Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 35
1 lambalæri 2,3-3,2 kg
3 kramin hvítlauksrif
salt og pipar
½ bolli bráðið smjör
¼ bolli ferskar rósmarínnálar
½ bolli söxuð steinselja
1⁄3 bolli söxuð græn paprika
4 rósmaríngreinar (það er
rósmarínið sem Svavar kallar
sædögg!)
1 bolli rifsberjahlaup
¾ bolli appelsínusafi
nokkur fersk myntulauf
Takið lambalærið tímanlega úr ís-
skáp þannig að það nái stofuhita.
Hitið ofninn í 190°C. Nuddið lærið
með krömdum hvítlauknum og
kryddið síðan duglega með salti og
pipar. Leggið lærið á rist í stóra
ofnskúffu, hellið smjörinu yfir það
og rósmarínnálunum. Dreifið síðan
á lærið steinselju og paprikubitum.
Leggið að síðustu rósmarín-
greinarnar á lærið.
Steikið lærið í 1-1½ tíma eða þar
til kjötið er orðið meyrt. (Miðað
við uppgefinn hita er kjötið senni-
lega enn dálítið rautt við beinið. Sé
kjöthitamælir notaður er kjötið
blóðugt sýni hann 62°C en miðl-
ungssteikt við 71-76°C. Látið kjöt-
ið ekki ofsteikjast.)
Leyfið lærinu að jafna sig í 10
mínútur eftir að það hefur verið
tekið úr ofninum.
Blandið saman rifsberjahlaupi og
appelsínusafa á meðan lærið er að
kólna og hellið yfir lærið ásamt
ferskum myntulaufum áður en það
er sett á borð.
Lambalæri
með sóldögg
Gúrkur og laukur með stein-
selju- og sinnepsdressingu
3 gúrkur
1 stór hvítur laukur
1 tsk möluð sinnepskorn
¼ tsk kúmín
¼ bolli steinselja
¼ bolli furuhnetur
1 tsk hunang
1⁄4 bolli eplaedik
2 hvítlauksrif
Afhýðið gúrkurnar, skerið
þær í langa strimla og leggið í
víða skál. Fínsaxið laukana og
setjið saman við gúrkurnar.
Blandið í matvinnsluvél sinn-
epskornum, kúmíni, steinselju
og furuhnetum og hrærið hun-
angi og eplaediki saman við. Af-
hýðið hvítlauksrifin og kremjið
út í. Hellið kryddleginum yfir
gúrkurnar og laukana. Geymið
að minnsta kosti eina klukku-
stund í ísskápnum áður en þið
neytið.
Séra Svavar Alfreð, Bryndís
og yngsta dóttir þeirra hjóna,
Hildur Emelía.
Ljósmyndir/Svavar Alfreð Jónsson
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Sigtaðuút
réttu gjöfina
Undir 3.000 kr.
Undir 5.000 kr.
Undir 10.000 kr.
2.950 kr.
4.590 kr.
7.500 kr.
laugavegi 47 mán.- lau. 10-22, sun. 13-18 www.kokka.is kokka@kokka.is
Á nýja vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað
jólainnkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp
í rjáfur af góðumog gagnlegumgjöfum sem flokkaðar
eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf
á kokka.is - fyrir þá semeru nýbyrjaðir að búa og þá
semeiga allt.www.kokka.is
Opið 10-22 fram að jólumL avegi 47 w .i kokka a.is