Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 39
Ólína Þorvarðardóttir
Merkingarheimur og skynjun
Sekt og sakleysi í
Píslarsögu síra Jóns Magnússonar
Píslarsaga Jóns Magnússonar hefur löngum verið túlkuð sem vitnisburður
um andlegan sjúkleika sveitaprests. Hér er píslarsaga séra Jóns skoðuð
í nýju Ijósi, frá sjónarmiði læknisfræði og út frá félagslegu samhengi. Leidd
eru rök að því, að inflúensufaraldur í Skutulsfirði hafi verið undirrótin að
ógæfu Kirkjubolsfeðga sem brenndir voru á báli vorið 1656.
Merkingarheimur mannlegrar tilveru er
forsenda þeirrar lífsskynjunar sem birtist í
ýmsum menningarafurðum, bæði fræðum
og listum. Túlkunin sem sprettur af þeim
merkingarheimi er því mynduð af sam-
virkni hugmyndar og skynjunar hveiju
sinni.
Píslarsaga síra Jóns Magnússonar er til
orðin á tímum galdraofsókna á íslandi þeg-
ar þjóðin braust um í alvarlegri hugmynda-
kreppu á miklum harðindatímum. Sú
hugmyndakreppa fylgdi í kjölfar harðnandi
kennisetninga og valdboða andlegra og
veraldlegra yfirvalda. Hvort tveggja var ís-
lendingum framandi, og á skjön við þá sam-
félagshætti sem hér höfðu þróast frá
landnámstíð.1
Menn hafa þráfaldlega spurt um orsakir
hins svokallaða galdrafárs sem náði há-
marki íEvrópu á 17. öld — og velt fyrir sér
vitnisburði bókmenntanna um hugarheim
þeirra sem lifðu þá tíma. Píslarsagan er
ómetanleg heimild um sálarástand einstak-
lings sem hrærist í galdraofstækinu miðju
og þá samfélagsfirringu sem einkenndi
þetta tímabil. Hún leiðir okkur um hugar-
fylgsni manns sem er þátttakandi í atburð-
um, bæði sem gerandi og þolandi. Hann er
fórnarlamb tíðarandans og eigin hugaróra
þar sem hvorugt verður aðskilið. Þessvegna
hrindir hann af stað atburðarás sem endar
með skelfingu.
Ytri og innri veruleiki
Yfimáttúruleg reynsla þykir enn sem fyrr
frásagnarverð og getur verið býsna trúverð-
ug. Einkum þar sem staðhættir og náttúru-
fyrirbæri hjálpast að við að villa um fyrir
skynjun sem sprottin er af ytri áhrifum. Oft
er um að ræða:
1) Sjónhrif (t.d. vegna skugga eða ljósfyrir-
brigða),
TMM 1992:4
37