Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 76
Einar Már Guðmundsson Sorphaugar hersins Holtasóleyjamar höfðu fokið burt og melgresið var lagt á flótta. Nokkur strá stóðu eftir og börðust fyrir lífi sínu. Þau fuku til og frá einsog tjásur á höfði sköllótts manns, flest sinugul og visin. Ég vil ekki meina að gijótið hafi í sjálfu sér verið óvinveitt neinu. Maður vandist því og hugsar oft um það einsog kunnugleg andlit í myrkri. Það stóð vindinn af sér og bar óhagganleikanum vitni. En vindurinn tók það sem hann gat og seltan frá sjónum læsti sig í allt. Afi sagði mér oft sögur um kerlingar sem fyrr á öldum fuku út í hafsauga og breyttust í nornir og ásóttu allt nesið með illkvittni og göldrum. Eitt sinn hvarf heil byggð og sást ekki meir. Það var fyrir meira en þijúhundruð árum, þegar húsin voru kofar en ekki jafn sterk og þau urðu síðar. í stórviðrum gat þó margt fokið, þök af húsum og bílar og bátar. Fólk á leið til vinnu hélt sér í staura. Það gat verið varasamt að festa niður þvottasnúrur og engum datt í hug að planta trjám. Sumir sögðu að þetta væri eyðimörk, heimur vinda og gráleitra mela. Seltan settist á rúðumar og brenndi í manni tennurnar. Afi var alltaf að tala um að akramir væm úti á sjó. „Þangað sækja menn kýmar í líki fiska,“ sagði hann. Djúpin vom töfrandi híbýli þar sem hann dvaldi, dreyminn, með meyjum sem breyst höfðu í fiska. Ég veit ekki af hverju ég er að tala um afa. Kannski hefði ég viljað hlusta betur á hann, en það skiptir ekki máli héðan af. Hann er löngu dauður og ég eyði mínum dögum að mestu leyti undir eftirliti annarra. Engu að síður finnst mér ég æ oftar vera staddur á vindblásnum 74 TMM 1992:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.