Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 57
lítil að það var á reiki hvernig ætti að telja. En myndirnar eru marg-
ar. Hver síða er nýtt til hins ýtrasta. Það var tekist á um síðufjöld-
ann. Ég hefði viljað hafa bókina enn þykkari.“
Mikilvægar upplýsingar um horfin býli
– Á þeirri rúmu öld sem bókin fjallar um hefur búskapur í landinu
breyst gríðarmikið og þessi byggð meira en margar aðrar.
„Jú jú, og ég upplifði það sjálfur. Kannski gat ég ekki skrifað al-
veg nógu mikið um það en samt skín það alls staðar í gegn, í sögnum
um fólkið og bæina. Í dag er bara búið kringum Reykhóla; það er á
Reykjanesinu, þar inn af, í Króksfirði, Geiradal og Gilsfirði. Hitt er
mestallt farið í eyði, Þorskafjörðurinn allur en svo eru Djúpidalur og
Gufudalirnir og Skálanes í byggð, þar fyrir vestan er engin heils-
ársbyggð. Í eyjunum er aðeins búið í Flatey.
Ég vildi sérstaklega varpa ljósi á horfin býli, eins og Teigsskóg,
Barm og Miðhús í Djúpafirði, Grónes og býlin í botni Kerlingar-
fjarðar. Stundum missti ég frá mér upplýsingar þegar fólk hreinlega
dó frá mér en það er ekkert hægt að gera við því. En mér fannst
mikilvægt að fjalla um horfnu býlin og þótti til dæmis vænt um að fá
myndir af fólkinu og húsinu í Teigsskógi, frá Hlíð í Þorskafirði og
Hjöllum þar í firðinum, svo ég nefni dæmi. Ég lagði ofuráherslu á að
fá upplýsingar um þessi horfnu býli. Þar var meira hulið fyrir fram-
tíðina.“
– Það hlýtur að hafa verið sérkennilegt að upplifa það að sjá bú-
skap hætta á hverri jörðinni á fætur annarri?
„Jú, fólkið fór og kvaddi. Ég lenti í því sjálfur, 1975 fórum við frá
Skálmarnesmúla. Þetta stendur manni nærri.“
Og Finnbogi annast einnig gamla kirkju þar heima, bændakirkju í
gamla kerfinu eins og hann segir. „Ég vil halda henni við eins og
kostur er, hún er í þokkalegu standi en þarf stöðugt viðhald.“
– Þegar búskapur breytist svona mikið, verður rit eins og þetta þá
ekki enn mikilvægara en ella, til að halda heimildum til haga?
„Það myndi ég telja,“ svarar Finnbogi. „Þetta er mjög mynda-
snautt hérað í söfnum landsins, það er erfitt að finna þaðan ljós-
myndir. Ég fann mjög fáa gullmola í myndasöfnum en mest fékk ég í
einkasöfnum af gömlum myndum. Ég þurfti að nota ættartölur til að
rekja mig í átt að myndum, hringja og falast eftir þeim. Þegar komið
er í þriðju kynslóð frá ábúendum er þetta stundum gleymt og glatað
en sums staðar náði maður í gamalt fólk, eldklárt, þess vegna eru
margar ævagamlar hópmyndir í bókinni. Þær koma frá þessu gamla
fólki, sem margt er komið yfir áttrætt eða nírætt. Það mundi nöfn
fólksins á myndunum.“ Þá hafi margir lesið textann yfir, komið með
góðar ábendingar og færir Finnbogi þeim þakkir fyrir.
Þetta er fyrsta bókin sem Finnbogi tekur saman en hann hefur áð-
ur skrifað greinar í Árbókina eins og áður segir. Finnbogi er annars
málarameistari og hefur húsamálun verið hans atvinna. Þetta er tals-
vert önnur iðja, að sitja við, grúska og skrifa. Hefur það ekki verið
gaman?
„Jú, þetta er mikið áhugamál. Ég held áfram að skrifa, byrjaði
strax eftir að bókin fór í prentun,“ segir hann. Og næst er það saga
kirkjunnar hans á Skálmarnesmúla sem birtist kannski í næstu Ár-
bók sögufélags sýslunnar.
Skálmarnesmúlakirkja, bændakirkjan sem Finnbogi annast um á æsku-
slóðum. „Ég vil halda henni við eins og kostur er,“ segir hann.
