Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 13
Lestu ljóð fyrir mömmu/
pabba.
Lestu tvær blaðsíður í bók-
inni þinni upphátt með mikl-
um tilþrifum.
Lestu sögu með mömmu/
pabba. Finnið í sameiningu tvö
orð til að lýsa sögunni.
Slökktu ljósin, kveiktu á
vasaljósi og lestu sögu.
Lestu bók með mömmu/
pabba. Ákveðið nýtt nafn á
bókina í sameiningu.
Mamma/pabbi á að lesa
frétt úr Mogganum fyrir þig.
Segðu frá fréttinni með þínum
orðum.
Hugmyndir
að sumarlestri
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
„Þegar eru norðlægar áttir er veðrið
miklu betra hjá okkur hér en norðar.
Það eru bara síðustu dagar sem hafa
verið erfiðir og þá aðallega að koma
vörum til og frá svæðinu; yfirleitt er
keyrt en bílarnir hafa þurft að stilla
sig inn á [ferjuna] Baldur vegna þess
að vegir hafa verið ófærir,“ segir
Haukur Már Sigurðsson, kaup-
maður í Fjölvali á Patreksfirði.
Gott hljóð var í Hauki. „Jólaversl-
un hefst yfirleitt á bilinu 10. til 15.
desember en er um það bil að byrja
núna,“ sagði hann á fimmtudaginn.
Fólk frá Tálknafirði og Bíldudal sæti
lagi þegar vegir eru mokaðir. Hauk-
ur selur matvöru, valda bókatitla,
leikföng og svolítið af raftækjum.
Opið er til sjö öll kvöld en í söluturn-
inum Albínu er alltaf opið til tíu og
veitt góð þjónusta líka, segir hann.
Haukur selur mest til einstaklinga
en sjávarútvegsfyrirtækið Oddi hef-
ur árum saman keypt jólagjafir
handa starfsfólkinu, 80-90 manns,
hjá Hauki; hamborgarhrygg og ým-
islegt meðlæti. „Oddi hefur líka gefið
starfsfólki úttektarmiða í búðirnar
hér og þannig tryggt verslun í
heimabyggð, sem er mjög gott.“
PATREKSFJÖRÐUR
Haukur Már Sigurðsson: [Sjávarútvegsfyrirtækið] Oddi hefur gefið úttekt-
armiða í búðirnar hér og þannig tryggt verslun í heimabyggð.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jólaverslun að hefjast
Berglind Björnsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri Blönduskóla á Blönduósi,
rakst á góða aðferð á því rómaða al-
neti sem dugði til að fá níu ára dótt-
ur hennar til að lesa sér reglulega
til yndis sumarið
2013. Í kjölfarið
útbjó hún lestr-
arbingóspjald sem
hún hafði einnig
séð á netinu og
hefur ekki síður
orðið vinsælt.
„Ég fer stundum
inn á pinterest--
hugmyndavefinn
eins og aðrir kennarar og hugsaði
með mér að ég hlyti að geta fundið
skemmtilegar hugmyndir til þess að
fá dóttur mín til að lesa yfir sum-
arið. Það er nefnilega svo mikilvægt
að börnin lesi jafnt og þétt; þjálf-
unin er stöðug allan veturinn, þau
ná ákveðnum atkvæðafjölda en lesa
svo jafnvel ekkert um sumarið og
þegar þau mæta að hausti hrynur
súlan í fyrsta lestrarprófi. Flest eru
fljót að vinna það upp aftur en fyrir
þá sem eru í brasi með lestur getur
það verið mjög slæmt,“ segir Berg-
lind í samtali við Morgunblaðið.
Þegar dóttirin reið um eins og vel
taminn lestrarhestur allt sumarið
segist Berglind vitaskuld hafa mont-
að sig af henni á Facebook eins og
nú tíðkast. „Vinir og vandamenn
fóru að spyrja mig hvort þeir gætu
fengið þetta prógramm hjá mér og
ég deildi því til fólks. Það, hve mikla
athygli sumarlesturinn vakti, og svo
lestrarbingóið, sýndi mér fram á
hve þörfin var mikil. Fleiri en ég
vildu greinilega brjóta upp lestrar-
munstrið og þetta er ekki bundið
við sérstakan aldur. Í sumum fjöl-
skyldum taka allir þátt saman.“
Berglind bendir á að ef börnin
lesi auki þau orðaforða sinn. „Með
auknum orðaforða batnar lesskiln-
ingur og ef þau skilja betur það
sem þau lesa ná þau betri árangri í
námi.“
Mjög oft er vísað í Pisa-könnun
sem gefur til kynna að ungir dreng-
ir lesi sér ekki lengur til skilnings.
