Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Heilsa og hreyfing „Til að byrja með fékk ég mikið lof fyrir metnaðargirni mína á hlaupa- brautinni. Ég hljóp alltaf aðeins lengra en hinar stelpurnar í íþrótt- um í skólanum. Ég heyrði líka oft frá öðrum hlaupurum að það væri munur að vera svona léttur í hlaupunum. Mér fannst ég alveg vera með þetta og magnaðist upp í þessu. Ég var orðin að þessari ög- uðu, grönnu og einangruðu hlaupaímynd. Ég var með hlaup, æfingar og mat- aræði á heilanum og það háði mér hvað ég var metnaðarfull. Oft æfði ég alla daga vikunnar og það miðaðist allt við næstu æfingu. Ég hljóp 60-80 kílómetra á viku og fór að trúa því að með því að léttast enn frekar gæti ég hlaupið hraðar. Það var formúla sem virtist ganga upp fyrir mér. Smátt og smátt vandi ég mig á að skammta mér minna en áður á diskinn og skilja eftir. Alltaf orðin södd. Sú venja féll ekki í kramið hjá foreldrum mínum sem höfðu alið okkur systur upp í því að maður ætti alltaf að klára af disk- inum sínum. Ég var bara södd eða sagðist hafa borðað ekki svo löngu fyrir matinn. Ég borðaði þetta en ekki hitt og þurfti að vita nákvæm- lega hvað var í matnum. Ég notaði kvöldæfingar sem afsökun fyrir því að sleppa kvöldmat og eftir þær taldi ég að það væri of mikið að borða heila máltíð áður en ég færi að sofa. Þetta er eins og að byggja kast- ala úr kubbum. Kastalinn hækkar og hækkar þar til hann fer að vagga og það má varla anda nálægt honum. Svo hrynur kastalinn og kubbahrúgan liggur eftir. Kastalinn minn náði hámarks- hæð þann 24. október 2009. Ég fór á vigtina um morguninn. Þar blasti við talan 48 kíló. En ég er 171 sentrimetri á hæð. Á skömm- um tíma hafði ég lést um sjö kíló og var greinilega á réttri leið. Ég sigraði í kvennaflokki í hálfu mara- þoni í Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara á tímanum 1:27,36 þennan dag. Náði mér þar með í Íslandsmet í aldursflokki. Eftir hlaupið varð ég mjög svekkt þegar ég fór aftur á vigtina. Þetta voru ekki nema skitin hundrað grömm í mínus. Ég drakk endurheimtardrykk sem mér var skipað að koma niður eftir hlaup- ið. Hann hlaut að hafa haft þessi áhrif á vigtina. Sá drykkur taldi ein- hverjar 100-200 hitaeiningar og fannst mér því alveg yfirdrifið nóg að fá mér 170 grömm af lífrænni AB-jógúrt og þunna brauðsneið með kotasælu þegar heim var komið. Meira gat ég ekki þurft eft- ir tuttugu og einn kílómetra á hlaupum. Ég átti í nánu og leynilegu sam- bandi við vigtina inni á baðher- bergi. Ég vaknaði snemma á hverj- um morgni, læsti mig inni á baði, háttaði mig og tók stöðuna. Þetta gerði ég aftur eftir æfingu seinni- partinn eða um kvöldið og ávallt með það að markmiði að vera í sömu þyngd eða léttari en um morguninn. Ef markmiðinu var náð vissi ég að ég væri á réttri leið. Þessu sambandi við vigtina hélt ég algjörlega út af fyrir mig og þvertók fyrir að ég færi reglulega á hana, hvað þá oft á dag. Á sunnudögum tók ég oftast löngu æfingarnar mínar, 14-20 kílómetra löng hlaup. Ég fór helst aðeins lengra en prógrammið sagði til um og bætti iðulega við löngum þrekhring. Ég átti mína uppáhaldsleið sem liggur úr Grafarholtinu í gegnum Grafarvog og niður í Laugardal. Ég var oftast vöknuð fyrir klukkan sjö á sunnudögum og fékk mér hálfan banana. Á þessum 50-60 hitaein- ingum fór ég af stað á þessar löngu æfingar mínar um áttaleytið. Svo hringdi ég heim rétt fyrir hádegi og lét sækja mig. Þá tók við sturta og síðan létt máltíð. 170 grömm af líf- rænni AB-jógúrt og þunn brauð- sneið með mögru áleggi varð mjög oft fyrir valinu. Það sem eftir lifði dags var ég stöðugt á tánum. Ég borðaði kannski ávöxt seinnipart- inn og reyndi að komast upp með að borða sem minnst um kvöldið og gat alls ekki hugsað mér að borða eftir kvöldmat. Heildarinntekt yfir daginn taldi 800-1000 hitaeiningar. Á virkum degi gat hún farið upp í 1500 hita- einingar og stýrðist ég svolítið mikið af vigtinni þegar kom að skammtastærðum. Ef ég hélt vigt eða var að léttast þá hafði ég efni á meiru. Ég varð alltaf mjög reið ef ein- hver sagði eitthvað um að ég væri orðin of mjó. Hafði fólk ekki séð langhlaupara á ólympíuleikunum? Svona eru bara langhlauparar.