Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 25
Gunnhildur Sigurjónsdóttir
Borðeyri 1892
Lítill drengur stendur á hafnarbakkanum og horfír til hafs. Hafís nær eins
langt út og augað eygir. Drengurinn er að bíða eftir skipi. Hann er búinn
að bíða lengi. í marga daga. Hann er að flytja til Ameríku ásamt foreldrum
sínum og systkinum. Þangað er Pétur frændi kominn á undan þeim.
Búinn að kaupa jörð og byrjaður að rækta. Þar er svo hlýtt og smjör
drýpur af hveiju strái.
Hér er allt búið. Frostið er búið að drepa allt. Jörðin er kalin, skepnum-
ar horfallnar, búrið tómt.
Þau em að fara með allt sitt hafurtask. Búin að selja rúmin, skepnum-
ar, allt.
Pétur frændi sendi kort með mynd af stómm húsum og háum tumum.
Það bíður allt eftir þeim.
Fleiri fjölskyldur em á fömm. Fólkið stendur hnípið á hafnarbakk-
anum. Drengurinn stendur við hlið föður síns og horfír niður fyrir fætur
sér. Hann heyrir hann segja: „Þetta er vonlaust.“ Orðin nísta hjarta hans.
Pabbi ekki segja þetta, hugsar hann. Innst inni veit hann að þetta er rétt.
Skipið kemst ekki að landi. Grimmi, vondi hafísinn skemmir allt.
Fjölskyldan á engra kosta völ. Þungum sporum snúa þau aftur heim
í kalt kotið. Enginn segir orð.
Einhvernveginn hreiðra þau um sig, kveikja upp og ylur fer um bæinn.
Hjálpsamir nágrannar koma færandi hendi. Þau verða sér úti um kú, kaup
ganga til baka.
Smátt og smátt dofnar draumurinn um Ameríku og lífíð heldur áfram.
Enginn minnist á vonbrigðin.
Þetta fólk sést stundum stara tómum augum út í fjarskann.
TMM 1992:4
23