Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Tónlistarfólkið Svavar Knútur Kristinsson, Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir kemur fram á þrennum tónleikum á Norðurlandi næstu daga. Hyggjast þau flytja hugljúf og falleg jólalög, mörg hver í nýjum útsetningum flytjendanna þriggja og sjá þau jafnframt alfarið um allan hljóð- færaleik. Fyrstu tónleikarnir verða í menningar- húsinu Bergi á Dalvík á morgun, sunnudag, klukkan 16. Gestur þeirra tónleika er söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir. Klukkan 20.30 sama dag koma þremenn- ingarnir fram í Húsavíkurkirkju og síðustu tónleikarnir verða í Blönduóskirkju á mánudagskvöldið klukkan 20. SVAVAR, HJALTI OG LÁRA SÓLEY FYRIR NORÐAN Lára Sóley Jóhannsdóttir kemur fram á tónleik- unum með Svavari Knúti og Hjalta Jónsssyni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Söngsveitin Fílharmónía kemur fram á tvennum jólatónleikum í desember, þeim fyrri í kvöld. . Fyrri jólatónleikar söngsveitarinnar Fílharm- óníu verða í Háteigskirkju í dag, laugardag, og hefjast klukkan 20. Á jólatónleikunum í ár flytur kórinn íslensk og erlend jólalög í bland við aðra hátíðlega tónlist. Kórinn fær nú sem endranær eð- altónlistarfólk til liðs við sig á jólatónleikum. Einsöngvari með kórnum á hvorumtveggju tónleikunum er tenórinn Elmar Gilbertsson sem sló í gegn í óperu Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiði. Meðleikari á hörpu er Sophie Schoonjans, Magnús Ragnarsson stjórnar. Seinni jólatónleikar Fílharmóníu verða í Kristskirkju við Landakot 29. desember kl. 20. SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA JÓLATÓNLEIKAR Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður opnar á sunnudag klukkan 17 sýn- ingu í Gallerí Skilti, Duggu- vogi 3. Sýninguna kallar Helgi „Upplýsingin spegl- ast í augunum“. Gallerí Skilti er sýning- arrými utan á og inni í húsi Birgis Snæbjörns Birgis- sonar myndlistarmanns og Sigrúnar Sigvaldadóttur hönnuðar og hafa ís- lenskir og erledir listamenn sett þar upp verk á síðustu árum. Samtímis verður fagnað útgáfu nýrrar bók- ar eftir Helga Þorgils er nefnist „Menning- arferð frá R. til N. til Namibíu og aftur til R.“ Verkið á sýningunni sem og bókin fjalla um menningarferð listamannsins til Namibíu fyr- ir ári en honum var boðið af þýska ríkinu. Bókin er sambland af bók og myndverki og í íbúð listamannanna gefur að líta málverk á viðarkubbum, sem eru sýnd sem skúlptúrar. SÝNING Í GALLERÍ SKILTI HELGI Á SKILTI Helgi Þorgils Friðjónsson Þetta er ástríða. Það var hugsjónavinna að gera þessabók,“ segir Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla,ritstjóri og aðalhöfundur hins afar veglega Vest- fjarðarits IV er nefnist Hjalla meður græna – Austur- Barðastrandarsýsla 1900-2012. Bókin er alls 624 blaðsíður og með yfir eitt þúsund ljósmyndum. Þegar Finnbogi er spurður um ástæðu þess að hann réðst í þetta mikla og metnaðarfulla verk segir hann að árið 1989 hafi komið út ágætlega ítarlegt ábúendatal um héraðið en sér hafi þótt myndirnar í því fáar. „Ég fór í framhaldi af því að safna saman myndum og upplýsingum úr héraðinu,“ segir hann. Finnbogi fékk sér góða ljósmyndavél árið 1995 og byrjaði að mynda bæina í sýslunni. Hugsaði sér kannski að skrifa um svæðið einhvern tíma en ekki á þennan hátt. Síðan 2004 hefur hann skrifað talsvert í Árbók Barðastrandarsýslu. Það varð vafalaust til að Birkir Friðbertsson, formaður Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða, réð Finnboga til þessa verks sumarið 2012. „Ég ek oft vestur og hef tekið myndir í leiðinni, er uppalinn þarna, á Skálmarnesmúla. Við Þuríður Kristjánsdóttir kona mín, sem hefur unnið verkið með mér á öllum stigum, erum mikið þarna á sumrin, erum þar með sumarhús.