Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 67
fulltrúar ástarinnar og dauðans opinberað
einingu andstæðanna, en fyrir Canova hafi
þeir verið lífsreynsla. Argan segir jafn-
framt, að með verkum sínum hafi Canova
sett endapunkt á þá miklu hefð sem hófst
með endurreisninni á Italíu.
Thorvaldsen sem listheimspek-
ingur
Misskilin gagnrýni síðari tíma á marmara-
myndir Canova hefur gengið út á það, að
telja leirskissur hans standa hinni endan-
legu marmaraútfærslu framar, og gagnrýn-
in á Bertel Thorvaldsen hefur beinst í sömu
átt í enn ríkari mæli. Því verður ekki neitað,
að verk Thorvaldsens eru bæði köld og lítt
aðlaðandi við fyrstu kynni. Fyrir ungum
listamönnum í Kaupmannahöfn á 7. ára-
tugnum var hann ímynd hinnar gaddfreðnu
og forstokkuðu íhaldssemi og hins hataða
„akademisma“. Sem myndhöggvari stend-
ur Thorvaldsen Canova engan veginn á
sporði, en eins og Argan bendir á, þá var
hann sjálfum sér samkvæmari í endanlegri
útfærslu á hinni upphöfnu fegurðarímynd
fomaldarinnar og gekk því enn lengra en
Canova í því að forma heimspeki nýklass-
íkurinnar í marmara. Argan telur því að
Thorvaldsen hafi í raun verið meiri heim-
spekingur en myndhöggvari, og þó hann
standist ekki fullkomlega samanburð við
Canova sem listamaður, þá standi hann
honum framar sem heimspekingur og hafi
í raun haft mótandi áhrif á þróun heim-
spekilegrar fagurfræði á 19. öldinni.
Það er einmitt þessi óvænta fullyrðing
Argans sem setur skriðuna af stað: hver var
heimspeki Thorvaldsens og hvað boðaði
hún?
Þegar Bertel Thorvaldsen (1770-1844)
Bertel Thorvaldsen: Jason. Varðveitt í
Thorvaldsensafninu í Kaupmannahöfn.
kom til Rómar árið 1797 var hann þegar
mótaður af hugmyndum nýklassíkurinnar
og kennara sínum við dönsku listaakadem-
íuna, listmálaranum Abildgaard. Dvöl
Thorvaldsens í Róm og virk þátttaka hans í
blómlegu listalífi borgarinnar á fyrri hluta
19. aldar hafði þó mótandi áhrif á hann
umfram annað, og þá ekki síst Canova, sem
starfaði í Róm og hafði þegar öðlast frægð
langt út fyrir landsteinana er Thorvaldsen
kom til borgarinnar.
í formála sínum að sýningarskrá Thor-
valdsensýningarinnar geri Argan grein fyrir
meðvitaðri aðferð Thorvaldsens við að
hreinsa listina í anda nýklassískrar heim-
speki. Argan hefur áður manna best skil-
greint inntak og aðferð barokklistarinnar
sem retorík og sefjun 1 Nú bendir hann á að
Thorvaldsen hafi leitað eftir hinu gagn-
stæða: hann vildi ekki sefja, heldur sýna.
TMM 1992:4
65