Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 17
* Nú er sólin heið ogég soðna, hér um bil Snæfinnur snjókarl 21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Engar flækjurEkkert vesen www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Tilvalin jólagjöf bara í smákökunum,“ segir Logi. „Ég þarf reyndar yfirleitt að baka nokkrum sinnum, þar sem Logi lítur svo á að í desember sé eðli- legur morgunmatur um það bil tíu smákökur og lítri af mjólk og það geng- ur fljótt á birgðirnar þannig.“ Hver sér um eldamennskuna á jólamatnum sjálfum? „Ég elda og geri það eftir vandlegri for- skrift frá mömmu. Þegar ég fór að halda mín eigin jól sendi mamma mér plagg sem heitir Uppskrift að jólum. Þar er farið yfir allt sem maður þarf að vita um undirbún- ing jólamáltíðarinnar, allt frá því hvenær maður setur yfir grjónin fyrir ris a la mande, yfir í sósu- gerð með hamborgarhryggnum og hvaða meðlæti á að hafa. Ég er að þessu meira og minna frá hádegi á aðfangadag og enda svo á að taka jólabaðið meðan hamborgarhrygg- urinn er í ofninum og hlusta í baðinu á Guðna Má tala um Jesú og vini hans í útvarpinu. Ætli Magnús Geir sé ekki örugglega búinn að tala við hann um að vera á Rás 2 milli fjögur og sex á að- fangadag?“ segir Svanhildur að lokum. Eru einhverjar sér- stakar hefðir á heim- ilinu fyrir jólin? Svanhildur: „Já, hjálpi mér, jólin eru eintómar hefðir. Ein af þeim er jóla- ferð til Akur- eyrar, þar sem við förum með stelpurnar í Jólahúsið á Hrafnagili, þær fá að velja sér eitthvað til að skreyta með fyrir jól- in og ég vel líka nýja veglega jóla- kúlu á tréð. Svo kaupum við of mikið af synd- samlega góðum karamellum sem fást í Jólahúsinu og líður öllum á eftir eins og við þurfum að raka á okkur tunguna. Hluti af töfr- unum við þessa ferð er að mamma og pabbi skreyta áður en við kom- um og ég fæ nostalgíuna í æð um leið og ég geng inn úr dyrunum í Lerkilundinum,“ segir Svanhildur. Hvað gerir fjölskyldan á Þor- láksmessu? „Ég hlusta á jóla- kveðjur á Rás 1, það er alveg ómissandi, um leið og við skreyt- um. Svo sjóðum við hangikjöt og hinir og þessir laumast í bæinn til að kaupa síðustu jólagjafirnar. Við Logi höfum frá okkar fyrstu jól- um, þegar við höfum verið í Reykjavík, endað Þorláksmess- urúntinn á því að fara í Fríðu frænku, kaupa eitthvað smálegt og fá okkur konfekt og lögg í kjallaranum. Í fyrra held ég að við höfum verið að taka upp nýja hefð, sem mun bæta okkur upp missinn af Fríðu frænku sem var lokað í vor, en það er að fara til Halldórs Högurðar og borða rest- arnar af Þorláksmessuboðinu hans, áður en við förum heim til að skreyta tréð,“ segir Svanhildur. „Hefðin er sú á aðfangadag að meðan Svanhildur er í eldhúsinu fer ég út með stelpurnar og tek jólamynd af þeim, þar sem þær horfa venjulega hvor í sína áttina eða snúa sér undan, eru að slást eða hlaupa út úr mynd á svona 98 af 100 myndum. Svo læt ég Svan- hildi velja á milli þessara tveggja sem eru nokkurn veginn í lagi og fer svo í að setja jólakveðju á net- ið, enda er þá orðið útséð um það, þarna um þrjúleytið á aðfangadag, að við sendum einhver jólakort það árið,“ segir Logi. Hver sér um að skreyta jólatréð og hvenær er það yfirleitt gert? „Svanhildur skreytir,“ segir Logi og Svanhildur bætir við: „Stöku sinnum hef ég látið undan þrýst- ingi og skreytt tréð 22. desember, en mér finnst að það eigi helst ekki að gera fyrr en á Þorláks- messukvöld, svo það sé það fyrsta sem krakkarnir sjá þegar þeir vakna og koma fram á aðfanga- dagsmorgun. Það er reyndar svona fjögurra tíma vinna að skreyta tréð, þar sem á það fara 200 ljós og álíka margar kúlur eða annað skraut. Skreytandinn er líka með talsverða þráhyggju fyrir sym- metríu og svoleiðis hlutum, þannig að það hefur sína kosti að gera þetta fyrr. Þá fá líka litlu stýrin að vera með að skreyta, sem reyn- ir á symmetríuáráttuna, en skilar oft skemmtilegri útkomu.