Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 59
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Bryndís Björgvinsdóttir er höf- undur bókarinnar Hafnfirð- ingabrandarinn, sem er saga fyrir unglinga. Bókin er skrifuð af miklu fjöri, er bráð- skemmtileg og fyndin og skart- ar aðalpersónu sem er einkar áhugaverð - ekki er annað hægt en að láta sér annt um hana. Í desember 1999 er Klara skilin eftir hjá ömmu sinni meðan foreldrar hennar fara í heilsubótarferð til Kanaríeyja. Framundan er jólaball skólans, vinsældakosningar og fjölmörg stefnumót á eina kaffihúsinu í bænum. Það hefur svo áhrif á líf Klöru að hún kynnist öldr- uðum ættingjum sínum sem hafa undarlega sögu að segja. Áhugaverð aðalpersóna Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er höfundur bók- arinnar Nenni ekki að elda. Undanfarin ár hefur hún haldið úti vinsælu bloggi og einnig stjórnað matreiðsluþætti í sjónvarpi. Uppskriftir hennar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og fljótlegar. Einföld og fljótleg matreiðsla Bjarni Harðarson er höfundur bók- arinnar Króníka úr Biskupstungum. Hér er á ferð ættarsaga systkina frá Vatnsleysu í Biskupstungum sem fædd voru á fyrri hluta 19. aldar. Sagan bygg- ist að stórum hluta á munnlegum heim- ildum og þar hefur ýmislegt hvergi áður ratað á blað. Hér er sagt frá ástum og örlögum og við sögu koma afar litríkar persónur. Fjöldi mynda er í bókinni. Ástir og örlög Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans er nýjasta skáldsaga Haruki Murakami. Bækur hans njóta gríðarlegra vinsælda víða um heim og einn- ig hér á landi. Nýja bókin hans ætti ekki að valda aðdáendum hans vonbrigðum. Hún er sam- in af mikilli hugmyndaauðgi og er mjög skemmtileg aflestrar. Tazaki átti bestu vini í mennta- skóla en dag einn tilkynna þeir honum að þeir vilji aldrei sjá hann né heyra framar. Skemmtilegur Murakami Málshættir, skáldskapur og ættarsaga NÝJAR BÆKUR EITT AF STÓRVIRKJUM ÁRSINS ER MÁLSHÁTTA- SAFNIÐ ORÐ AÐ SÖNNU. BÓK EFTIR SNILLING- INN MURAKAMI ER KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU. MATTHÍAS JOHANNESSEN SENDIR FRÁ SÉR BÓK OG BJARNI HARÐARSON SKRIFAR FRÓÐLEGA ÆTTARSÖGU. UNGLINGABÓK OG MATREIÐSLU- BÓK ERU EINNIG KYNNTAR TIL SÖGU. Sögur úr Vesturbænum er bók eft- ir Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðs- ins. Hér er á ferð bók sem ein- kennist af ljóðrænni marglaga frá- sögn og komið er víða við og ekki síst í Vesturbænum. Það telst alltaf til tíðinda þegar Matthías sendir frá sér bók og hann á tryggan les- endahóp sem mun örugglega út- vega sér eintak. Sögur Matthías- ar Johannessen Orð að sönnu – Íslenskir málshættir og orðskviðir er merk bók eftir Jón G. Friðjónsson. Hér er á ferð yf- irlitsrit um íslenska málshætti og orðskviði, frá elstu heimildum til nútímans. Þetta er stærsta málsháttasafn sem komið hefur út hér á landi. Mikil og góð bók sem gleymdist að tilnefna til Íslensku bókmenntaverð- launanna – og það finnst mörgum einkennilegt. Stærsta málsháttasafnið * Trúin er ekki að vita.Trúin er að treysta.Sigurbjörn Einarsson BÓKSALA 10.-16. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 4 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 5 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 6 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 7 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 8 NáðarstundHannah Kent 9 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 10 OrðbragðBrynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar Skúlason Innbundin skáldverk & hljóðbækur 1 DNAYrsa Sigurðardóttir 2 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 NáðarstundHannah Kent 5 KoparakurGyrðir Elíasson 6 SkálmöldEinar Kárason 7 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 8 GæðakonurSteinunn Sigurðardóttir 9 KataSteinar Bragi 10 EnglarykGuðrún Eva Mínervudóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast. salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Í orðabók fugla vantar eitt orð eins og fjöður hafi verið yfir það dregin ... Ný ljóðabók eftir eitt af okkar athyglis- verðustu skáldum. Guðrún Hannesdóttir hefur hlotið frábæra dóma fyrir bækur sínar og Ljóðstaf Jóns úr Vör. Fyrir unnendur ljóðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.