“ Augljóst er að mikil vinna og alúð hefur verið lögð í myndatökurnar í áranna rás. Síðan hefur Finnbogi þurft að leggjast í grúsk til að ná í allar þessar upplýsingar um jarðir og ábúendur. Í hverju fólst það helst? „Til var grind að ábúendatali, tekið saman af Haraldi Þorsteinssyni. Ég þurfti að nýta mér söfnin og grúska á netinu. Þjóðskjalasafnið og Þjóðarbókhlaðan geyma miklar heimildir, auk þess sem ég heimsótti ættfræðiþjónustu ORG, ljósmyndasafn Þjóðminjasafns og fleiri. Svo átti ég heilu stafl- ana af skjölum. Eftir að börnin fluttu út lagði ég eitt herbergið undir staflana, nú er ég að tína úr því og laga til eftir þessa vertíð,“ segir Finnbogi og brosir. Jarðirnar sem koma við sögu eru rúmlega níutíu talsins en Finn- bogi segir þó að það fari eftir því hvað sé talið. „Sum kotin voru svo BÓK UM AUSTUR-BARÐASTRANDARSÝSLU Hugsjónavinna skilar sér í bók Höfundurinn, Finnbogi Jónsson, ungur á Allis-Chalmers, fyrstu dráttarvélinni sem kom á Múlanesið, árið 1952. „ÞETTA ER MIKIÐ ÁHUGAMÁL,“ SEGIR FINNBOGI JÓNSSON FRÁ SKÁLMARNESMÚLA UM SKRIFIN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Menning Ég hugsaði þetta í upphafi alls ekki semævisögu heldur fyrst og fremst semveraldarlýsingu. Ég vildi lýsa þeirri veröld sem ég fæddist inn – síðasti hlutinn er lýsing á veröldinni sem maður deyr frá. Það er lýst breytingunni sem verður á ver- öldinni á einum mannsaldri,“ segir Valgarður Egilsson, læknir og skáld, um nýja bók sína, Steinaldarveisluna. Í henni eru spunnir þræðir um fólk og landslag í héruðum á skaganum austan Eyjafjarðar, þar sem höf- undurinn sleit barnsskónum. Sum byggð- arlög eru komin í eyði fyrir löngu. Saga Val- garðs sjálfs er límið í frásögninni en hann kemur víða við og segir frá fólki sem og hugmyndum um lífið. „Seinni hluti bókarinnar er að hluta til við- vörun til mannkyns, að fara nú ekki illa með þau heimkynni sem maðurinn á,“ segir hann. „Ég vann sjálfur við mengunarfræði í Lond- on í gamla daga og það gaf mér innsýn í þau mál. Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu í þeim efnum. Mengun getur valdið sjúkdóm- um og ef við erum í óhreinu umhverfi fæðast ekki jafn heilbrigð börn og ella …“ Valgarður fjallar talsvert um þann for- vitnilega heim sem hann fæddist inn í og hefur breyst gríðarlega mikið. „Óheyrilega mikið, já. Ég velti mörgu þar fyrir mér, eins og uppeldisaðstæðum. Ég segi frá því að ég kom fullorðinn maður til Kína og þar var okkur sýndur leikskóli. Í því landi hefur hvert barn kannski sex eða sjö fermetra að leika sér á, í æsku höfðum við heila 400 ferkílómetra fyrir norðan. Heilan skaga og nutum þess óspart.“ – En þrátt fyrir allt þetta pláss fór sá skagi í eyði, þar var ekki framtíð fyrir fólkið. „Nei, síldin og seinna stríðið olli því að fólk flutti og yfirgaf þessar gömlu byggðir. Síldin gaf peninga og stríðið gaf bæði tækni og peninga og þetta skýrir hvers vegna fólk- ið flutti. Frá náttúrunnar hendi eru dálítið erfiðar aðstæður þarna, það kom aldrei veg- ur í Fjörður né sími, og varla að hjólið kæmi þangað. Reyndar kom útvarp fljótlega eftir 1930.