Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 101
fætur sem sukku í vatnið, og skrautbúið,
hnarreist skipið sem undrandi
hlaut að hafa séð eitthvað, — dreng sem
hrapaði af himni —,
hélt sinni stefnu og sigldi óhaggað áfram.
Myndin sem W. H. Auden lýsir þama hangir í Musée des Beaux-Arts í
Brussel, hin myndin er óþekkt. Hún birtist ekki í neinni viðhafnar-mál-
verkabók og þurfti aldrei að láta yfir sig ganga leiftur ljósmyndara eða
viðhöfn listaverkauppboðanna. Kannski er hún aðeins til í ímyndun
minni, sem uppfínning uppfinningar.
Þetta væri einfaldasta lausnin, því, eins og við vitum, eru hinar fögm
listir ekki til fyrir okkur, heldur fyrir lóðabraskara í New York, fjármála-
jöfra í Frankfurt og japanska whisky-framleiðendur. Samt, það skal
viðurkennt, væri mér ekki á móti skapi að hafa útsýni sem nær lengra en
til kastaníutrjánna í garðinum sem ég sé út um gluggann minn. Ég hefði
mikinn hug á því að beina sjónum út í fjarska sem myndskjárinn okkar
þekkir ekki.
Ef myndin, sem ég á við, væri raunverulega til og ég ætti eftir að rekast
á hana, gripi ég hana umsvifalaust með mér og yrði tregur til þess að láta
hana af hendi.
TMM 1992:4
99
L