Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 H ann er nú enginn Einstein,“ segja menn stundum um fjar- staddan, þegar gera skal lítið úr honum, án þess að segja beinlín- is neitt ljótt, sem hafa megi eft- ir. Þetta fellur oft í góðan jarð- veg og þeir í kring glotta á kostnað hins fjarstadda eða kinka kolli, rétt eins og þeir og snjallyrðismaðurinn séu smáafsteypur af ofurmenninu. Mannkynshræringur Menn á borð við Albert Einstein eru ekki einungis hafðir til vafasamrar viðmiðunar af þessu tagi. Í þá er vitnað ótt og títt, enda ekki lakara ef önnur rök skortir. En jafnvel þótt frómir menn og óljúgfróðir eigi hlut að, er töluverð hætta á því að með fljóti sitthvað sem Ein- stein og þeir aðrir hafa aldrei sagt og væri þvert um geð að tengt væri við þá. Bréfritari tekur áhættuna af því að detta í slíkan pytt. Hann þykist hafa heyrt haft eftir Albert Einstein, að áður en alltof langur tími líði frá muni mannkynið verða orðið eins á litið. Þetta átti að gerast á tiltölulega skömmum tíma. En rétt er að hafa í huga að Einstein hugsaði gjarnan í ljósárum í sinni lögmálagerð. Sjálfsagt mætti sannreyna meinta tilvitnun með því að ræsa netið til leitar. En því er sleppt. Helst þykjast menn muna að Einstein hafi talið að mannkynið myndi verða brúnleitt, svona eins og Ís- lendingar þrá að vera eftir 3 vikur á Costa del Sol. Ein- stein hefur ekki þurft flóknar formúlur til að komast að þessum niðurstöðum. Hann hefur séð að jörðin skrepp- ur hratt saman, í óeiginlegri merkingu, og svo er það aflið, sem Einstein, með allar sínar gáfur, náði ekki að læsa í formúlu. Ástin. Einhver hefur kannski sent honum, í lauslegri þýð- ingu, ljóð Tómasar, sem upplýsir að hjörtunum svipi saman í Súdan og Grímsnesinu. Phileas Fogg vann frægt veðmál og ógrynni fjár, er hann komst á 80 dögum umhverfis jörðina. Það gerði Fogg að vísu án viðkomu á Íslandi, sem gerir sögu hans ótrúverðugri. Ekki Íslandsvinur, Phileas Fogg. En nú gæti Phileas farið umhverfis jörðina á skemmri tíma en Íslendingar fóru undan Eyjafjöll- unum suður til Reykjavíkur (sem er raunar í annarri átt) og enginn nennti að veðja við hann um ferðina. Jarðarbúar lifa nú allir í næsta nágrenni og því verða aðalskipulög væntanlega færð frá sveitarstjórnum og undir Allsherjarþing S.þ. áður varir. Tvö skilyrði liggja þar með fyrir. Það fyrra að heimslýðurinn búi allur á sömu torfunni, og hitt er doktorsniðurstaða Tómasar skálds um að hjörtunum svipi saman í Súdan og Gríms- nesinu. Þar með er mannkynið komið í blandarann eina og sanna og kemur þaðan út ljósbrúnt og brúneygt. Rasandi rasistafræðingar Þar með eiga þeir sem flokka menn til góðs eða ills, gáfna eða heimsku eftir skrokklit ekki lengur í nein hús að venda. Nú þarf lítið til að hreytt sé „rasisti“ í menn þegar fyrirferðarmestu kjánarnir telja sig hafa fengið síðustu töluna í bingóinu sjái þeir orðið múlatti notað eftir merkingu sinni. En þegar spá Einsteins hefur fullkomnast verður væntanlega skollinn á undurblíður friður. Sagan sýnir að þeir sem upphefja sig á kostnað fólks annarrar gerðar, þurfa ekki litinn til. Mörg dæmin má nefna. Andúðin á gyðingum víða, og ofsóknir nasista Reykjavíkurbréf 19.12.14 Olía, umræðubann og aðventulok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.