Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 33
andófsmann í þessum slag að kommúnista og handbendi Rússa — og eru af þeim illu látum til ýmis fræg dæmi. En hvort sem við skoðum þann andheita skáldskap sem til varð í þessum átökum eða eindregna þróun andófsins frá því að láta dæma sig á bás í köldu stríði til „þriðja sjónarmiðs“ („gegn vígbúnaði og herstöðvum í austri og vestri“), þá ætti það að vera hveijum manni ljóst hve fáránlegt það var að reikna dæmið allt á þann veg, að spurt væri um stuðning eða ekki stuðning við svartan eða hvítan í heimstaflinu. Það réði mestu um viðleitni manna að þeir vildu alls ekki vera peð í því tafli. Það er líka rangt að álykta sem svo að þetta andóf, sem aðstandendur kölluðu „nýja sjálfstæðisbaráttu“, hafi ekki skipt neinu máli. Það breytti náttúrlega engu um framvindu kalda stríðsins. En það skipti sjálfsvirðingu landsmanna töluverðu máli, það dró tennurúr „aronskunni“ svokölluðu, sem vildi gera sér sem mestan gróða úr legu landsins milli hemaðarkerfa (og þar með, eftir á að hyggja, gera hagkerfí landsins enn viðkvæmara fyrir afleiðingum þess friðar milli austurs og vesturs sem loksins „skall á“). Andófið skerpti umræðu um stöðu, sér- leika og möguleika smárrar þjóðar í heim- inum. Það átti gildan þátt í þeim menningarvilja sem reis með margskonar frumkvæði gegn því að við fæmm í kaf undir „holskeflu engilsaxneskra menning- aráhrifa“ (þessi síðustu orð em ívitnun í Morgunblaðið þótt undarlegt megi virðast). Þetta andóf var nauðsynlegt bæði til þess að menn héldu lífi í vilja sínum til að standa á eigin fótum og til þess að um síðir skapaðist eitthvað það sem kalla mætti samstöðu um íslenska menningu og er okkur nauðsynleg hvemig sem veröld veltir sér. (Má þó aldrei ✓ Islenskir vinstrimenn og mál- gögn þeirra voru aldrei ein- angrunarsinnar í menningar- málum, þótt slíkir einstakling- ar hafi fundist í þeirra hópi eins og annarsstaðar ípóli- tísku litrófi. breytast í samstöðu um skoðanaleysi í menningarmálum eins og nærri má geta). Meðan ég man: í því viðtali Áma Sigur- jónssonar ritstjóra við Þórarin Eldjám sem framar var minnst á í þessari grein, er látið að því liggja að menningarbarátta vinstri- manna hafi ekki barasta verið óeinlæg (sumir og ýmsir ætluðu sér annað) heldur hafi hún og snúist upp í „nesjamennsku, innilokunarstefnu eða afdalahyggju". Þetta em mikil öfugmæli í Tímariti Máls og menningar sem einmitt var helstur vett- vangur þessarar menningarbaráttu. Það er reyndar orðin árátta meðal yngri manna að láta sér finnast sem sú blanda af vinstri- mennsku og þjóðernishyggju, sem hefur mjög einkennt umræðu um íslensk sjálf- stæðismál og menningu, sé afskaplega ein- angmnarsinnuð, andvíg erlendum áhrifum. Hver étur það svo upp eftir öðrum með hlálegum fyrirgangi þess sem brýtur upp opnar dyr að íslensk menning þurfi að nær- ast á frjóum samskiptum við aðra menningu — rétt eins og einhver hafi mælt á móti því! Islenskir vinstrimenn og málgögn þeirra vom aldrei einangmnarsinnar í menningar- málum, þótt slíkir einstaklingar hafi fundist í þeirra hópi eins og annarsstaðar í pólitísku litrófi. Þetta sama Tímarit Máls og menn- TMM 1992:4 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.