„Ef þeir eru með texta sem vekur
áhuga þeirra veit ég að strákarnir
skilja hvert einasta orð. Ég held að
málið sé að ef þeir eru með texta
sem höfðar ekki til þeirra fyrir fim-
maura – til dæmis um mataræði
vörubílstjóra – vekur það engan
áhuga og skyldi engan undra. Í
skólanum hjá okkur fá krakkarnir
korter á dag til að lesa. Eftir að
þessi nýbreytni var tekin upp hefur
orðið sú breyting að þegar krakk-
arnir eru búnir með þau verkefni
sem þeim voru sett fyrir spyrja sí-
fellt fleiri hvort þeir megi lesa; sem
er auðvitað alveg frábært. Mest er
um vert að þau finni eitthvað sem
þau hafa gaman af; þá geta þau les-
ið sér til ánægju.“
Berglind segir að hafa þurfti allar
klær úti til að halda börnum að
lestri. „Þau umgangast fullorðna
minna en áður, eru dálítið mikið í
sínum eigin heimi núna – tölvuheimi
– og munnleg samskipti miklu minni
en áður. Ég er viss um að beint
samhengi er á milli þess að hug-
takaskilningur og orðskilningur er
lakari og að samskiptin eru minni
en áður.“
BLÖNDUÓS
Lestrarbingó og sumar-
lestur þykja spennandi
LESTUR ER FÓLKI AFAR MIKILVÆGUR, EINS OG NÆRRI MÁ GETA. BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR,
KENNARI Á BLÖNDUÓSI, FANN GÓÐA LEIÐ TIL AÐ HALDA KRÖKKUM VIÐ EFNIÐ.
Yndislestur í grunnskólanum á Blönduósi í haust. Sigurjón Bjarni Guðmunds-
son og Unnur Guðmundsdóttir. Fyrir aftan þau er Ísabella Erna Jónasdóttir.
Ég les í 15 mínútur...
Undir sæng
með
vasaljós
Í herberginu
mínu
Á mánudegi Í bílnum
Í uppáhalds-
stólnum
mínum
Í borð-
stofunni
Upphátt fyrir
einhvern í
fjölskyldunni
minni
Í baðkarinu
(með eða án
vatns)
Eftir
kvöldmat
Á
fimmtudegi
Í
náttfötunum
Á
þriðjudegi
Í
bauna-
púðanum
Með hatt
á höfði
Áður en
ég borða
morgunmat
Í sófanum í
stofunni
Á
miðvikudegi
Í
eldhúsinu
Sitjandi á
gólfinu
Á
föstudegi
Í mömmu og
pabba rúmi
Í stofunni – en
með slökkt á
sjónvarpinu
Með gott
snarl í skál
Í rúminu
mínu
Þegar ég les í 15 mínútur og leysi eitt af verkefnunum fæ ég límmiða yfir
viðeigandi bingóreit.
Þegar ég er búin að fylla alla bingóreitina fæ ég
_____________________ í bingóverðlaun!
Berglind
Björnsdóttir
Ljósmynd/Jón Sigurðsson
Frá og 4. janúar hefur Strætó akstur frá Reykjavík til
Suðurnesja og á milli þéttbýliskjarna þar; stoppað
verður í Reykjanesbæ, við Vogaafleggjara, í Grinda-
vík, Garði, Sandgerði og við Leifsstöð á flugvellinum.
Með strætó til Suðurnesja
Ágóði af jólabingói kvenfélagsins á Reyðarfirði rann í ár til
dvalarheimilanna á Eskifirði og Fáskrúðsfirði: 150 þús. kr.
til hvors heimilis. Heiðursfélagi býr á hvorum stað, þær
Lára Guðmundsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir.
Styrkja tvö dvalarheimili
HYBRIDGE
SPORTÍS
MONTEBELLO
TRILLIUM kr.104.990.-
kr.114.990.-
kr.89.990.-
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
CITADEL
kr.129.990.-
GRÍPTU GÆSINA
SETTU ALVÖRU GÆÐI Í JÓLAPAKKANN!