Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 52
til að þau fengju gróðann af þeim. Kvik- myndahúsum fjölgaði einnig. Tjamarbíó tók til starfa og braggabíóin, Trípólíbíó og Hafnarbíó komu til sögunnar. Loks voru sýndar miklu fleiri myndir en fyrr. Hver mynd var sýnd oft á dag í fáeina daga, þannig að fólk gat séð margar myndir á viku, hefði það efni og áhuga á. Uppgangur kvikmyndarinnar á þessu skeiði réðst auðvitað að hluta til af því að með komu hinna erlendu herja fjölgaði fólki í landinu. Þannig dró úr aðsókn að kvikmyndahúsum fyrstu árin eftir stríð en síðan jókst hún aftur jafnt og þétt. Á stríðs- árunum vom það líka einkum hermenn sem sóttu braggabíóin en eftir stríð stóðu þau enn á sínum stað og þjónuðu þá Islending- um. Vöxtur kvikmyndarinnar í íslensku þjóðlífi var m.ö.o. ekki tímabundinn. Hér sem annars staðar var hún miðill framtíðar- innar.17 En nú kynni einhver að spyija: Hvers vegna þetta fjas um breyttar samfélagsað- stæður? Hvað koma þær Halldóri Laxness og verkum hans við? — Jú, sá sem þekkir næmi Halldórs gagnvart öllum samfélags- straumum hlýtur að spyrja sjálfan sig hvort hinar nýju aðstæður marki ekki á einhvem hátt höfundarverk hans og þá hvemig. Skýringartilgátur enn — hömlur máls, einangrun höfundar í greininni „Höfundurinn og verk hans“ sem Halldór skrifar árið 1942, um það bil sem hann er að heljast handa við að semja íslandsklukkuna, segir hann m.a.: Það er engin smáreynsla fyrir mann sem áleit það höfuðatriði lífs síns að semja bæk- ur, að uppgötva að bók er blekkíng og bók getur aldrei orðið góð nema það sé aukaat- riði að hún er bók.18 Hann veltir fyrir sér stafsetningu og mál- notkun og kemst að þeirri niðurstöðu að „því nær bókinni sem höfundur er; því meir sem hann flækir sig í stafrófinu, þeim mun verri höfundur er hann“ af því að „bókin er aðeins sjónhverfíng“ en „skáldskapurinn mál sem lífsandi samtíðarinnar skrifar í mannleg hjörtu."19 Sem dæmi um það nefn- ir hann ýmis listaverk fyrri alda: „Völuspá, Njála, Passíusálmar og ljóð Jónasar Hall- grímssonar eru ekki bækur nema í þrengsta skilningi,“ segir hann, „heldur lifandi rödd sögunnar og tjá okkur fleira um sinn tíma en nokkur sagnfræði."20 Hvað merkja þessar fullyrðingar og hvað segja þær okkur um vangaveltur Halldórs á þessum tíma? Greinilegt er að hann hefur áhyggjur af að málið, eða kanski réttar hið ritaða orð, kunni að verða rithöfundinum hindrun þegar hann vill miðla þeim skáld- skap er samtíðin blæs honum í brjóst. Slíkar áhyggjur kunna að vera sprottnar af ýmsum forsendum — ég læt mér nægja að nefna hér tvær sem virðast nærtækar. Þegar slíkar meginbreytingar verða á íslensku samfé- lagi, að ljóst er að kvikmyndin verður þar ráðandi miðill svo sem í öðrum tæknisam- félögum aldarinnar, má ætla að ýmis grund- vallarmunur kvikmyndar og skáldsögu hafi orðið Halldóri íhugunarefni. Hér skal eink- um nefnt að kvikmyndin getur ekki ein- vörðungu sagt sína sögu orðalaust, heldur er hún aðeins að hluta skáldskapur. Sögu- þráður hennar, samtenging einstakra þátta, stækkun og smækkun hluta í tilteknu sam- hengi, yfir- eða undirlýsing o.s.frv. kunna að vera skáldskapur, sem heild kann hún að vera skáldverk en hlutir, fólk og umhverfi 50 TMM 1992:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.