Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 * Greenwich hlaut að þýða Grenivík. Og ekki baraað staðir veraldar væru miðaðir við Grenivíkheldur var tíminn það líka. Valgarður Egilsson frá Hléskógum í Höfðahverfi í Læknablaðinu. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND FLJÓTSDALUR Vatnajökulsþjóðgarður og Fljótsdalshreppur hafa síðustu ár staðið sameiginlega að landvörslu við Hengifoss í Fljótsdal. Skv. könnun sem gerð var á meðal 400 ferðamanna í sumar er ástand göngustígs upp að fossinum það sem helst þarf að bæta og er stefnt að því. Fljótsdalshreppur hefur ákveðið að halda samstarfinu áfram og greiðir 250 þúsund til verkefnisins á næsta ári. AKUREYRI Íþróttabandalag Akureyrar hefur óskað eftir þátttöku Akureyrarbæjar í fjármögnun á ritun íþróttasögu Akureyrar. Erindi frá ÍBA var tekið fyrir á fundi er ugur ríkt u til bæjarráðs og felur fo rráð hefur nú tekið e peninga í verkið á næstunn SUÐURLAND Auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjó fyrsta á Íslandi. Jarðvangurinn nær yfir eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhre og búseta starfsmannsins verði í Framkvæmdastjórin„ nýsköpun á svæð við verkefni og Háskólapró ÞINGVE naþingi vestra hitaveákveðið að leggja ðveimur svæ um á næsta i; annars vegar norður Hrútafjörð að Bessastöðum og Sveðjustöðum, hins veg Laugarbakka suður Miðfjörð. Árið 2016 og 2017 er ste að því að leggja hitaveitu í Víðidal og vestan Miðfjarðarár frá Melstað að Söndum. Árið 2018 er gert ráð fyrir að bora á R negí Hrútafirði v a mögulegrar hitaveitu fyrir Hrútafjörð S U ekið að sér um óbl tsins, se on hefur haft ve 02. Það verður ve óttahúsiVallaskóla fyrsta laugardag Þorra – n Selfossþorrablótið sem na sem Selfyssingar sameinas starf ungmennafélagsins,“ Að fara hér milli kirkna ísveitunum á jólunum ogflytja fólki þau tíðindi að frelsarinn sé fæddur finnst mér mikil forréttindi. Enginn boðskapur sem fluttur er á jarðríki er jafn- mikilvægur og þessi frétt sem aldrei verður göm- ul,“ segir séra Eg- ill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Jóla- messunum fylgir sérstök stemning, því margir eiga um þær góðar minningar og koma jafnvel um hver jól í gömlu sveitakirkjuna sína og halda þannig í tengsl sín við for- tíðina og eigin æsku. Sum- arhúsafólkið sem hér dvelst um há- tíðarnar fjölmennir sömuleiðis í messur.“ Messugestir sjaldnast þeir sömu Ætla má að þorri landsmanna sæki einhverjar athafnir í kirkjum um jól og áramót, sem eru því anna- tími hjá prestum landsins. Sú er raunin hjá séra Agli Hallgrímssyni sem um hátíðarnar annast tíu messur og ætla má að fáir messi oftar. Guðsþjónustur þessar eru jafnmargar og kirkjurnar í presta- kalli Egils, sem spannar Biskups- tungur, Laugardal, Grímsnes, Grafning og Þingvallasveit. Athafn- ir í þessum kirkjum á næstu dög- um eru alls fimmtán, en til að létta á annríkinu hlaupa nokkrir prestar undir bagga með Skálholtsklerki. Má þar nefna að séra Kristján Val- ur Ingólfsson vígslubiskup annast messugjörð á Þingvöllum. Hefur raunar myndast sú hefð í samstarfi Egils og Kristjáns Vals að sá síð- arnefndi