Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 BÓK VIKUNNAR Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jó- hannesdóttur er barnabók um jól Hallgríms Péturssonar þegar hann er sjö ára gamall. Anna Cynthia Leplar myndskreytir. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Úr fórum mínum er listaverkabókmeð rúmlega 60 litmyndum afmálverkum Eddu Heiðrúnar Backman. Guðmundur Andri Thorsson skrifar formála sem er bæði á íslensku og ensku og Martin Regal sá um ensku þýð- inguna. Í formálanum segir Guðmundur Andri að í myndum Eddu sé að finna „al- úð, listfengi, hugvit og fegurð“. Alexandra Baldursdóttir sá um umbrot bókarinnar og tók einnig að sér hönnun ásamt Sunn- evu Ásu Weisshappel. „Þetta fólk hefur veg og vanda af útgáfunni og á skilið miklar þakkir,“ segir Edda. Bók hennar er til sölu í Líf og list, Gallerí bakarí og Pennanum Eymundsson Af hverju byrjaðir þú að mála? „Ég byrjaði að mála árið 2010 til að hafa ofan af fyrir mér. Mér leist ekki á blikuna. Það er mjög mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og hafa áhuga á ein- hverju en ekki bara stara út í bláinn,“ segir Edda. Hún er ekki myndlistarmenntuð, sem kemur á óvart miðað við þá færni sem hún sýnir í myndum sínum. „Ég var í myndmennt í skóla eins og allir, en kom annars ekki nálægt myndlistargerð. Ég man að þegar ég var í menntaskóla sagði ein skólasystir við mig: Þú veist Edda mín að þú ert ágæt leikkona en þú ert líka myndlistarmaður.“ Hún málar með munninum. „Þetta er alþekkt aðferð en kostar þjálfun,“ segir hún. „Það er mismunandi hvaða verkfæri myndlistarmenn nota. Sumir myndlist- armenn nota kræklótta grein í stað pens- ils til að línan verði ekki stíf. Myndina sem er á bókarkápunni, og er módelmynd, málaði ég með bambus sem er eins og hálfs metra langur og blaðið var á gólf- inu.“ Hún segist mála flesta daga, en ekki á laugardögum og sunnudögum. „Þá daga skemmti ég mér, fer á sýningar og söfn, hitti góða vini og borða góðan mat. Allt er þetta mjög mikilvægt.“ Fyrir nokkrum árum greindist Edda Heiðrún með MND-sjúkdóminn. Hún segir að ekki hvarfli að sér að vorkenna sér í veikindum sínum: „Ef ég hefði ekki veikst, þá hefði ég aldrei kynnst því frábæra fólki sem gerir okkur, sem höfum lent í erfiðleikum, kleift að lifa lífinu og njóta þess eins og hægt er. Til dæmis öku- mönnum ferðaþjónustu fatlaðra, heima- hjúkrun, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og skjólstæðingum MS-setursins og Grensáss. Svo ég tali nú ekki um e-liðið, stuðnings- teymið mitt.“ Jólin nálgast og hún er spurð hvort hún sé jólabarn og svarar: „Líklega er ég jóla- barn. Það lýsir sér í því að mér finnst gaman að gefa. Ég byrjaði að kaupa jóla- gjafir í október og kaupi helst margar gjafir handa hverjum og einum.“ EDDA HEIÐRÚN ER JÓLABARN OG FINNST GAMAN AÐ GEFA Hugvit og fegurð „Það er mjög mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og hafa áhuga á einhverju en ekki bara stara út í bláinn,“ segir Edda. Morgunblaðið/Kristinn ÚT ER KOMIN LISTAVERKABÓK SEM GEYMIR MYNDIR AF MÁLVERKUM EDDU HEIÐRÚNAR BACKMAN. HÚN SEGIR MIKILVÆGT AÐ HAFA EITTHVAÐ FYRIR STAFNI. Ýmsar bækur hafa fylgt mér býsna lengi. Ég hef til dæmis lesið Einar Kárason frá því að Þetta eru asnar Guðjón kom út fyrir rúmlega þrjátíu árum. Sú ágæta bók hefur allar götur síðan skipað sérstakan sess í huga mér og ýmsir frasar úr henni fest mér í minni. Sömu sögu má segja um Íslandsklukkuna sem ég hef lesið oftar en ég get tölu á komið. Og ég held ég kunni enn nánast utan að leikgerðina sem Fálkinn gaf út á fjórum plötum forðum daga. Jón Hregg- viðsson er oftast minn maður, stundum Snæfríður en sjaldnar Arnas. Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur upp- götvaði ég seint og um síðir en mér fannst ég aldrei þurfa að lesa hann, manni hafði verið sagt að þetta væri dæmi um einfalda allegoríu en ekkert er fjær sanni. Ljóðabók Ingibjargar Haraldsdóttur, Nú eru aðrir tímar, hafði mikil áhrif á mig þegar hún kom út. Sum ljóðin lærði ég utan að þegar í stað, svo sem Nostalgíu og titilljóð bókarinnar, Nú eru aðrir tímar. Eftir rúmlega tuttugu ára feril í bókaútgáfu standa margir frábærir höfundar mér býsna nærri. Það væri hinsvegar eins og að gera upp á milli barnanna sinna að draga fram einn umfram annan. Samt get ég ekki stillt mig um að nefna eina skáldsögu sem hræddi úr mér líftór- una eins og öðrum lesendum heima og erlendis – þó vildi höfund- urinn draga hana til baka á síðustu stundu af því að hún væri ekki al- veg nógu hrollvekjandi. Þetta var Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Í UPPÁHALDI PÉTUR MÁR ÓLAFSSON ÚTGÁFUSTJÓRI Pétur Már Ólafsson hefur starfað í bókaútgáfu í rúm tuttugu ár. Ein skáld- saga hræddi úr honum líftóruna og það er Ég man þig eftir Yrsu. Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Haralds- dóttir BÓKSALA 8.-14. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Útkall : ÖrlagaskotiðÓttar Sveinsson 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 6 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 7 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 8 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 9 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 10 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson Íslensk skáldverk 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 5 SkálmöldEinar Kárason 6 KataSteinar Bragi 7 Litlu dauðarnirStefán Máni 8 TáningabókSigurður Pálsson 9 EnglarykGuðrún Eva Mínervudóttir 10 Þrír sneru afturGuðbergur Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.