“ Hver sér um að kaupa jólagjaf- irnar? „Við skiptum þessu aðeins á milli okkar en Logi tekur fram- kvæmdina að sér að mestu eftir að vandað ákvarðanaferli hefur farið fram á heimilinu. Djók. Við reyn- um að fá einhvern óskalista hjá börnunum og draga upp úr for- eldrum okkar hvað þeir vilji fá. Svo upphefst leit að gjöf fyrir þá sem vantar ekkert og allt er fært í excel-skjal. Ég á jólainnkaupalista tíu ár aftur í tímann og rúmlega það, bæði jólagjafakaup og mat. Mat- arinnkaupin eru til dæmis mjög þægileg því ég fletti bara upp grunnskjalinu og uppfæri það eftir því hvað er til í skápunum.“ Hver sér um hreingerningar? „Við fáum aðstoð við þær, en svo deilum við þeim með okkur. Í fyrra voru mamma og pabbi hjá okkur á jólunum þannig að þau léttu verulega undir með okkur við síðustu verkin. Annars veit ég að mér verður hent út úr ákveðnum hópi á Facebook þegar ég segi að jólin komi þótt það sé ekki búið að spritthreinsa með eyrnapinnum út í öll horn. Það er reyndar ekki það sem ég ólst upp við á æskuheimilinu, þar sem allt var þrifið hátt og lágt og ég til dæmis hafði það verkefni frá því ég man eftir mér að pússa silfrið og þrífa baðskápinn og laga til í honum. Það var alvöruverkefni, enda baðskápurinn á stærð við meðalfataskáp,“ segir Svanhildur. Hver sér um bakstur? „Svanhild- ur sér um bakstur, svo nýtur hún þess að eiga ofvirka mömmu sem bakar fyrir hana stóru lagtert- urnar, steikir laufabrauð og býr til sprautukossa. Sjálf er hún meira SVANHILDUR HÓLM OG LOGI BERGMANN Jólakveðjurnar á Rás 1 ómissandi Eru einhverjar sérstakar hefðir á heim- ilinu fyrir jólin? „Þær eru nokkrar, já. Ein sú allra vinsæl- asta er að fara í góðan göngu- eða bíltúr og skoða jólaskreytingar húsa. Því fylgir mikill „stemmari“ eins og við köllum það, enda eru þær allaveg- ana og oft á tíðum bráð- fyndnar og skemmtilegar.“ Hvað gerir fjölskyldan á Þorláks- messu? „Við förum í bæinn, kaupum síðustu gjafirnar og skreytum jóla- tréð.“ Hver sér um að skreyta jólatréð og hvenær er það yfirleitt gert? „Við skreytum yfirleitt seint á Þor- láksmessu og gerum það öll saman.“ Hver sér um að kaupa jólagjaf- irnar? „Við reynum að gera það sem mest saman því þá næst hinn sanni jólaandi.“ Hver sér um hreingerningar? „Að sjálfsögðu við bæði en í ár munum við líklega fá liðsauka því tvíbura- drengjunum okkar sem eru rétt að verða þriggja ára finnst fátt meira spennandi en að sópa, hlaupa um og þurrka af, setja úr og í þvottavélina og ganga frá. Við vonum innilega að þessi áhugi þeirra á heimilisverk- unum fari ekki dvínandi með ár- unum.“ Hver sér um bakstur? „Mamman og tvíburarnir sjá um baksturinn sam- an. Pabbinn þrífur svo áhöldin.“ Hver sér um eldamennskuna á jólamatnum sjálfum? „Við erum svo lánsöm að eiga bæði yndislegar fjöl- skyldur sem við skiptumst á að vera hjá á aðfangadag og jóladag. En þeg- ar að því kemur að elda okkar eigin jólamat mun húsbóndinn á heimilinu sjá um það enda er hann yfirkokkur heimilisins og einn sá allra besti.“ TINNA HRAFNSDÓTTIR OG SVEINN GEIRSSON Pabbi þrífur áhöldin eftir baksturinn Síðasta helgin fyrir jól er runnin upp og margir því eflaust búnir með jólagjafainnkaup. Upplagt er að eyða helginni í faðmi fjölskyldunnar og föndra saman yfir notalegri jóla- tónlist. Þeir sem eiga eftir að kaupa einhverjar gjafir geta ef til vill klárað það í samein- ingu og jafnvel fengið sér vænan kakóbolla og smákökur í leiðinni. Njótum samverunnar! Jólaföndur og notalegheit um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.