Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 21
AFP
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Forfallinn Harry Potter-aðdáandi hikaði ekki í eina sekúndu
þegar stefnan var tekin á Harry Potter-garðinn. Þvílíkt ævintýri
sem þessi garður er og fá hörðustu aðdáendur að upplifa það
sem kemst næst því að vera staddir í galdraheimi Harrys Pott-
ers og auðvitað allir hinir gestirnir líka.
Garðurinn tilheyrir Universal Studios og var opnaður í júní
2010. Hátt í 5.000 manns stóðu í röð þegar garðurinn var opn-
aður og mættu margir aðalleikarar bíómyndanna og heiðruðu
gesti með nærveru sinni. Garðurinn er endurgerð af Hogs-
meade-þorpi, Hogwarts-lestinni og einnig er þar Hogwarts-
skóli sjálfur, sem tignarlega trónir yfir garðinum. Þar er einnig
að finna stóra rússíbana, raunveruleikatæki, búðir og fleira. Til
dæmis er hægt að fara í töfrasprotabúðina Ollivander’s, sem er
sama búð og Harry Potter fór í og keypti töfrasprotann sinn.
Magnað! Undirrituð gerðist einmitt sek um að fjárfesta í, ekki
einum, heldur tveimur töfrasprotum.
Í fyrra var síðan opnaður stór viðauki við Harry Potter-
garðinn sem líkir eftir Diagon Alley og þeir sem þekkja til ættu
að vita að þar er án efa ýmislegt drungalegt og dularfullt að sjá.
Gestir ferðast á milli fyrri og seinni hluta garðsins með Hogw-
arts-lestinni. Þetta getur ekki klikkað.
Hogwartsskóli
er vægast sagt
glæsilegur í
Harry Potter-
garðinum.
Með Harry Potter beint í æð
Í Orlando eru fjórir vatnsgarðar.
SeaWorld og Discovery Cove er
fyrir alla þá sem dást að neð-
ansjávarlífi. Í SeaWorld er af-
skaplega stórt og glæsilegt sæ-
dýrasafn og gaman að sjá hvað
einkennir þessa dularfullu veröld
á hafsbotni. Einnig er þar að finna
stærsta rússíbana í Orlando.
Í Discovery Cove getur gestum
gefist kostur á að synda með
höfrungum í hálftíma.
Wet ’N Wild er magnaður
sundlauga- og vatnsrenni-
brautagarður og gaman að eyða
heilum degi þar með allri fjöl-
skyldunni. Nýjasti garðurinn af
slíkum toga, Aquatica, var opnaður árið 2008 og er einnig vatns-
rennibrautagarður.
Undirrituð hefur ekki enn heimsótt þessa tvo garða en það verður
sannarlega gert í náinni framtíð. Að synda með höfrungum, á það ekki að
vera hluti af „bucket-listanum“?
Í Discovery Cove er hægt að fá að synda
með höfrungum. Magnað.
Fá að synda með höfrungum
Demantshringur 1.36ct
Verð 1.275.000 kr.
Munið að
slökkva á
kertunum
Athugið að aukahlutir
sem settir eru utan
á kerti geta aukið
brunahættu.
Dæmi um slíkt eru
servíettur, borðar,
pappír eða þurrkaðir
ávextir.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins