Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 40
Tíska
Frida Giannini kveður Gucci
AFP
AFP
*Frida Giannini, yfirhönnuður Gucci, hefurkvatt tískuhúsið ásamt unnusta sínum, Patri-zio di Marco, framkvæmdastjóra Gucci, semeinnig var sagt upp störfum í vikunni. Gucci erí eigu Kering sem staðfesti þessar fregnir í vik-unni. Giannini sýnir því síðustu línu sína fyrirtískuhúsið næstkomandi febrúar, en ekki er
vitað hver kemur í hennar stað sem yfirhönn-
uður Gucci.
H
vernig skilgreinir þú stíl? Þegar kona er sjálfsörugg í föt-
unum sem hún velur og stendur með sínu vali burtséð frá
tískustraumum. Ég fylgi t.d. ekki tískunni heldur vel það
sem mér finnst flott, ekki hvað öðrum finnst.
Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Fyrsta sem mér dettur í hug
er Imperial-leðurjakki og skór frá Strategia sem ég nota við öll tæki-
færi og svo er nýja Chanel-„clutchið“ mitt í algjöru uppáhaldi núna.
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Einföld snið og góð
efni og að flíkin passi við flestallt í fataskápnum mínum.
Hvert er eftirlætistískutímabil þitt og hvers vegna? Þau eru svo
mörg. Margt flott hefur komið í öllum tímabilum en ætli ég velji ekki
1966-1976, þá er mikil umbreyting í fatastíl og frelsið algjört. Þá kem-
ur líka mikið af góðum efnum og svo voru förðun og hár æðisleg þá.
Þetta var tímabil sem gaf okkur stíl sem hefur að mörgu leyti haldist,
kemur alltaf inn reglulega og meira en önnur tímabil sem ég man eft-
ir.
Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Frekar klassískur, einfaldur
og föt sem endast, elska öll fötin mín og vil að þau endist, fæ ekki
leið á þeim.
Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Nei, til
hvers að eiga eitthvað flott sem maður tímir ekki að nota? Ég nota öll
föt jafnt.
Hvaðan sækir þú innblástur? Úr umhverfinu og fólki í kringum mig.
Svo er heilinn alltaf fullur af hugmyndum og hef ég gjarnan hannað,
saumað eða prjónað ef mér dettur í hug þegar flíkin sem mig langar í
er ekki til.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Maskari og rauður dökkur
varalitur eða gloss.
Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Ætli það sé ekki bara Coco Cha-
nel, hún kom konum í buxur og gaf okkur frelsi til að skapa okkar
eigin stíl.
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ætli það sé ekki bara
síður pels sem ég eignaðist fyrir 32 árum og hef notað rosalega mikið,
meira að segja leikið mér í snjónum (sem ég geri reglulega) í honum.
EINFÖLD SNIÐ OG GÓÐ EFNI MIKILVÆG
Sesselja er ávallt glæsi-
lega til fara og klæðir sig
fremur eftir eigin sann-
færingu en ákveðnum
tískustraumum.
AFP
Innblástur úr
umhverfinu
SESSELJA SVEINBJÖRNSDÓTTIR SÉR UM ÞJÁLFUN OG
VINNUR VIÐ ALMANNATENGSL FYRIR SNYRTIVÖRUSVIÐ
NATHANS & OLSEN. SESSELJA ER MEÐ FLOTTAN
FATASTÍL OG HELDUR UPP Á KLASSÍSKAR FLÍKUR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Skór frá Strategia
eru í uppáhaldi hjá
Sesselju.
Coco Chanel gaf konum frelsi til þess að skapa eigin stíl.
Maskari og rauður varalitur
eru nauðsynlegir í snyrti-
töskuna.