“ Hvert er hann að fara þegar hann talar um steinaldarveislu? Er það samtíminn? „Að baki heiti bókarinnar er eitilhörð erfðafræði. Á þúsund árum breyttist mað- urinn ekki neitt erfðafræðilega, á fimm þús- und árum praktískt talað ekki neitt heldur. Með öðrum orðum erum við eins og steinald- armenn að erfðum. Sem sé erum steinald- armenn. Svo getum við sagt að steinaldarmenn ákváðu að halda mikla veislu sem stóð í svona þrjú hundruð ár og nú eru sum veislu- föng á þrotum. Þá á ég við lúxusinn síðustu aldir hjá sumum þjóðum.“ Þessar byggðir byggjast aftur Þegar Valgarður er spurður að því hvort horfa megi á líf og dauða byggðanna fyrir norðan sem hann skrifar um, sem táknmynd hins stóra heims, segir hann: „Ekki endilega. Þessar byggðir fara í eyði af allt öðrum ástæðum. Fólkið sótti í léttara líf, það hafði verið mikið púl, lífið á þessum slóðum. Hins vegar er ég alveg viss um að þessar byggðir muni byggjast aftur og það innan þrjátíu ára. Flateyjardalur mun byggjast.“ Valgarður hefur um árabil leitt vinsælar ferðir á þessar slóðir þar sem fólk snýr heim margs fróðara. Hefur það hvatt hann til að skrifa um þennan horfna heim? „Vissulega. Ætli þetta sé ekki einhvers konar kennslugen. Eða trúboð. Það eru for- réttindi að fá að sýna fólki þetta land, enda er mikil saga á þessum slóðum. Eitt er há- karlaöldin, sem er á 19. öld og á sér þá blómaskeið; annað er að á Látrum á Látra- strönd er bókmenntavin á 18. öld. Þar býr Látra-Björg, Björg Einarsdóttir, og annað höfuðskáld, Þorlákur Þórarinsson á sama tíma. Við getum haldið áfram, þar verður til allur efniviður í bækurnar Virkir dagar, ævi- sögu Hákarla-Sæmundar eða Látra- Sæmundar sem Hagalín tók saman, og þar á rætur Theódór Friðriksson rithöfundur. Auðvitað lifði fólk þarna sínu lífi – það var ef til vill dálitlu erfiðara en hjá okkur inni í Höfðahverfi, og erfiðara en er nú hjá okkur hér í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er ótrúlegt hvað veröldin hefur breyst mikið. Afi minn varð vitni að því þegar menn voru negldir. Það var gert ef einhverjir höfðu tekið líf sitt og gengið aftur, þá voru þeir grafnir upp og járn neglt í iljar þeim. Þetta var að gerast fram yfir 1870, var æva- forn aðferð og dugði yfirleitt nokkuð vel … Og annað, sem krakki þekkti ég gamla konu sem var fædd 1854 og þegar hún var tíu ára átti hún vini sem voru fæddir fyrir móðuharðindi og frönsku byltinguna. Svona er þetta stutt – og nú erum við að upplifa tækniheiminn sem enginn veit hvert fer með okkur.“ Holl áflogamenning – Hvenær fluttir þú að heiman? „Ég fór í skóla fimmtán ára gamall og var lítið þarna eftir það. Ég fór sáralítið í skóla á barnsaldri, lærði nánast bara af eldri systkinum og það var bæði fljótlegra og skemmtilegra. Ég fór nokkrar vikur í skól- ann á Grenivík og lærði þar tvennt, annars vegar að það eru tvö l í heitinu Halldór og hinsvegar að Saskatchewan er heiti á héraði í Kanada. Næstu tvö ár fór ég í héraðsskóla; á Laugarvatni var óskaplega holl áfloga- menning sem þyrfti að taka upp sem íþrótt Í STEINALDARVEISLUNNI MIÐLAR VALGARÐUR EGILSSON SÝN Á FÓLK, SKEPNUR, LAND OG GRÓÐUR Flugumst á öll kvöld „ÉG VILDI LÝSA ÞEIRRI VERÖLD SEM ÉG FÆDDIST INN,“ SEGIR VALGARÐUR EGILSSON, LÆKNIR OG SKÁLD, UM NÝJA BÓK ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM EYÐIBYGGÐIR AUSTAN EYJAFJARÐAR ÞAR SEM HANN ÓLST UPP. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * … aftur í ættinnieru smiðir í stórumstíl. Það er líkt að vinna í tré og í orðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.