Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 24
sögu evrópsku skáldsögunnar, af formi hennar og anda, og þær standa jafnvel furðulega nærri sjálfri uppsprettu hennar enda er grallaragangurinn í anda Rabelais gamla hvergi jafn lifandi og í verkum þess- ara skáldsagnahöfunda sem ekki eru evr- ópskir. Þegar Panúrg þykir ekki lengur fyndinn Sem leiðir mig í síðasta sinn að Panúrgi. í Pantagrúli verður hann yfir sig ástfanginn af konu nokkurri og vill ólmur komast yfir hana. í kirkjunni, meðan guðsþjónusta stendur yfir (er þetta ekki hreinasta guð- last?), klæmist hann villt og galið við hana (nokkuð sem í Bandaríkjum nútímans myndi kosta hann hundrað og þrettán ára tukthúsvist fyrir „munnlega nauðgun“), og þegar hún þykist ekkert heyra bregður hann á það ráð að taka tík sem er á lóðaríi og nudda henni utan í föt konunnar. Þegar konan gengur úr kirkju koma allir hundam- ir í grenndinni (sex hundruð þúsund og fjórtán, að sögn Rabelais) á harðaspretti og míga utan í hana. Ég minnist þess þegar ég var tuttugu og fimm ára, í svefnskála verka- manna, með hann Rabelais minn á tékk- nesku undir rúminu. Vinnufélagar mínir voru forvitnir um innihald þessarar þykku bókar, og ég varð að marglesa söguna fyrir þá, þannig að brátt kunnu þeir hana utan- bókar. Enda þótt þeir væru af fremur íhalds- sömu og sómakæru sveitafólki komnir, fól hlátur þeirra ekki í sér minnsta áfellisdóm yfír málglaða nauðgaranum og hlandmenn- inu; þeir voru stórhrifnir af Panúrgi, svo hrifnir að þeir fóru að kalla einn félaga okkar eftir honum; nei, ekki var það neinn kvennabósi, heldur ungur maður sem var þekktur fyrir kjánaskap, fyrir að hreykja sér af því að vera hreinn sveinn og fyrir að þora ekki að láta sjá sig beran í sturtu. Ég heyri öskrin í þeim eins og það hefði verið í gær: „Panúrrkk (þannig báru þeir nafnið fram á tékknesku), í bað með þig! Annars skrúbb- um við þig upp úr hundshlandi!" Ég heyri enn þennan fallega hlátur sem var að gera lítið úr feimninni í þessum félaga okkar, en var um leið hlátur einhvers konar aðdáunar og væntumþykju gagnvart þessari sömu feimni. Þeir voru hrifnir af kláminu sem Panúrg laumaði að konunni í kirkjunni, en jafn hrifnir af því að hún skyldi refsa honum með því að láta ekki að vilja hans, rétt eins og þeir hrifust mjög þegar hún fékk á baukinn þegar hunda- þvagan meig á hana. Með hverjum skyldu þeir hafa haldið, félagar mínir hér forðum? Með háttvísinni? Með dónaskapnum? Með Panúrg? Með konunni? Með hundunum sem nutu þeirra forréttínda að fá að míga á fegurðina? Kímni: guðdómleg birta sem afhjúpar hið tvíræða siðferði heimsins og djúpstætt getuleysi mannsins til að kveða upp dóma yfir öðrum; kímni: sú ölvun sem helgast af því hversu allt mannlegt er afstætt; hin sér- kennilega gleði sem sprottin er af þeirri vissu að ekkert sé víst. Mikið kvíði ég þeim degi þegar Panúrg þykir ekki lengur fyndinn. Grein þessi birtist fyrst í franska bókmenntatímaritinu L'Infini í septembermánuði síðastliðnum. Útgáfan hér í TMM er sú næsta þar á eftir. Tilvitnanir í Söngva Saians eru fengnar að láni úr þýðingu þeirra Áma Óskarssonar og Sverris Hólmarssonar (Reykjavík 1989). Verk eftir Kundera á íslensku: Óbcerilegur léllleiki tilverunnar (1986), Ódauðleikinn (1990), Kveðjuvalsinn (1992). Friðrik Rafnsson íslenskaði 22 TMM 1992:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.