Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 45
Stefán Sigurkarlsson
Rjómaterta
Þetta er dönsk saga og þessvegna ekki úr vegi að hressa svolítið upp á
dönskukunnáttuna; gott er til að mynda að vita að te er á dönsku te, og
danska orðið yfir lauk er lög.
í sögunni segir af svokölluðu venjulegu fólki og sögusviðið er Kaup-
mannahöfn, nánar tiltekið svonefnd Vesturbrú í þeim bæ. Ef mynd fylgdi,
er næsta víst að teiknarinn hefði komið fyrir á henni miðaldra hjónum,
Hansenshjónunum, þar sem þau sitja til borðs í stofu sinni brosandi og
búlduleit. Á milli þeirra við borðið situr mjóslegin kona með gleraugu,
fröken Sophie Marie Jensen. Á borðinu er blúndudúkur og rjómaterta á
stórum diski. Tertan er skrautleg og ofan á hana eru skrifuð með sultutaui
eða súkkulaði orðin „Te Lögge“. Auk alls þessa er ekki ólíklegt að
teiknarinn hefði sett mynd upp á stofuvegginn af tengdamóður herra
Hansens, frú Petersen sálugu, heilmiklu brikki, svona eins og til að
tryggja að allt fari nú siðsamlega fram. En hvaða tilstand er þetta þá með
blúndudúk og rjómatertu? Ó jú, þetta var afmælisveisla og afmælisbamið
var frú Hansen sjálf, en hve gömul hún varð þennan dag skulum við láta
liggja milli hluta, en tertan á borðinu var verk Ottós Hansens, sonar
hjónanna.
Nú gerist það að frú Hansen býður fröken Jensen að fá sér af tertunni
og segir með töluverðu stolti í röddinni: „Ottó er kominn í bakaralæri,“
og frökenin svarar: „Já, mér fannst ég kannast við skriftina úr skólanum,“
en fröken Jensen var einmitt fyrrverandi kennari Ottós úr bamaskólan-
um.
Um þessa áletmn er það annars að segja, að þegar Ottó Hansen
mundaði sultusprautuna kvöldið áður, ætlaði hann að skrifa, og skrifaði
raunar á tertuna hina gamalkunnu heillaósk „Til Lykke“, eða „Til ham-
TMM 1992:4
43