Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 4
Nær allt hækkar nema leikskólar Reykvíkingar munu finna fyrirgjaldskrárhækkunum borg-arinnar um áramót. Flestir liðir í gjaldskrám borgarinnar hækka um sem nemur væntanlegri verðbólgu eða um 3,4%. Sumt hækkar þó meira eða um 6-17%. Mest hækkun er á ýmsum leyfum sem tengjast mengunar- og heil- brigðiseftirliti. Þá hækka sorp- hirðugjöldin líkt og um síðustu áramót, en þau hafa nú hækkað um rúm 16% frá 2013. Stærstur hluti tekna Reykjavík- urborgar kemur til vegna útsvars borgarbúa. Hluti þeirra tekna sem borgin aflar kemur þó inn vegna ýmissa annarra gjalda sem lögð eru á þá sem nýta tiltekna þjón- ustu. Gjöldin endurspegla þó ekki endilega kostnað borgarinnar við að veita þjónustuna. Sorphirðugjöld hafa hækk- að um 16% frá 2013 Sorphirðugjöld eru ein þeirra leiða sem borgin fer til að afla tekna. Sé miðað við hina hefðbundnu svörtu tunnu þá var gjald af henni 18.600 krónur á ári fyrir hækkunina sem var gerð um síðustu áramót. Með hækkuninni um þessi áramót fer gjaldið úr 20.400 í 21.600 krónur. Húsfélag sem greiðir af fjórum slíkum tunnum á ári þarf því að greiða 12.000 krónum meira fyrir umhirðu þeirra til borgarinnar en það gerði á síðasta ári. Algengast er að verð á þjónustu hækki um 3-4%. Sá sem nýtir sér einstaka þjónustuþætti finnur því lítið fyrir hækkuninni, en þegar allt er lagt saman gæti buddan orðið ögn léttari. Gjald í sund fyrir fullorðna hækkar úr 600 í 650 krónur, gjald fyrir börn hækkar úr 130 í 140 krónur og bókasafns- skírteini hækkar úr 1.700 krónum í 1.800 krónur. Þá hækkar þjónusta við eldri borgara sem nemur vísi- töluhækkun, s.s. gjald fyrir heims- endan mat og gjald fyrir fé- lagsstarf. Gjald fyrir börn á frístundaheim- ilum borgarinnar hækkar líkt og annað. Bæði skólamáltíðir og mál- tíðir á leikskólum hækka einnig. Gjald fyrir barn á frístundaheimili fyrir fimm daga vikunnar fer úr 11.940 krónum í 12.350 krónur. Hækkun matar étur upp lækkun leikskólagjalda Í frétt sem skrifuð var á vef borg- arinnar í tilefni af gjaldskrárhækk- unum fyrir nokkru var sett í fyr- irsögn að leikskólagjöld yrðu lækkuð. Það er í sjálfu sér rétt að sjálft námsgjaldið á leikskóla lækk- ar um 6,2-6,4%. Hins vegar hækk- ar fæðisgjald um 3,2-3,4% sem þýðir að í raun lækkar reikningur foreldra alls ekki um fyrrnefnd 6,2- 6,4% þar sem flest börn eru í fæði í leikskólum. Hækkun matarins ét- ur þannig upp um helming lækk- unarinnar og reikningur foreldra lækkar því minna en borgin boðar í sínum fréttaflutningi. Þrátt fyrir að gjaldskrárhækk- anir Reykjavíkurborgar um áramót þýði að foreldrar greiði meira fyrir mat á leikskólum og í grunnskólum þá er það engu að síður svo að miðað við áætlun ver borgin minna fé til kaupa á mat handa börnum í leik- og grunnskólum borgarinnar. Samkvæmt rauntölum fyrir árið 2013 lagði borgin 1.019 milljónir króna í hráefniskaup fyrir leik- og grunnskóla, áætlun fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir 1.206 milljónum króna en á næsta ári er áætlað að hráefni fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla borgarinnar kosti 1.178 milljónir, sem er 28 milljóna króna lækkun frá því í ár. Maturinn er því ódýrari fyrir borgina en dýrari fyrir foreldra. Hvað frístundaheimilin varðar þá var sú breyting gerð um síðustu áramót að borgin fækkaði starfs- fólki með því að auka hámarks- fjölda barna á