Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 109
ismi, finnst mér Einu sinni sögur bera þess merki að vera absúrdismi af óljósum toga. Líkt og í absúrdleikritum er einstaklingurinn í mið- punkti x sögum Kristínar. Hann er oftast nafn- laus, einn og ráðvilltur meðal manna og óöruggur um sjálfan sig. Firring einstaklingsins og sambandsleysi milli manna er algengt stef í absúrdismanum, hin ytri einkeniú persóna og sérkenni skipta ekki máli. Svo er einnig um sögupersónumar í Einu sinni sögum. En höf- undur er sjaldan hinn kuldalegi athugandi, hann hefur vikið úr vegi fyrir hlýju og væntumþykju. Það em ákveðnar kenndir eða tilfinningar sem em dæmigerðar fyrir nútímamanninn sem höf- undur ber á borð fyrir lesandann. Svo er um söguna „Afmæli“ en þar býður stelpa öllum sem hún þekkir í afmælið sitt, en í afmælið koma hins vegar aðeins þeir sem hún þekkir ekki neitt og kynnist heldur aldrei. „Óömgg kona“ íjallar um konuna sem var alltaf óörugg: Líka þegar hún talaði í síma og fór út með rusl. Og alltaf var hún það en lang mest þegar hún fór að kaupa í matinn. Og þá hristist hún öll. (102) Konan óömgga þorir því ekki út fyrir hússins dyr og fær mömmu sína og systur til að kaupa í matinn fyrir sig. En þegar þær deyja þá deyr eins og gefur að skilja einnig konan óömgga. Það kaldhæðnislega er hins vegar að hún er „jörðuð langt í burtu að heiman. Innan um annað fólk“ (102). Hið fáránlega og þversagnarkennda er alls staðar nálægt í Einu sinni sögum. Margar sagn- anna hafa engan rökréttan endi heldur finnst lesandanum hann vera skilinn eftir í miðri sögu. Ástæðan fyrir þessu er ef til vill að sögumar em einatt spunnar kringum einn ákveðinn atburð eða ákveðna mynd, líkt og nokkurs konar gem- ingur eigi sér stað í textanum. Með því að stækka myndina og ýkja, taka hana úr sam- hengi, er eins og höfundur leysi upp raunvem- leikann í þeim tilgangi að skilja hann. í sögunni „Jagúar“ er strákur að vinka mömmu sinni til að vekja athygli hennar á sér og bílnum sem hann er að keyra, „afþví hann hélt hann væri ekki lélegur sonur ef hann væri að keyra í góðum bíl“ (61). Hann vinkar og vinkar uns hann rekur höfuðið í staur og deyr. En sögunni lýkur með þessum orðum: „Síðan hefur þessi mamma verið sár útí fína bfla“ (61). Hér verður árekstur milli gefins þema (Jagúar) og þess sem í raun og vem er lýst: einsemd bamsins í heimi fullorðinna. Þversögnin felst einmitt í árekstrinum milli efnis og anda. Svipað má sjá í sögunni „Nammipoki“ sem er svo mikið listaverk að hún getur staðið ein sér: Og mamma hans og pabbi settust inní bflinn og keyrðu. En þá stóð hann í túnjaðrinum og hélt á sælgætispoka. Og var búinn að vera fótbrotinn í einn mánuð og vissi vel að mamma hans var þreytt á því. Og pabbi hans var líka þreyttur á að mamma hans var þreytt á því. Og hann var líka þreyttur á að vera fótbrotinn alltaf að borða nammi. Og öll fjöl- skyldan var í molum al veg þangað til mamm- an og pabbinn settust inní bflinn og keyrðu. En þá gat hann sett sælgætispokann í vasann dauðþreyttur á að halda á honum. (97) í báðum þessum sögum reynir barnið að aðlag- ast heimi sem getur ekki tekið á móti því og forsendum þess. Hér og víða er myndmálið einfalt og tært. Myndin eða textinn verður þann- ig gegnsær jafnframt því að sjóndeildarhringur- inn þenst út. Með því að beina athyglinni að hinu einstaka skynjar lesandinn samstöðu með hinum mörgu. *** Absúrdleikritaskáldið Eugéne Ionesco hélt því fram að boðskipti milli fólks væru nánast úti- lokuð. Tungumálið væri orðið klisjukennt og falskt. Fleiri skáld sem tengjast absúrdisma hafa velt fyrir sér mætti orðanna í nútx'manum. Það er eins og þróun tungumálsins hafi ekki fylgt þróun mannsins, því um leið og orðin missa TMM 1992:4 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.