Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 22
móð fyrir sjálfri sér og öðrum) list skáld-
sögunnar sem er evrópskust allra lista, með
öðrum orðum, að útskýra og verja menn-
ingu sína. „Synir skáldsögunnar“ hafa snú-
ið baki við listinni sem mótaði þá. Evrópa,
„samfélag skáldsögunnar“, hefur yfirgefið
sjálfa sig.
Ég er ekkert hissa á því að guðfræðing-
amir við Sorbonne, hugmyndafræðilög-
regla 16. aldarinnar sem kveikti slíkan
fjölda elda, hafi gert Rabelais lífið svo leitt
að hann varð oft og einatt að flýja í felur.
Það sem ég furða mig hins vegar mun meira
á og mér þykir aðdáunarvert er að valda-
miklir samtímamenn hans skyldu taka hann
undir vemdarvæng sinn, menn eins og Bell-
ay kardínáli, Odet kardínáli, og einkum
Frans 1. konungur Frakklands. Voru þeir að
standa vörð um meginreglur? Tjáningar-
frelsi? Mannréttindi? Ástæðan fyrir því að
þeir gerðu þetta var mun betri: þeir vom
unnendur bókmennta og lista.
Sir Geoffrey Howe er ekki Bellay kard-
ínáli, frú Thatcher er ekki Frans 1. En er
Evrópa ennþá Evrópa? Það er að segja
„þjóðfélag skáldsögunnar“? Með öðmm
orðum: er hún enn á tímaskeiði Nútímans?
Er hún ekki þegar komin inn á nýtt tíma-
skeið sem hefur enn ekki hlotið nafn, tíma-
skeið þar sem listir em nánast hættar að
skipta máli? Er þá nokkur furða þótt hún
kippti sér lítið upp við það þegar það gerðist
í fyrsta sinn í sögunni að list skáldsögunnar,
hin eiginlega list hennar, var dæmd til
dauða? Má ekki segja að á þessu nýja tíma-
skeiði, eftir Nútímann, hafi skáldsagan
þegar verið dæmd um nokkurt skeið?
Evrópsk skáldsaga
Til að afmarka nákvæmlega þá list sem ég
er að tala um, kalla ég hana evrópska skáld-
sögu. Þar með er ég ekki að segja: skáld-
sögur sem Evrópumenn skrifa í Evrópu,
heldur: skáldsögur sem em hluti af þeirri
sögu sem hófst í Evrópu í árdaga Nútímans.
Vitaskuld eru til aðrar skáldsögur: kín-
verska skáldsagan, sú japanska, fomgríska
skáldsagan, en þessar skáldsögur em ekki á
neinn hátt tengdar þeim sögulegu áformum
sem sáu dagsins ljós með Rabelais og Cerv-
antes.
Ég tala ekki einungis um evrópska skáld-
sögu til aðgreiningar frá kínversku skáld-
sögunni (til dæmis), heldur líka til að
undirstrika að saga hennar er þverþjóðleg;
að franska skáldsagan, enska skáldsagan
eða ungverska skáldsagan em ekki færar
um að mynda sína eigin sjálfstæðu sögu,
heldur taka þátt í sameiginlegri, yfirþjóð-
legri sögu sem myndar það eina samhengi
sem gerir mönnum kleift að átta sig á því
hvert skáldsagan stefnir og meta gildi ein-
stakra verka.
Á mismunandi þróunarskeiðum skáld-
sögunnar hafa hinar ýmsu þjóðir tekið
fmmkvæðið eins og í boðhlaupi: fyrst var
það Italía með Boccaccio, frumherjanum
mikla, síðan var það Frakkland með Rab-
elais; þá Spánn með Cervantes og píkar-
esku skáldsögunni; 18. öldin er öld ensku
skáldsögunnar, en í lok þeirrar aldar koma
Þjóðverjar til sögunnar fyrir tilstuðlan
Goethe; 19. öldina á Frakkland nánast alla,
en þegar þriðjungur er eftir af henni lítur
rússneska skáldsagan dagsins ljós og strax
þar á eftir kemur skandinavíska skáldsagan
til sögunnar. Að lokum er það svo 20. öldin
20
TMM 1992:4