Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 97
perlufestum, rauðum skóm. Fullmikil sundurgerð fyrir skógargöngu! Litli hvíti hundurinn, sem trítlar á undan þeim, ljós, dansandi hnoðri í sólskininu, látum vera með hann, en hvað táknar maðurinn með svörtu hettuna sem er á hælum þeim? Hann er vopnaður staf eða byssu. Þetta hlýtur að vera lífvörðurinn. En þama em fleiri á ferð. Tíu skrefum á undan parinu, sem arkar út úr skóginum, líkt og það hafi slegið eign sinni á allt svæðið, þarna þar sem vegurinn breikkar, hefur gömul kona sest niður. Hún húkir með pilsin upp um sig hjá tágakörfu, sem hún hefur lagt frá sér á vegarbrúnina og horfir á tröllvaxinn karlmann, sem einnig hefur lagt frá sér byrði sína, stóra bakkörfu. Milli þeirra sé ég dúðað bam, sex eða sjö ára gamalt, sem bendir manninum á eitthvað eða réttir honum, líkast til blóm, það gætu svo sem líka verið ber, jarðarber — útrétta höndin er svo agnarsmá að ég get aðeins greint lítinn dökkrauðan díl. Þetta er allt og sumt. Fleira er ekki að sjá við fyrstu sýn. Glugginn sem við horfum út um er smár, afar smár, það mætti næstum kalla hann gægjugat, tíu sinnum fjórtán þumlungar, ekki meir, og að sjálfsögðu er hann ekki úr gleri heldur úr eikarviðarbút sem er að minnsta kosti þijú hundruð og áttatíu ára gamall. Ef yfirborðið er skoðað frá hlið, má greina láréttar æðamar undir gljákvoðunni. Tréramminn er líka fomlegur, á honum eru smárispur og blettir. Bæsuð hliðin er ormétin hér og þar og blaðgullið sem grópað er innan í hann er upplitað og snjáð. Ég hef ekki mikið vit á þessu, mér kann að skjátlast, en ég hef það á tilfinningunni að ramminn sé ekki eins gamall og myndin. Bakhliðin orkar slétt og líflaus, en ávöl eikarfjölin sýnir förin eftir meitilinn sem hefur grafið hana út úr viðarborðinu. Krítarrákir sem ég get ekki ráðið, geymslunúmer á gömlum flöskumiða og för eftir brostið innsigli bera uppmna myndar- innar vitni. Nýir em aðeins naglamir og litlu korktittirnir sem hún er fest með í rammann. Úr því sem komið er væri ekki úr vegi að taka (okkur) stækkunargler í hönd og virða nánar fyrir okkur áferðina. Enn er ekki þörf fyrir neina smásjá eða röntgentæki. Treystum heldur á okkar eigin augu. Þér hljótið að viðurkenna að myndin er vel varðveitt: ekki vottur af spmngum, hvað þá molnun, jafnvel gljákvoðan lítur ekki út fyrir að hafa verið endumýj- uð. Aðeins á tveim stöðum, hér á myndjaðrinum þar sem gráblár litur himinsins er lítið eitt dekkri og svo þama í hominu, í laufinu, daufi ryðbrúni bletturinn, þetta hvort tveggja gæti verið eftir viðgerðir. Það TMM 1992:4 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.