ber hitann og þungann af öllu helgihaldi á Þingvöllum. „Erindið í jólamessunum er alltaf auðvitað hið sama og þegar kirkj- urnar eru margar eru messugestir sjaldnast þeir sömu. Ég byggi ræð- urnar upp frá ákveðnum grunn- punktum og miða þær við að fagn- aðarboðskapurinn nái til þeirra sem í kirkjunni eru hverju sinni,“ segir Egill sem á aðfangadagskvöld messar í Skálholtsdómkirkju svo og á jóladag. Þann dag annast hann guðsþjónustu í Miðdalskirkju í Laugardal og á annan í jólum á Mosfelli í Grímsnesi og í Bræðra- tungu í Biskupstungum. Svo koma Úthlíð, Úlfljótsvatn í Grafningi, Haukadalur og Torfastaðir en á síðastnefnda staðnum er nýárs- dagsmessa – og tekur messugjörð- in og boðskapurinn þá mið af því að nýir tímar eru runnir upp, en því fylgja jafnan vonir, væntingar og mikil tækifæri. Í Tungunum taka allir undir Sálmar hátíðanna eru sígildir: Heims um ból og Í Betlehem er barn oss fætt um jólin og um ára- mót Hvað boðar nýárs blessuð sól? Er þar sunginn meistaratexti séra Matthíasar Jochumssonar. „Hér í sveitinni búum við annars að því að tónlistarhefðin er sterk,“ segir Eg- ill. „Réttasöngurinn á haustin er raddaður og því er ekkert tiltöku- mál þótt oft sé enginn kirkjukór. Í Tungunum taka allir undir og syngja við raust. Í nýársmessunni finnst mér ánægjulegt þegar allir taka undir í þjóðsöngnum okkar – og þar hefur sjálfsagt áhrif að hann ómar við upphaf allra bolta- leikja landsliðanna. Þetta síast smám saman inn í vitund fólksins.“ Lengi tíðkaðist í dreifbýlinu að messugestir væru kallaðir inn í bæ að athöfn í kirkju lokinni. „Ein- hverra hluta vegna hefur þetta að mestu leyti lagst af. Reyndar hefur þessi skemmtilegi siður haldist í Bræðratungu. Sveini heitum Skúla- syni og eiginkonu hans Sigríði Stef- ánsdóttur fannst þetta sjálfsögð gestrisni og þetta hafa núverandi bændur í Tungu, Kjartan sonur þeirra og Guðrún Svanhvít Magn- úsdóttir, haldið í,“ segir sr. Egill sem hefur verið prestur í tæpan aldarfjórðung. Fyrst á Skagaströnd en í Skálholti frá 1998. Ánægjuleg fjölskyldujól Þótt jólin séu annatími hjá Skál- holtspresti segir Egill að þau séu eigi að síður gæðatími hjá sér og sínum. „Með góðu skipulagi eigum við ánægjuleg fjölskyldujól sem ég hlakka til. Og hér verður hamborg- arhryggur á borðum, ég er úr Hveragerði og konan mín, Ólafía Sigurjónsdóttir, er borgarbarn. Hvorugt okkar vandist því að hafa til dæmis rjúpur í jólamatinn, þótt annars skipti ekki öllu mál hver maturinn er. Aðalmálið er að gleðj- ast, njóta og upplifa það ævintýri sem fæðing frelsarans er á öllum tímum í lífi kynslóðanna.“ BISKUPSTUNGUR Tíu messur hjá Agli SÉRA EGILL HALLGRÍMSSON SKÁLHOLTSKLERKUR HEFUR Í MÖRG HORN AÐ LÍTA. KIRKJURNAR Í PRESTAKALLI HANS ERU TÍU OG MESSUR NÆSTU DAGA ERU JAFNMARGAR. ALLIR VILJA HEYRA FAGNAÐARBOÐSKAPINN. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egill Hallgrímsson Kirkjan á Stóru-Borg í Grímsnesi er í prestakalli séra Egils Hallgrímssonar. Venju samkvæmt er hún lýst fallega upp á aðventunni og með því setur hún sterkan svip á sveitina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.