Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 2
Það þarf betri leiðsögn fyrir ungt afreksfólk í íþrótt- um, segir Birna Varðar, sem hefur skrifað bókina Molinn minn um glímu sína við íþróttaátröskun. Hún var orðin um fjörutíu kíló og hljóp 70 kílómetra á viku. Heilsa 24 Hvenær kemst þú venjulega í jólaskap? Ég kemst í jólaskap þegar skammdegið leggst yfir landið og öll ljós, lifandi og leidd, faðma sál og sinni. Svo kemst ég alltaf í jólaskap þegar ég heyri kórana í kirkjunni æfa jólalög og sálma og þegar Sveinn kirkjuvörður er búinn að setja upp allt skrautið í safnaðarheimilinu, það er sko alvörujólaland. Hver er hinn sanni jólaandi? Hinn sanni jólaandi býr í þrá okkar eftir því að tilheyra öðru fólki, hann birtist í gestrisni okkar, í því að setja upp gamalt og jafnvel laskað jólaskraut sem er alls ekki í stíl við innbúið af því að það ber með sér dýrmætar minningar. Jólaandinn birtist líka í ljúf- sárri líðan vegna þess sem var en kemur aldrei til baka og svo kemur hann fram í óttablandinni gleði okkar yfir fyrirvaraleysi barnsins. Hvernig fer messa fram á aðfangadag? Í aftansöngnum klukk- an 18:00 á aðfangadag eru allir fallegu jólasálmarnir sungnir af söfnuði og kór, þá eru flestar kirkjur með hátíðartón Bjarna Þorsteinssonar sem er talsverð áskorun fyrir presta því það er upphaflega samið fyrir tenórrödd, en þetta færir mörgum kirkjugestum jólin þótt presturinn sé kannski svo- lítið skjálfraddaður. Jólaguðspjallið er lesið og þá meyrnar hjarta mitt. Ég persónulega vel að hafa fremur stutta og mjúka prédikun í þessari messu, það eru mörg ung og eftirvæntingarfull hjörtu í kirkjunni og mikilvægt að vera næmur fyrir þeirra þörfum. Þetta eru fjölsóttustu messur ársins og þarna taka margir bókstaflega á móti jólunum. Eru þínar messur hefðbundnar eða bregður þú út af vana og hefur messur óformlegar? Ég held í hefðir þegar kemur að aftansöngnum á aðfangadagskvöld, í ár þjóna ég hins vegar í miðnæturmessunni sem er klukkan hálftólf um kvöldið og þar ætla ég ekki að tóna neitt heldur leyfa tregafullri jólatónlist kammerkórsins Hymnodiu að vera í öndvegi, við syngjum auðvitað öll saman Heims um ból og þá ætla ég að efna loforð mitt um að þjóna í jólapeysunni fram yf- ir prédikun en ég tek þátt í forvarnarátaki Barnaheilla gegn einelti og enn er hægt að heita á prestinn inni á jolapeysan.is. Er eitthvað sérstakt sem við þurfum að hafa í huga á jólunum? Það er auðvitað mjög mikilvægt að gæta vel að þörfum og líðan barnanna og hafa í huga að þetta er þeirra hátíð, við munum flest okkar bernskujól og ef þau hafa verið góð getum við yljað okkur við þær minningar alveg þar til yfir lýkur en hafi þau verið í skugga átaka, óreglu og óuppgerðra mála geta þau breyst í sálrænan draugagang. Ég sat með eldriborgurum á dvalarheimilinu Lögmannshlíð um daginn og rifjaði upp með þeim þeirra bernskujól og ég get svo svarið það að birt- an sem færðist yfir andlit sumra var slík að Oslóartréð á Austurvelli hefði bliknað í samanburðinum, þó mundu fæst þeirra stærri gjafir en kerti, bók og spil, þau mundu hins vegar hvernig þeim leið og hvort þeim var hlýtt. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HILDUR EIR BOLLADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Jólin eru hátíð barnanna Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Við erum alltaf með möndlugraut í hádeginu á aðfangadag og um kvöldið rjúpur, sem maðurinn minn skýtur. Á jóladag er hangikjöt með handskornu heimagerðu laufabrauði. Ásta Einarsdóttir (47) Við borðum alltaf purusteik á aðfangadags- kvöld og hangikjöt á jóladag. Á gamlárskvöld er fjölskyldan svo með kalkún, alltaf eins, með fyllingunni hennar mömmu … Jenný Henriksen (39) Það eru hefðir en breytilegar, eftir því hvað dæturnar vilja! Svínakjöt síðustu ár en nú alí- fuglakjöt. Ekki villibráð því ekki má borða það sem er drepið, bara það sem fæst í búð! Jón Hjaltason (55) Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Þetta hefur verið eins í mörg ár: hangikjöt á Þorláksmessu, hamborgarhryggur á að- fangadagskvöld, lambalæri hjá mömmu á jóla- dag og kalkúnn á gamlárskvöld. Bjarni Guðmundsson (37) Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SPURNING DAGSINS ER HEFÐ FYRIR EINHVERJUM SÉRSTÖKUM MAT Í ÞINNI FJÖLSKYLDU UM HÁTÍÐARNAR? „Öll bókin er eins konar rit- stýrð sagnfræði,“ segir Matt- hías Johannessen um nýja skáldsögu sína, Sögur úr Vesturbænum. Í henni hefur ungur drengur orðið og fjallað er um heiminn sem hann ólst upp í fyrir miðja síðustu öld. Menning 54 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Eggert Í Japan er það hefð að borða djúpsteiktan kjúkling frá Kentucky Fried Chicken á jóla- dag, þökk sé vel heppn- aðri auglýsingaherferð „Kurisumasu ni wa ken- takkii!“ (Kentucky á jól- unum!) frá 1974. Ferðalög 18 Félag íslenskra grjónapunga er líklega lífseigasti hádegisverðarklúbbur landsins en á þessu ári fagna þeir því að hafa komið saman á hverjum virkum degi í fimmtíu ár til að borða, spjalla og hlæja. Ákveðinn kjarni mætir alltaf, aðrir sjaldnar en iðulega er messufært. 52 Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, hefur alltaf haft óslökkvandi áhuga fyrir fólki. Hún segist hafa byrjað að lesa minningargreinar um það bil sjö ára gömul um blá- ókunnugt fólk og þykir skemmtilegra að skoða fólk en söfn. Hildur Eir á auðvelt með að hrífast með stemningu og er lítið fyrir að virða kristilegan tíma þegar gott samkvæmi er annars vegar. Hress prestur hér á ferð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.