Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 25
einni saman. Það er einnig ágætt að setja sér raunhæf
markmið.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að
finna sér hreyfingu sem því þykir skemmtileg og að gefa
sér tíma til að stunda hana.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég er
alltaf á hreyfingu, ef ég er ekki að hlaupa á eftir og með
börnum, þá er ég uppi á fjöllum, í jóga og á skíðum eða
jafnvel að hoppa og skoppa á trampólíninu með krökk-
unum mínum og svo finnst mér ofboðslega gaman að
fara í æfingabúðir í karate hérlendis og erlendis.
Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já ég
er það, en ég er ekki hrifin af neinum svona kúr-
um, prótíndufti eða þess háttar. Ég trúi á að
borða reglulega fjölbreyttan og hollan mat og
taka lýsi.
Hvaða óhollusta freistar þín? Þessa
stundina er það graflaxsósan með heima-
grafna laxinum sem maðurinn minn út-
býr alltaf um jólin.
Hvaða gildi hefur karate fyrir þig?
Mér þykir afskaplega vænt um íþrótt-
ina mina og karate á alltaf eftir að fylgja
mér. Þetta er ákveðin tenging á milli lík-
ama og huga og til dæmis byrjar og endar
hver karatetími á örlítilli hugleiðslu og það
er svo mikil útrás og lífskraftur sem fylgir
karate. Út frá karate hef ég einnig fund-
ið mig í jóga og er auk þess aðeins að
byrja að læra tai chi.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar?
Móðir mín er mín helsta fyr-
irmynd, en svo á ég einnig marg-
ar aðrar fyrirmyndir, bæði í
vinum mínum, fjölskyldu og
öðru fólki. Það er enginn einn
sem hægt er að benda á
frekar en annar, heldur
reyni ég að lifa lífinu þann-
ig að ég tileinki mér það
sem höfðar til mín og ég
er sammála og líður vel með.
S
ólveig Krista Einarsdóttir hefur æft karate í Ka-
ratefélaginu Þórshamri í rúm 20 ár og er hæst
gráðaða konan á Íslandi með 3. dan eða þriðja
svarta beltið. Ásamt því að hafa kennt karate í 17
ár er hún líffræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík,
jógakennari og fjögurra barna móðir.
Íþróttagrein: Karate.
Ertu búin að æfa lengi? Ég byrjaði haustið 1993, þá þrett-
án ára gömul, þannig að það er rúmt 21 ár síðan ég byrj-
aði.
Hversu oft æfir þú í viku? Þessa önn hef ég ekki
náð að sinna íþróttinni eins oft og ég hefði viljað, en
það er mikið að gera á stóru heimili og ég hef látið
það duga að þjálfa/kenna karate tvisvar í viku, en
stefni á að fjölga æfingunum í
vor, þar sem ég er búin að lofa
mér í hópkatakeppni núna í
mars, sem er viss hvatning fyrir
mig. Annars er ég alltaf í karate
ef svo mætti segja. Ég er oft að
kýla og sparka út í loftið hér
heima og svo hafa eldri strákarnir
mínir gaman af því að æfa smák-
arate með mömmu sinni heimavið.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Að
hafa gaman af því sem maður er að gera.
Ég hef alltaf haft gaman af því að mæta
á æfingar og sprikla og sparka í öll
þessi ár og ef mér líður vel af því að
mæta á æfingar, þá finnst mér
góðum árangri náð.
Hvernig er best að koma sér
af stað? Fyrst kemur hug-
myndin og svo þarf bara að
framkvæma hana, ég held
að það sé það mikilvæg-
asta, það er, að fram-
kvæma það sem okkur
dettur í hug. Stundum virkar
það og stundum ekki, en það er
betra að láta á það reyna í stað
þess að sitja á hugmyndinni
KEMPA VIKUNNAR SÓLVEIG KRISTA EINARSDÓTTIR
Útrás og lífskraftur í karate
komst ekki upp með annað en að
taka á þessu. Ég endaði á því að
fara niður á spítala í byrjun árs
2010 og var komin vikuna á eftir á
fund á BUGL. Ég fann mig ekki
þarna og sá ekki fram á að ég
myndi ná árangri þar. Allt í einu
varð ég ákveðin í því að gera þetta
sjálf og ætlaði að sanna að ég gæti
þetta. Ég hafði samband við þjálfara
hjá Boot Camp og hann hjálpaði
mér að vinna mig út úr þessu,“ seg-
ir hún en ítrekar að þetta hafi verið
hennar leið.
Vildi ekki missa hreyfinguna
„Ég vil sýna fram á að það séu til
fleiri en ein leið. Það þurfa ekki allir
að leggjast inn á spítala eða aðrar
stofnanir. Ég var líka komin með
teymi í kringum mig sem var ekki
að fara að gefa neitt eftir,“ segir
hún.
„Ég ætlaði að ná að stunda
íþróttir aftur og það var mín gulrót
í þessu öllu saman, að ég gæti farið
að æfa aftur. Maður getur ekki gert
mikið í þessum lágpunkti og þarf að
vinna sig alveg upp frá grunni. Ég
gat ekki gert armbeygjur eða tekið
stöngina í bekk. Til að byrja með
voru þetta æfingar með létt hand-
lóð. Ég gat ekki hitað upp og þetta
voru því aðeins styrktaræfingar. Ég
fékk prógramm sem ég fylgdi og
fann að ég gat ekki bætt við það
eins og ég reyndi að gera, ég hafði
ekki burði til þess,“ segir hún en
Biggi, Arnaldur Birgir Konráðsson,
þjálfari hjá Boot Camp, var henni til
halds og trausts. „Það er mikilvægt
að hafa einhvern að vinna með sér
og ræða hlutina við.“
Í hefðbundnari meðferð hefði
hreyfingin alveg verið tekin af henni
og það gat hún ekki hugsað sér.
„Það er ekki hægt að taka allt það
af einstaklingnum sem honum þykir
vænst um og þetta var það sem mér
þótti vænst um. Bara það að geta
æft eitthvað var ákveðinn öryggis-
ventill fyrir mig. Ég vildi ná heilsu á
ný og stillti hugarfarið á það.“
Hún telur sig læknaða og ekki
vera í meiri hættu en aðrir á að
þróa með sér átröskun. „Það er
mjög langt síðan þessi hugsun kom
upp hjá mér, eitthvert samviskubit
yfir mat. Ég er búin að vinna mikið
í sjálfri mér.“
Bataferlið tók samt tíma. „Ég átti
það til að vera fljót á mér og hugs-
aði þegar ég var orðin 50 kg að nú
væri þetta komið. Viðmiðið var á
endanum 55-58 kg og ég hef haldið
þeirri þyngd lengi. Batinn hefur
verið í góðum farvegi í rúmlega þrjú
ár og í byrjun árs 2015 verða fimm
ár síðan bataferlið hófst.“
Ekki átröskunarsjúklingur að
eilífu
Bókina skrifaði hún að stórum hluta
þegar hún dvaldi í Kalilforníu sem
au-pair eftir útskrift úr menntaskóla
en hún tók sér árs hlé frá námi.
„Ég fór í naflaskoðun og gat unnið í
sjálfri mér og endurskoðað hlutina.
Ég var pínu hrædd við að fara burt,
teymið mitt var á Íslandi en í raun-
inni kom mér á óvart hvað ég var
ákveðin og viljug í að halda árangr-
inum og ég er það ennþá. Ég ætlaði
ekki að láta neitt stoppa mig í bat-
anum. Ég ætla ekki að láta skil-
greina mig sem einhvern átrösk-
unarsjúkling að eilífu. Þetta var
bara ákveðið tímabil og frá mínum
bæjardyrum séð er því lokið.“
Næringarfræðin er að mörgu
leyti rökrétt val fyrir Birnu. „Mér
finnst þetta mjög skemmtilegt og
hef lengi haft mikinn áhuga á nær-
ingarfræði. Mín hugsun með þessu
er að geta miðlað til annarra með
sérfræðiþekkingu að baki.“
Að námi loknu sér hún fyrir sér
að hjálpa átröskunarsjúklingum.
