Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Eru einhverjar sérstakar hefðir á heimilinu fyrir jólin? „Það er allt þetta hefðbundna; jólakortin, jóla- kransinn, smá- kökubakst- ur, hengja jólaserí- urnar utan á húsið og vefja þeim utan um trén. Sirrý horfir á Kristján út um gluggann og dáist að því þegar hann hengir upp seríurnar og spáir í það í hvaða mán- uði þær muni verða teknar niður aftur.“ Þau hlæja bæði. „Svo kallar Kristján í okkur og lætur okkur dást að ljósunum þegar hann kveikir á þeim. Mjög flott en ekki jafn vel gert og hjá eig- inmanni nágrannakonu okkar, Sigríðar Snævarr, en hennar maður fær Garðlist í þetta, held ég,“ segir Sirrý. „Okkur finnst þeirra tré svo fallegt og alltaf tilhlökk- unarefni í skammdeginu að fá upp öll ljós- in. Einnig er það vonandi orðin hefð hjá okkur að fara í jólahlaðborð hjá Marentzu Poulsen á Kaffi Flóru. Hún er drottning huggulegheit- anna. Í fyrra fórum við saman nokkrir vinir og nágrannar úr Litla Skerjafirði og það var frábært. Svo er það hefð hjá okkur að falla alveg fyrir jólabókaflóðinu og við lesum nýjar bækur alla aðventuna. Í fyrra, og í ár, er það nýjung að Sirrý les fyrir börn víða, því „Tröllastrákurinn sem gat ekki sofn- að“ var á jóla- bókamarkaði í fyrra og nýja bókin „Tröllastrákurinn eignast vini“ kom út núna fyrir jólin. Þetta er nú reyndar okkar heim- ilisfram- leiðsla því Sirrý semur Eru einhverjar sérstakar hefðir á heim- ilinu fyrir jólin? „Við erum frekar ung fjölskylda í árum talið og komandi jól eru þau sjöttu sem við höldum saman. Af því að fjölskyldan okkar er samsett erum við ekki endilega saman öll jólin. Stundum á fjölskyldan öll að- fangadag saman, stundum jóladag, stundum gamlársdag og stundum nýársdag. Þegar við erum öll saman njótum við þess að eiga stórhátíðina í faðmi hvert annars. Við spilum, spjöllum og leyfum okkur líka að slaka á yfir góðri bíómynd, bæði hefðbundnar myndir eins og Love Actually og It’s a Wond- erful Life og svo nútímajólasögur eins og Children of Men. Svo er líka tilbreyting að hafa svigrúmið sem fylgir því að vera stundum bara fá.“ Hvað gerir fjölskyldan á Þorláksmessu? „Á Þorláksmessu kemur stórfjölskyldan í skötu. Þegar dagurinn rennur upp þarf því allt að vera tilbúið og jólatréð skreytt. Skötuboðið er gott upphaf að lokaundirbúningi jólanna í gleði, hlýju og miklum mat! Því fylgir líka söngur og gleði, og fjölskyldurnar skiptast á jólagjöfum sem fá að búa undir trénu fram að jólum.“ Hver sér um að skreyta jólatréð og hvenær er það yfirleitt gert? „Við reynum að gera leiðangur úr því að útvega okkur jólatré og höf- um mætt á skógræktarsvæðið í Heiðmörk til að höggva fallegt greni eða furu. Börnin fá að ráða hvort verður fyrir valinu. Þetta hefur ver- ið mikilvægur hluti af jólaundirbúningnum. Stundum hefur ekki skort snjóinn í Heiðmörk og það hefur verið skemmtileg vetrarupplifun að klofa snjóinn og takast á við að fella tréð sem síðan prýðir stofuna okkar. Tréð er skreytt kvöldið fyrir Þorláksmessu. Fjölskyldan öll tekur þátt í að skreyta það og börnin eru í lykilhlutverki. Kisa hefur líka stundum látið til sín taka.“ Hver sér um að kaupa jólagjafirnar? „Við hjónin gerum það í sameiningu. Þetta er gott tækifæri til að njóta og upplifa í sameiningu. Við notum tíma og peninga til að gleðja þau sem við elskum og fáum mikið út úr því að undirbúa það saman. Þegar utanlandsferðir leggjast til á haustmánuðum notum við stund- um tækifærið til að grípa jólagjafir í fjöl- skylduvænlegum verslunum en annars höldum við okkur við bókabúðir og handverksverslanir með fallegum vörum.“ Hver sér um hreingerningar? „Heimilið okkar er fjölmennt og við þurfum alltaf að vera á tánum með að halda í horfinu í hreingerningum og tiltekt. Við látum okkur stundum eftir þann munað að fá hjálp við hreingerningar. Það er ekki síst vel þegið fyrir há- tíðarnar um jól og áramót. Hverjum datt annars í hug að það væri hægt að sinna umfangsmiklum störfum og sjá um stórt heimili á sama tíma?