Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 66
Antonio Canova: Þrjár gratíur. Verkið er
varðveitt í Ermitage-safninu í Pétursborg.
ljóst að innihald þeirra er handan náttúrunn-
ar: abstrakt hugmynd um algilda fegurð.
Það var ævintýri líkast að upplifa á einni
sýningu verk á borð við Amor og Psyche í
faðmlögum, Venus og Adónis, Vængjaðan
Amor, Amor og Psyche með fiðrildið, Ven-
us Italica, og Gyðjumar þrjár, allar á einum
stað. Að viðbættum fjölda annarra högg-
mynda, stórra og smárra, lágmynda, leir-
mynda, teikninga og málverka, alls um 152
verk. Framsetning sýningarinnar og frá-
gangur allur var einnig til hreinnar fyrir-
myndar. Ekki var síst fengur að sjá það
merka safn höggmynda, sem fengið var að
láni frá Ermitage-safninu í Pétursborg.
Argan bendir á það í formála sínum að
sýningarskránni, að Femow, ævisöguritari
Canova, hafi gagnrýnt hann fyrir tilfinn-
ingasemi og fyrir að hafa ekki gengið nægi-
lega langt í að hreinsa og einfalda
myndformið í klassískum anda. Gagnrýni
Femows var í raun byggð á hugmyndum og
forsendum Thorvaldsens, sem lagði enn
meira upp úr því en Canova að hreinsa
myndformið af dramatískri sefjun. Síðari
tíma gagnrýnendur Canova hafa hins vegar
gjarnan gagnrýnt hann frá þveröfugum
sjónarhóli, og bent á að leirskissur hans taki
marmaramyndunum fram, því þar sé að
finna listræn átök og tilfinningalega tján-
ingu sem hinar fullgerðu marmaramyndir
hans hafi ekki til að bera. Argan bendir hins
vegar á að marmarinn sem efni hafi í sér
fólgna ákveðna merkingu fyrir högg-
myndalistina, og að Canova hafi litið á það
sem „göfgandi útfærslu“ (í samræmi við
hugmyndir Kants) að útfæra hráa leirskissu
yfir í fullkomna og endanlega marmara-
mynd. Því Canova leit á marmaramyndina
sem endanlegt og fullkomið form, gagn-
stætt Michelangelo sem leit á listina sem
ferli eða glímu við efnið, er aldrei tæki
enda. Myndir Michelangelos voru því með-
vitað ófullgerðar, gagnstætt verkum Can-
ova. Fyrir Canova var endanleg útfærsla
fólgin í yfirfærslu frá hinu sérstaka yfir í hið
algilda, en hið algilda var ekki lengur guð-
dómurinn og sú frelsun sem kirkjan veitti
með aðgangi að himnaríki, heldur hið
mannlega í kjama sínum. Listin hafði ekki
lengur frelsandi tilgang í trúarlegum/frum-
spekilegum skilningi, heldur í mannlegum
og félagslegum skilningi. Fagurfræðin átti
að vera uppeldi til frelsis. Sú tilfinning fyrir
náttúrunni og fegurð hennar, sem finna má
í verkum Canova, var tvíræð að því leyti að
hann gerði sér grein fyrir því að listin hafði
ekki lengur með þekkingu að gera, heldur
var viðfangsefni hennar tilvistarlegs eðlis.
Viðfangsefni hans voru Eros og Þanatos.
Argan segir að hjá Thorvaldsen hafi þessir
64
TMM 1992:4