Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 52
til að þau fengju gróðann af þeim. Kvik-
myndahúsum fjölgaði einnig. Tjamarbíó
tók til starfa og braggabíóin, Trípólíbíó og
Hafnarbíó komu til sögunnar. Loks voru
sýndar miklu fleiri myndir en fyrr. Hver
mynd var sýnd oft á dag í fáeina daga,
þannig að fólk gat séð margar myndir á
viku, hefði það efni og áhuga á.
Uppgangur kvikmyndarinnar á þessu
skeiði réðst auðvitað að hluta til af því að
með komu hinna erlendu herja fjölgaði
fólki í landinu. Þannig dró úr aðsókn að
kvikmyndahúsum fyrstu árin eftir stríð en
síðan jókst hún aftur jafnt og þétt. Á stríðs-
árunum vom það líka einkum hermenn sem
sóttu braggabíóin en eftir stríð stóðu þau
enn á sínum stað og þjónuðu þá Islending-
um. Vöxtur kvikmyndarinnar í íslensku
þjóðlífi var m.ö.o. ekki tímabundinn. Hér
sem annars staðar var hún miðill framtíðar-
innar.17
En nú kynni einhver að spyija: Hvers
vegna þetta fjas um breyttar samfélagsað-
stæður? Hvað koma þær Halldóri Laxness
og verkum hans við? — Jú, sá sem þekkir
næmi Halldórs gagnvart öllum samfélags-
straumum hlýtur að spyrja sjálfan sig hvort
hinar nýju aðstæður marki ekki á einhvem
hátt höfundarverk hans og þá hvemig.
Skýringartilgátur enn — hömlur
máls, einangrun höfundar
í greininni „Höfundurinn og verk hans“
sem Halldór skrifar árið 1942, um það bil
sem hann er að heljast handa við að semja
íslandsklukkuna, segir hann m.a.:
Það er engin smáreynsla fyrir mann sem
áleit það höfuðatriði lífs síns að semja bæk-
ur, að uppgötva að bók er blekkíng og bók
getur aldrei orðið góð nema það sé aukaat-
riði að hún er bók.18
Hann veltir fyrir sér stafsetningu og mál-
notkun og kemst að þeirri niðurstöðu að
„því nær bókinni sem höfundur er; því meir
sem hann flækir sig í stafrófinu, þeim mun
verri höfundur er hann“ af því að „bókin er
aðeins sjónhverfíng“ en „skáldskapurinn
mál sem lífsandi samtíðarinnar skrifar í
mannleg hjörtu."19 Sem dæmi um það nefn-
ir hann ýmis listaverk fyrri alda: „Völuspá,
Njála, Passíusálmar og ljóð Jónasar Hall-
grímssonar eru ekki bækur nema í þrengsta
skilningi,“ segir hann, „heldur lifandi rödd
sögunnar og tjá okkur fleira um sinn tíma
en nokkur sagnfræði."20
Hvað merkja þessar fullyrðingar og hvað
segja þær okkur um vangaveltur Halldórs á
þessum tíma? Greinilegt er að hann hefur
áhyggjur af að málið, eða kanski réttar hið
ritaða orð, kunni að verða rithöfundinum
hindrun þegar hann vill miðla þeim skáld-
skap er samtíðin blæs honum í brjóst. Slíkar
áhyggjur kunna að vera sprottnar af ýmsum
forsendum — ég læt mér nægja að nefna
hér tvær sem virðast nærtækar. Þegar slíkar
meginbreytingar verða á íslensku samfé-
lagi, að ljóst er að kvikmyndin verður þar
ráðandi miðill svo sem í öðrum tæknisam-
félögum aldarinnar, má ætla að ýmis grund-
vallarmunur kvikmyndar og skáldsögu hafi
orðið Halldóri íhugunarefni. Hér skal eink-
um nefnt að kvikmyndin getur ekki ein-
vörðungu sagt sína sögu orðalaust, heldur
er hún aðeins að hluta skáldskapur. Sögu-
þráður hennar, samtenging einstakra þátta,
stækkun og smækkun hluta í tilteknu sam-
hengi, yfir- eða undirlýsing o.s.frv. kunna
að vera skáldskapur, sem heild kann hún að
vera skáldverk en hlutir, fólk og umhverfi
50
TMM 1992:4