„Það er mikill skortur á mögu-
leikum fyrir átröskunarsjúklinga til
að ná bata. Það er bara eitt mót
sem allir eru settir í og ef þú passar
ekki í það er ekkert víst að þú getir
fundið þér eitthvað annað.“
Eftir að bókin kom út hafa ein-
staklingar leitað til hennar og hún
unnið með þeim. „Vandinn er virki-
lega til staðar,“ segir hún en hún
hefur hvað mestan áhuga á að ná til
unglinga í íþróttum og þjálfara
þeirra.
„Ég hef aðeins verið að ræða við
þjálfara og haldið fyrirlestra um
þessa reynslu. Skilaboðin eru til
allra, ekki síst þjálfara og foreldra,
að vera vakandi fyrir þessum ein-
kennum,“ segir hún en það er stutt
á milli þess að metnaður verði að
þráhyggju.
„Við höfum ekki gert okkur grein
fyrir því hve þetta er alvarlegt
vandamál. Átröskun er sjúkdómur
sem hægt er að deyja úr ef þetta
gengur of langt.“
Birna æfir ennþá. Hún leggur
mesta áherslu á utanvegahlaup á
sumrin og keppir í þeim. Hlaupin
eru enn hennar aðalsmerki en hún
hefur líka keppt í ýmsum þrekmót-
um og kraftlyftingum.
„Þótt það sé auðvitað óæskileg
upplifun að glíma við átröskun hefur
þetta samt kennt mér margt um
sjálfa mig; ég veit hvar mín tak-
mörk liggja og hef unnið mikið í
mínum hugsunum.
Skilaboðin í bókinni eru ekki þau
að íþróttir séu hættulegar, eins og
hún er stundum spurð að. „Íþróttir
eru af hinu góða og við þurfum að
hreyfa okkur og hugsa um að nær-
ast vel.“
Morgunblaðið/Golli
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Ráðlagt magn flúortannkrems og styrkur flúors í tannkremi fer eftir
aldri barnsins. Magn tannkrems samsvarar ¼ af nögl litlafingurs á barni
yngra en 3 ára (1.000-1.350 ppm F), nöglinni á litlafingri barns 3-5 ára
(1.000-1.350 ppm F) og 1 cm fyrir sex ára og eldri (1.350-1.500 ppm F).
Ekki nota of mikið tannkrem*Það er enginn vegur til frið-ar. Friður er vegurinn.A.J. Muste
SKÖTUVEISLA23.DES
Skútan
ÍHÁDEGINUÁÞORLÁKSMESSU
Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu í veislus
al okkar.
Boðið verður upp á Skötu fyrir amlóða upp í fullste
rka.
Vinsamlega pantið tímalega í síma 555-1810.
MATSEÐILL
Mild og sterk skata
Tindabikkja
Skötustappa tvær tegundir
(vestfirsk og hvítlauks stappa)
Saltfiskur
Plokkfiskur
Síldaréttir tvær tegundir
Að sjálfsögðu verða á boðstólum sjóðandi heitir hamsar
og hnoðmör,
hangiflot, kartöflur, rófur, smjör og rúgbrauð.
Eftirréttur.
Jólagrautur með rúsínum og kanilsykri
www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Verð kr. 3.600
Húsið opnar kl 11:30.
Verð fyrir fyrirtæki sem eru í hádegisáskrift hjá okkur
er kr. 3.000. Þarf að panta fyrirfram.
Óskum öllum
gleðilegra
jóla og farsæls
komandi árs.pr.mann
Morgunblaðið/Ómar