Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 43
Laugavegi 34, 101 Reykjavík
Sími: 551 4301 | gudsteinn.is
Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
SKYRTURVERÐ FRÁ4.900 kr
TREFLARVERÐ FRÁ3.900 kr
HANSKARVERÐ FRÁ3.900 kr
HÚFUR
VERÐ FRÁ5.900 kr
NÁTTFÖTVERÐ FRÁ7.900 kr
ÞVERSLAUFURVERÐ FRÁ2.200 kr
OPIÐ: Laugardag 20. des. 10 til 22
sunnudag 21. des. 13 til 22
mánudag 22. des. 9 til 22
þriðjudag 23. des. 9 til 23
aðfangadag 24. des. 10 til 12
laugardag 27. des. 12 til 16
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Þ
að er ekki tekið út með sældinni að hafa sama bíla-
smekk og eldri menn í laugardagsfötum. Því hefur
mamma nú aldeilis fengið að finna fyrir síðustu
vikuna og er ekki skemmt. Þetta myndi kannski
sleppa ef mamma væri hætt að vinna eins og mennirnir í
laugardagsfötunum, en að koma sér upp í Hádegismóa á
hverjum degi og keyra börnin í skólann er að verða dálítið
vondur brandari …
Í haust lenti mamma á trúnó með mönnunum á dekkja-
verkstæðinu og þeir voru nú aldeilis með það á hreinu að
mamma gæti ekki lifað nema að kaupa splunkuný nagla-
dekk undir bílinn. Og jú, þetta hefur gengið ágætlega hing-
að til, eða þangað til það fór að snjóa fyrir alvöru og Kári
fór að blása.
Mamma fer bara ekkert ofan að því að henni finnst veru-
lega að sér vegið. Henni finnst hún nefnilega pínulítið missa
sjálfsvirðinguna þegar hún neyðist að ferðast á milli staða í
gúmmístígvélum … (líka þótt þau séu frá Hunter og séu með
hæl). Þetta er bara ekki alveg hennar stæll og heldur ekki að
þurfa að vera alla daga með hárið í tagli svo lokkarnir fjúki
bara ekki af eða klemmist á milli einhvers staðar. Svo finnst
mömmu hún vera alveg komin á síðasta söludag þegar hún
þarf að ferðast um bæinn í hnésíðri dúnkápu. Hún velti því
fyrir sér í vikunni hvort sjoppu-
gangurinn gæti orðið meiri?
Svo þurfti mamma líka að
láta skinka sig svolítið upp fyrir
jólin og það þurfti allt að gerast í þessari viku. Mamma getur
nefnilega ekki haldið jól með grá hár og svo þurfti að lagfæra
ýmislegt annað sem ekki verður tíundað hér. Á fyrsta ófærð-
ardeginum var mamma ekki komin í gúmmístígvélin því hún
var ennþá að reyna að vera töff og upplifði sig algerlega nið-
urlægða þar sem hún sat föst á bílaplani fyrir utan hár-
greiðslustofu í 110.
En það er alltaf ljós í myrkrinu og þegar mamma sá litla
gangstéttagröfu koma á hægri siglingu upp brekkuna stökk
mamma út úr bílnum og blikkaði starfsmann Reykjavík-
urborgar og grátbað hann að ryðja nú aðeins bílaplanið sem
mamma sat föst á. Og svo bað hún þennan indæla borg-
arstarfsmann líka aðeins um að ýta sér … Hún þurfti nefni-
lega að komast í bæinn og hafði engan tíma í þetta rugl …
Þegar mamma var komin upp á Ártúnshöfða ákvað bíllinn
fyrir framan hana að stoppa á ljósum sem gerði það að verk-
um að mamma festist á brúnni þarna fyrir ofan Ártúnsbrekk-
una. Á þessum tímapunkti var taugakerfi mömmu svolítið far-
ið að gefa sig og þá mundi hún eftir töfraorðunum frá
starfsmanni Reykjavíkurborgar sem sagði henni örfáum
augnablikum áður að það væri bara eitt í stöðunni – að stand-
’ann flatan! martamaria@mbl.is
Það getur farið illa með sjálfsvirðinguna að þurfa að ferðast milli staða í gúmmístígvélum.
Getty Images
Að stand’ann
flatan …
Getty Images