“ Hver sér um bakst- ur? „Jólabaksturinn er stundum í höndum handverks- hóps Kristínar, sem hittist í upphafi aðventu og hamast við sörugerð og önnur lekkerheit! Síð- ustu ár hafa elstu dæturnar látið meira til sín taka. Þær mæta í eldhúsið og rúlla upp klass- ískum og frumlegum uppskriftum, ekki síst þegar kemur að smákökugerð. Í bakstrinum og smákökuáti gildir reyndar að byrja snemma og hafa að leiðarljósi orð Mar- teins Lúthers: Ef þú syndgar, syndga þá djarflega!“ Hver sér um eldamennskuna á jóla- matnum sjálfum? „Á aðfangadags- kvöldi er hamborgarhryggur með tilbehör og jólagrautur í eftirmat. Það er matur bernskujóla Árna. Á jóladag hittum við svo fólkið hennar Kristínar sem leggur meira upp úr hinu klassíska sænska jólahlaðborði með allskonar síld og saltaðri skinku og öðru sem til- heyrir. Í ár verður Kristín á þönum allan aðfangadag í þjónustu við Laug- arneskirkju, Hátún og Sóltún. Það kemur því í hlut Árna Svans að standa við pottana á aðfangadegi, áður en hann og börnin kíkja í aft- ansöng í Laugarnes- kirkju kl. 6.“ KRISTÍN ÞÓRUNN TÓMASDÓTTIR OG ÁRNI SVANUR DANÍELSSON Ef þú syndgar, syndga þá djarflega! Getty Images/Fuse Fjölskyldan Marjorie Holmes rithöfundur * Á jólunum liggja allarleiðir heim. HVER SÉR UM JÓLABAKSTURINN? JÓLAÞRIFIN? JÓLAPAKKANA? JÓLAMATINN? Hver gerir hvað? JÓLAUNDIRBÚNINGURINN ER TÍMAFREKUR EN SKEMMTILEGUR. MARGT ÞARF AÐ GERA OG MARGAR HEFÐIR SEM ÞARF AÐ HEIÐRA EN FORVITNILEGT ER AÐ VITA HVER TEKUR AÐ SÉR HVAÐA VERKEFNI Á HEIMILINU. SUNNUDAGSBLAÐIÐ KANNAÐI VERKASKIPTINGU KYNJANNA HJÁ NOKKRUM HRESSUM HJÓNUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is og Kristján les söguna inn á geisladisk sem fylgir bókinni. Þetta er skemmtileg nýjung á aðventu fyrir okkur.“ Hvað gerir fjölskyldan á Þorláks- messu? „Þá er ár- viss fjöl- skyldu- samvera. Og svo pössum við alltaf að eiga einhverju ólokið í innkaupunum því það er svo gaman að kíkja í miðborgina á Þorláksmessukvöldi.“ Hver sér um að skreyta jólatréð og hvenær er það yfirleitt gert? „Sirrý og synirnir hafa séð um það í gegnum árin og það er yfirleitt gert á Þorláksmessu. Krist- ján greiðir úr ljósaseríum og hengir á tréð (og bölsótast út í það að hafa ekki gengið betur frá þessu í fyrra). Sirrý og yngri sonurinn sjá um skreytinguna í kjölfarið og furða sig á öllu þessu smádóti sem fylgir manni ári eftir ár – en má ekki vanta.“ Hver sér um að kaupa jólagjafirnar? Sirrý: „Það kaupa allir jólagjafir, hvert fyrir sig og saman líka eftir aðstæðum hverju sinni. Við eigum bókelska ættingja og það einfaldar töluvert innkaupin.“ Hver sér um hreingerningar? ,,Sirrý stjórnar þeim með harðri hendi og reynir að virkja aðra í það með sér. Það hefur þó reynst henni mjög vel undanfarin ár að dempa ljósin. Það er af sem áður var þeg- ar maður var nýbyrjaður að búa og tók skápana og hélt að jólin kæmu ekki nema þegar öllu væri lokið.“ Hver sér um bakstur? „Sirrý sér um smá bakstur,“ segir Kristján. „Heyrðu nú, þetta er stór bakstur á smákökum. En án gríns þá er stefnan að minnka þetta ár frá ári. Nokkrar plötur eru nauðsynlegar í ofninn til að fá ilminn í húsið og stemn- inguna við kaffiborðið,“ segir Sirrý. Hver sér um eldamennskuna á jóla- matnum sjálfum? „Það gerir Sirrý sem sér um allt nema sultuna,“ segir Kristján. „Já, en ég og stolti sultugerðarmaðurinn erum orðin mjög samstiga og höfum bæði nóg að gera þótt við gerum ekki sömu verkin. Ég elda og Kristján leggur á borð, keyrir út gjafir og stússar í öllu mögulegu sem fylgir því að fá fjölskyldu og tengda- fjölskyldu í jólamat,“ segir Sirrý. SIGRÍÐUR ARNARDÓTTIR OG KRISTJÁN FRANKLÍN MAGNÚS Sér um allt nema sultuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.