Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 39
Ólína Þorvarðardóttir Merkingarheimur og skynjun Sekt og sakleysi í Píslarsögu síra Jóns Magnússonar Píslarsaga Jóns Magnússonar hefur löngum verið túlkuð sem vitnisburður um andlegan sjúkleika sveitaprests. Hér er píslarsaga séra Jóns skoðuð í nýju Ijósi, frá sjónarmiði læknisfræði og út frá félagslegu samhengi. Leidd eru rök að því, að inflúensufaraldur í Skutulsfirði hafi verið undirrótin að ógæfu Kirkjubolsfeðga sem brenndir voru á báli vorið 1656. Merkingarheimur mannlegrar tilveru er forsenda þeirrar lífsskynjunar sem birtist í ýmsum menningarafurðum, bæði fræðum og listum. Túlkunin sem sprettur af þeim merkingarheimi er því mynduð af sam- virkni hugmyndar og skynjunar hveiju sinni. Píslarsaga síra Jóns Magnússonar er til orðin á tímum galdraofsókna á íslandi þeg- ar þjóðin braust um í alvarlegri hugmynda- kreppu á miklum harðindatímum. Sú hugmyndakreppa fylgdi í kjölfar harðnandi kennisetninga og valdboða andlegra og veraldlegra yfirvalda. Hvort tveggja var ís- lendingum framandi, og á skjön við þá sam- félagshætti sem hér höfðu þróast frá landnámstíð.1 Menn hafa þráfaldlega spurt um orsakir hins svokallaða galdrafárs sem náði há- marki íEvrópu á 17. öld — og velt fyrir sér vitnisburði bókmenntanna um hugarheim þeirra sem lifðu þá tíma. Píslarsagan er ómetanleg heimild um sálarástand einstak- lings sem hrærist í galdraofstækinu miðju og þá samfélagsfirringu sem einkenndi þetta tímabil. Hún leiðir okkur um hugar- fylgsni manns sem er þátttakandi í atburð- um, bæði sem gerandi og þolandi. Hann er fórnarlamb tíðarandans og eigin hugaróra þar sem hvorugt verður aðskilið. Þessvegna hrindir hann af stað atburðarás sem endar með skelfingu. Ytri og innri veruleiki Yfimáttúruleg reynsla þykir enn sem fyrr frásagnarverð og getur verið býsna trúverð- ug. Einkum þar sem staðhættir og náttúru- fyrirbæri hjálpast að við að villa um fyrir skynjun sem sprottin er af ytri áhrifum. Oft er um að ræða: 1) Sjónhrif (t.d. vegna skugga eða ljósfyrir- brigða), TMM 1992:4 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.