hvern starfsmann. Um þessi áramót hækka svo gjöld- in á frístundaheimili um 3,4%. Þjónusta hefur því verið dregin saman á árinu en gjöld fyrir hana verða engu að síður hækkuð. Foreldrar greiða meira fyrir mat handa börnum sínum í leikskólum og grunnskólum frá áramótum þótt námsgjald á leikskólum lækki. Morgunblaðið/Brynjar Gauti GJALDSKRÁR REYKJAVÍKUR HÆKKA UM ÁRAMÓT. ALGENGAST ER AÐ VERÐ Á ÞJÓNUSTU BORGARINNAR HÆKKI UM 3,4% EN SUMT HÆKKAR MEIRA. LEIKSKÓLAGJÖLD ERU ÞAÐ EINA Í GJALDSKRÁM BORGARINNAR SEM LÆKKAR. MATARREIKNINGUR FORELDRA LEIK- OG GRUNNSKÓLABARNA HÆKKAR. Sorphirðugjöld hækka um áramót líkt og um síðustu áramót. Árgjald fyrir svarta tunnu hefur hækkað úr 18.600 krónum á ári í 21.600 krónur frá 2013. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Einstæðir foreldrar, öryrkjar og námsmenn í Reykjavík fá afslátt af leikskólagjöldum og greiða raun- ar minna fyrir leikskólavist barna sinna en víðast hvar annars stað- ar. Þegar börn þeirra færast upp um skólastig – og gjöldin sem greiða þarf til Reykjavíkur eru ekki fyrir leikskóla heldur fyrir frístundaheimili og skólamáltíðir – þá er enginn afsláttur. Ekkert samræmi er í afsláttarkerfum milli skólastiga. Einstæðir foreldrar, öryrkjar og námsmenn þurfa því að greiða meira til Reykjavíkur fyr- ir samfelldan dag barns með fæði í skóla og frístund en á leik- skóla. Um áramót eykst þessi munur því breytingar á gjald- skrám fela í sér lægri leik- skólagjöld en hærri gjöld á frí- stundaheimili. Munurinn á því að vera með barn á leikskóla og á frístundaheimili, fyrir þá sem njóta afsláttar á leikskólastigi, eykst þar með enn meira, þ.e. afsláttarhópurinn greiðir enn minna en áður fyrir leikskóla og enn meira en áður fyrir frí- stundaheimili. 80 þúsund krónum meira í frístund en leikskóla Sem dæmi greiðir einstætt for- eldri með barn á leikskóla nú 15.320 krónur fyrir 8 klukku- stunda vistun og fullt fæði. Á næsta ári lækkar greiðslan niður í 14.560 krónur á mánuði. Ef við gefum okkur að barnið hefji skólagöngu á næsta ári þarf einstæða foreldrið að reiða fram 22.720 krónur á mánuði eftir að skólagangan hefst í stað 21.990 króna nú, fyrir frístunda- heimili og fullt fæði. Greiðslur til borgarinnar hækka því um 8.160 krónur á mánuði, eða um yfir 80 þúsund krónur fyrir skólaárið við það að barnið færist upp um skólastig. Sama gildir ef annað foreldri er öryrki, báðir for- eldrar eru í námi eða annað for- eldri starfar á leikskóla í Reykja- vík. Í dæminu er miðað við 8 klst. vistun á leikskóla og fullt fæði, þ.e. morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu. Á grunn- skólastigi er miðað við frí- stundaheimili fimm daga vik- unnar, hádegismat í skólanum og síðdegishressingu. Þær upplýsingar fengust hjá Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs, að vinna standi yfir við að samræma gjaldskrár og afslætti. Hugmyndir hafa komið upp um að gjaldið verði tekjutengt og tekið verði upp samræmt afsláttarkerfi milli skólastiga. Um áramót verður sú breyting gerð að systkina- afsláttur gildir milli skólastiga, sem er nýjung hjá Reykjavík- urborg en mörg önnur sveitar- félög hafa tekið upp. ENN MEIRI MUNUR FYRIR EINSTÆÐA FORELDRA *Um áramót hækka gjöld fyrir börn á frístundaheimili íReykjavík. Fimm daga vistun hækkar um rúm fjögurþúsund yfir skólaárið. Skólamáltíðir hækka um tvö þúsund. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.