjónarmiði menntaðs heimsmanns, þá hefði útkoman orðið nær grein eða hugleiðingu en skáldskap. Hefði hann hinsvegar skrifað um þorpið á þess eigin máli eingöngu, þá hefði útkoman get- að orðið venjulegur raunsæilegur skáld- skapur, en varla hefði hún bent neitt útfyrir þorpið, hugarheim þess. En Halldór fléttar þetta tvennt saman, þannig að útkoman verður raunsæ lýsing, sem sýnir, hvernig fólkið mótast af umhverfi sínu, en jafnframt verður þessi hversdagsleiki íslendinga ekki sjálfsagður hlutur, heldur er gerður þeim framandi, dreginn í efa á mjög róttækan hátt. Þetta er meginatriði í skáldsögum Halldórs, og því eru þær raunveruleg bylt- ingarverk. Fyrirmyndir þessa sögumanns Halldórs eru ekki auðséðar. Á 18. öld og frameftir þeirri 19. tíðkaðist í skáldsögum áberandi sögumaður og oft gamansamur, sem lætur iðulega koma fram að hann sé að búa til söguna. Alþjóðlega kunn dæmi eru m.a. ensku skáldsögurnar Tom Jones eftir Field- ing og The Vicar of Wakefield eftir Gold- smith; í íslenskum bókmenntum eru skáldsögur Jóns Thoroddsens sláandi dæmi. En einnig þessir sögumenn eru full- trúar almenningsálitsins, í rauninni allt ann- að en sérkennilegir. Aftur á móti er sögumaður Bréfs til Láru sérkennilegur í því sem hann segir af viðhorfum sínum og lífsreynslu, en einkum í því hve óvenju opinskár hann er. En hann er fjarri því eins sérkennilegur í stíl og sögumaður Halldórs er, sem aftur er „sviplaus“ í þeim skilningi, að hann birtist ekki í frásögnum af sjálfum sér, heldur eingöngu í viðhorfum, auk stíls. Hvað varðar erlendar fyrirmyndir, þá ein- kennast helstu prósaverk módemismans einmitt af sínálægum sögumanni með sér- kennilegar hugsanir, t.d. (um og eftir fyrri heimsstyrjöld) Ulysses eftir James Joyce og A la recherce du temps perdu eftir Proust. Sjálfur hefur Halldór gefið þá skýringu á þessu (1963, bls. 59-60), að frá og með Sölku Völku hafl hann farið að fordæmi Sinclairs Lewis í því að hafa sögumann ekki persónu í frásögninni, „en líkja í stað- inn eftir hugsunarhætti og málfari þess um- hverfis þar sem sagan er látin gerast: láta margslungið umhverfið tala sjálft gegnum þann samnefnara stflsins sem höfundur tel- ur hlutverk sitt að finna.“ Eins og ég hefi áður rakið (1990, bls. 117-118), þá nær þessi skýring engri átt. Þessi lýsing ætti mjög vel við helstu skáldverk ex- pressjónista svo sem Berlin Alexanderplatz eftir Alfred Döblin, en eins og rakið var hér að framan, alls ekki við andstæðuþmngnar sögur Halldórs. Með þessum sérkennilegu andstæðum milli sögumanns og persóna verður stórt stökk frá skáldsagnahefðinni, einnig miðað við fyrri skáldsögur Halldórs, og jafnvel miðað við Vefarann mikla frá Kasmír. Mér sýnist sú skýring lrklegust á því, að enda þótt það væri aðeins um skamma hríð á árinu 1927 sem Halldór orti surrealísk ljóð, og þau yrðu ekki mörg, þá verði með þeim vatnaskil í ferli hans, því þá hverfur hann frá klisjubomum fyrirmynd- um, sem enn gætti töluvert í Vefaranum mikla, að því að pæla í hveiju orði, og hvemig það standi af sér gagnvart umhverf- inu. Og þessi stflmunur sögumanns og sögupersóna er greinilega í framhaldi af expressjónískum stflrofum sem einkenna ljóð Halldórs lengstum. Mér virðist því bókmenntaleg nýsköpun magnast stórlega í ritum Halldórs eftir 1930. Okkur er kennt að vera málefnaleg og 90 TMM 1992:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.