Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 52
Hádegisklúbbur í hálfa öld 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Grjónapungar í fimmtíu ára afmæliskaffi félagsins fyrr í mánuðinum. Aftari röð: Jón Pétur Jónsson, Karl Harry Sigurðsson, Dýri Guðmundsson, Ragnar Gunnarsson, Garðar Kjartansson, Hörður Hilm- arsson, Baldvin Jónsson, Guðni Bergsson, Jóhann Birgisson. Fremri röð: Jón H. Karlsson, Halldór Einarsson, Guðmundur Frímannsson, Gunnar Kristjánsson, Hilmar Björnsson og Pétur Guðmundsson. Morgunblaðið/RAX Þ eir tínast inn einn af öðrum í hádeginu. Virðulegir karlar á besta aldri. Heilsast með virkt- um og setjast að snæðingi. Fljótt á litið er þetta eins og hver annar hádegisverðarklúbbur en svo er ekki. Félag íslenskra grjónapunga (FÍGP) kemur saman í hádeginu á hverjum einasta virkum degi og hefur gert í fimmtíu ár. Já, þetta er ekki prentvilla; þeir koma saman í hádeginu á hverjum einasta virkum degi. Sumir mæta alltaf, eða svo að segja, aðrir endrum og sinnum en iðulega er messu- fært. Kjarninn í hópnum eru Valsmenn, bæði úr handbolta og fótbolta, sem flestir eiga það sammerkt að hafa unnið fjölda titla á farsælum ferli. „Hafið þið heyrt um svona hóp?“ spyr Halldór Einarsson, kenndur við Henson, okkur Ragnar Axelsson ljósmyndara þegar við setjumst til borðs með Grjónapungum eitt hádegið í desember. Nei, það höfum við ekki. Ég þurfti raunar að láta segja mér þetta tvisvar þegar ég heyrði það fyrst. „Það var einhver hópur í sjónvarpinu um daginn sem hafði hist einu sinni í viku í tuttugu og fimm ár,“ heldur Halldór áfram. „Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta hópi þykir okkur það ekkert sér- staklega merkilegt.“ Hann skellir upp úr. Í fyrsta en alls ekki síðasta skipti þetta hádegið. Einn stofnfélaganna, Karl Harry Sigurðs- son, segir það gjörbreyta deginum að koma inn í þetta samfélag í hádeginu. Menn gegni erilsömum störfum og ómetanlegt sé að lyfta sér á kreik með félögunum. Halldór tekur undir þetta. „Tilgangurinn er að fara frá erfiðri vinnu og hlæja í klukkustund með félögunum. Það er ekki hægt að lýsa því hvað þetta hefur gert okkur gott.“ Áhöld eru um hvort hópurinn kom fyrst saman árið 1963 eða 1964 en Karl Harry hallast að síðara ártalinu. Það þýðir að Fé- lag íslenskra grjónapunga er fimmtugt í ár. Þjónninn alltaf að troða sér við borðið Um langt árabil hittust Grjónapungar á Humarhúsinu en færðu sig nýlega yfir í Víkina, sal Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Þeir eru ánægðir með þá staðsetningu enda útsýnið gott yfir höfnina. Og maturinn frá- bær „Það er að vísu einn galli. Þjónustan er léleg,“ segir Ólafur H. Jónsson kíminn og Hörður Hilmarsson tekur upp þráðinn. „Verst er nú samt að þjónninn er alltaf að troða sér við borðið hjá okkur.“ Nú er dátt hlegið enda hefur þjónninn, Gunnar Kristjánsson, átt aðild að FÍGP í aldarfjórðung. Yfir hringborðinu hanga ljósmyndir af tveimur máttarstólpum í FÍGP sem fallnir eru frá, aldavinunum Bergi Guðnasyni og Hermanni Gunnarssyni. Grjónapungar eru á einu máli um að þeirra sé sárt saknað. „Báðir voru þessir menn snillingar, vel greindir og einstaklega skemmtilegir, ekki síst í svona hópi,“ segir Halldór. Fram kemur að Bergur hafi aukinheldur verið frábær leikari og Hermann meistari í spuna. „Væri einhverju fleygt gat hann far- ið með það í ótrúlegustu áttir,“ segir Hörð- ur. „Síðan var hann auðvitað mesta eft- irherma landsins, með 1.003 raddir,“ heldur Ólafur áfram. „Við byrjuðum að vísu að telja í 1.000.“ Borgaði heila árshátíð Raddirnar þrjár voru Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður, Gunnar Eyjólfsson leik- ari og Ragnar Bjarnason söngvari. Bergur var seinheppnari en aðrir Grjó- napungar að því leyti að hann fékk iðulega stöðumælasekt fyrir utan Humarhúsið í há- deginu. Varð víst alltaf jafnhissa. „Þetta endaði með því að Begga var boðið á árshátíð Stöðumælasjóðs,“ segir Garðar Kjartansson sposkur og Pétur Guðmunds- son fullyrðir að árshátíðin hafi verið lögð niður eftir að Bergur féll frá. Ekki var lengur fjárhagslegur grundvöllur fyrir henni. Bergur var staðfastur reykingamaður og Ólafur rifjar upp að þegar hann varð fer- tugur hafi honum verið færður sérhannaður kamelpakki með þúsund sígarettum. „Og mynd af Begga á kameldýrinu.“ Bergur leit ekki við öðru en kamel og þyrfti hann að þiggja sígarettu af öðrum beit hann fílterinn af. „Hann hætti einu sinni að reykja,“ segir Halldór. „Þá vorum við heima hjá honum Grályndir grjónapungar FÉLAG ÍSLENSKRA GRJÓNAPUNGA FAGNAR FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI SÍNU UM ÞESSAR MUNDIR. UM ER AÐ RÆÐA FÉLAGSSKAP NOKKURRA KARLA, MESTMEGNIS VALSARA, SEM HITTAST Í HÁDEGINU Á HVERJUM VIRKUM DEGI TIL AÐ BORÐA, SPJALLA OG UMFRAM ALLT HLÆJA SAMAN. SÖGURNAR AF FÉLAGSMÖNNUM ERU ÓÞRJÓTANDI OG ALLTAF JAFN FYNDNAR ENDA ÞÓTT SUMAR HVERJAR SÉU LÍKLEGA SAGÐAR OFTAR EN GÓÐU HÓFI GEGNIR. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Gunnar Kristjánsson stillir af ljósmyndir af föllnum félögum, Hermanni Gunnarssyni og Bergi Guðnasyni. Eftir að Bergur dó tóku Grjónapungar upp þann sið að faðmast alltaf á föstudögum. „Við vitum aldrei hvenær komið er að hinstu kveðjustund,“ segja þeir. Loksins kemst Gunnar að. Halldór Einarsson og Ólafur H. Jónsson í kunnuglegum stellingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.