Ljósmynd/Finnbogi Jónsson
Sýningu Daníels Björns-
sonar, Bismút, lýkur í Kling &
Bang gallerí við Hverfisgötu í
dag, laugardag. Af því tilefni er
boðið til lokahófs þar klukkan 15 og
verður fagnað útgáfu ritsins „Hug-
leiðingar um verk Daníels Björns-
sonar og annað“ sem byggt er á við-
tölum sem Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir tók við hann.
2
hjá nútímamönnum. Við vorum að fljúgast á
öll kvöld og fyrir vikið lærði maður ekki
nokkurn skapaðan hlut, þetta var svo gaman.
Og hollt. Ég vil láta taka þetta upp á
skemmtistöðum, það þarf ekki nema tvær
dýnur. Svo tók ég jólapróf í landsprófi og
fékk 4,12. Ég sá að ég yrði að taka mig á,
hætti eftir jólin að mæta í tíma, sat heima
og reiknaði algebru sjálfur og fór svo á fæt-
ur um hádegi. Aldrei var gerð athugsemd
við það. Og við að mæta ekki í tíma hækkaði
ég upp í átta komma eitthvað …
Ég fór svo í MR og MA líka, kláraði stúd-
entinn þar, fór suður í læknadeildina og þar
breyttist ég í hálfgerðan fagidíót.“
Valgarður bjó næstum átta ár í London og
byrjaði ekki að fara aftur norður á æskuslóð-
irnar fyrr en hann flutti aftur heim, fór þá
með Ferðafélaginu, með læknastúdenta, fjöl-
skyldu og fleiri. Það hlóð utan á sig. Auk
þess að starfa sem læknir og vísindamaður á
sviði krabbameinsfræða hefur hann síðan
lengi fengist við að skrifa og sent frá sér
ljóð og sögur. Er það árátta?
„Það eru gen á bak við þetta. Faðir minn
skrifaði og bróðir minn Egill eðlisfræðingur
skrifaði og aftur í ættinni eru smiðir í
stórum stíl. Það er líkt að vinna í tré og í
orðum.“
– Ætlar þú að halda áfram og skoða æsku
og þinn heim í texta?
„Það getur vel verið. Margt er ósagt. Ég
hneigist líka til almennrar fræðimennsku,
sagnfræði og þjóðfræði þessa svæðis. Það er
skrítið, maður getur komið að þessu aftur og
aftur og skoðað það sífellt með nýjum aug-
um og séð eitthvað nýtt.“
– Ertu að bjarga heimildum og sögnum?
„Á ég ekki bara að svara því játandi?“
Það er ótrúlegt hvað veröldin hefur breyst mikið. Afi minn varð vitni að því þegar menn voru negldir. Það var gert ef einhverjir höfðu tekið líf sitt og
gengið aftur, þá voru þeir grafnir upp og járn neglt í iljar þeim,“ segir Valgarður Egilsson sem er hér í garði sínum og gefur fuglum.
Morgunblaðið/Ómar
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Hinni merku sýningu Silfur
Íslands er að ljúka í Þjóð-
minjasafninu. Um helgina
verður boðið upp á síðustu
leiðsögnina um hana þegar Þorbjörg
Br. Gunnarsdóttir sýningarstjóri
gengur kl. 14 á morgun, sunnudag,
með gestum um sýninguna í Bogasal.
4
Hin vinsæla og metnaðarfulla
jólasýning Árbæjarsafns
er sýnd í síðasta skipti fyrir
jól á sunnudag milli klukkan
13 og 17. Gestir fá að kynnast jól-
unum eins og þau voru hér áður fyrr.
5
Athyglisverðri sýningu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur
myndlistarkonu, sem búsett
er í Þýskalandi, lýkur í Týs-
galleríi, Týsgötu 3, nú um helgina.
Myndheimur Guðnýjar er draum-
kenndur og sýnir hún að þessu sinni
teikningar og þrívíð verk frá undan-
förnum tveimur árum.
3
Leikhópurinn Soðið svið hef-
ur í samstarfi við Þjóðleik-
húsið aftur tekið upp sýningar
á Hættuför í Huliðsdal eftir
Sölku Guðmundsdóttur. Þrjár
sýningar eru um helgina á þessari
skemmtilegu sýningu fyrir ævin-
týrafólk á öllum aldri.
MÆLT MEÐ
1