“ Úr bókinni Molinn minn MEÐ HLAUP, ÆFINGAR OG MATARÆÐI Á HEILANUM „Svona eru bara langhlauparar“ B irna Varðar sendi nýlega frá sér bókina Molinn minn þar sem hún segir frá glímu sinni við íþrótta- átröskun og leiðinni til bata. Hún varð fyrir einelti í fjórða og fimmta bekk grunnskóla og þjáðist af brot- inni sjálfsmynd í kjölfarið. Hún fór að æfa hlaup þrettán ára gömul og gekk vel, hún vann til verðlauna og framfarirnar voru miklar en árið 2009 missti hún tökin á mataræðinu og æfingarnar stigmögnuðust. Saga Birnu er mögnuð og lestur bók- arinnar er grípandi. „Ég vildi koma þessu frá mér með skrifum, það er mín leið,“ segir Birna sem hefur í gegnum tíðina skrifað stutta pistla og haldið dag- bók. Er ekki að alhæfa um sjúkdóminn „Ég settist niður og fór að skoða or- sakirnar fyrir því að ég þróaði með mér sjúkdóminn. Ég tala bara út frá minni reynslu í bókinni og er ekki að alhæfa um sjúkdóminn. Át- röskun hefur ýmsar birtingar- myndir. Hver saga er einstök,“ seg- ir Birna. Sú tegund af átröskun sem hún þjáðist af kallast íþrótta- átröskun (e. anorexia athletica) og byrjar oft á sakleysislegri tiltekt í mataræðinu sem vindur upp á sig samhliða ákveðinni þráhyggju gagn- vart æfingum og brennslu. Birna segir það hafa tekið tíma að átta sig á því að hún ætti við vanda- mál að stríða. „Maður ætlar bara að ná árangri og gera hlutina vel og tengir ekki orkuleysið við að eitt- hvað sé að heldur frekar að maður sé ekki að leggja nógu hart að sér. Það er bara jákvætt og gott að vera að léttast og maður nær betri ár- angri,“ segir Birna en hennar há- punktur var Íslandsmet í hálf- maraþoni í sínum aldursflokki. Birna segist á undan þessu ekki hafa verið íþróttatýpan. En í kjölfar eineltisins fannst henni eitthvað vera að sér en skilaboðin meðan á því stóð voru að hún væri „ómögu- leg og allt sem vont var hægt að vera“. „Sjálfsmyndin var í molum,“ segir Birna sem var að æfa skauta, fann sig ekki í því og fékk áhuga á þrekæfingum og mataræði. „Ég fór að lesa mér mikið til og út frá því þróaðist áhuginn á hlaupum. Ég fór að æfa frjálsar og ákvað að verða langhlaupari.“ Hljóp 70 kílómetra á viku Þegar mest var hljóp hún um sjötíu kílómetra á viku sem er mikið fyrir unglingsstúlku sem er að vaxa og álag fyrir líkamann. „Ég fékk mikla útrás í hlaupunum, náði árangri og leið vel. Ég var að sanna fyrir sjálfri mér og öðrum að ég gæti ýmislegt og væri ekki þessi ómögulega manneskja sem mér fannst ég vera,“ segir hún og vísar til einelt- isins. Framan af gekk vel og í raun ótrúlega lengi. „En einn daginn var bensínið búið og ég komst ekki upp stigana í skólanum. Viðsnúningurinn var mjög hraður,“ segir hún. „Ég var orkulaus í einhverja mánuði en hélt samt áfram,“ segir Birna, sem gerði sér ekki strax grein fyrir vandanum og taldi að lausnin væri í áframhaldandi æfing- um. „Ég var orðin eitthvað um fjörutíu kíló og sá ekkert athugavert við það.“ Hún segir æfingarnar hafa boðið upp á ýmsar afsak- anir hvað mat- aræðið varðaði. „Ég var að fara á æfingu og gat þess vegna ekki borðað. Á kvöldæfingu var líka ekki hægt að borða fyrir æfingu og eftir æfingu var ekki heldur hægt að borða því þá var ég að fara að sofa. Maður fann sér leiðir til að koma sér hjá því að borða.“ Þetta kom upp þegar hún var á fyrsta ári í menntaskóla en núna er hún á fyrsta ári í námi í næringar- fræði við Háskóla Íslands en hana langar að hjálpa fólki í svipaðri stöðu og hún lenti í. „Það þarf betri leiðsögn fyrir ungt fólk sem er að æfa svona mik- ið. Mér finnst þurfa að vera mun meiri áhersla á næringarþáttinn inn- an íþróttafélaganna. Maður fær al- veg nóg að heyra um hvað eigi að gera á æfingum en þetta er samspil svo margra þátta. Þetta þarf að vera þjálfun, hvíld og næring.“ Sjálf tók hún á sínum málum vegna þrýstings heimafyrir. „Ég BIRNA VARÐAR SKRIFAÐI BÓKINA MOLINN MINN UM REYNSLU SÍNA AF ÍÞRÓTTAÁTRÖSKUN Stutt á milli metnaðar og þráhyggju Birna æfir ennþá. Hún leggur mesta áherslu á utanvegahlaup á sumrin og keppir í þeim. Hlaup- in eru enn hennar aðalsmerki en hún hefur líka keppt í ýmsum þrekmótum og kraftlyftingum. ÞAÐ ÞARF BETRI LEIÐSÖGN FYRIR UNGT AFREKSFÓLK Í ÍÞRÓTTUM, SEGIR BIRNA VARÐAR, SEM HEFUR SKRIFAÐ BÓK UM GLÍMU SÍNA VIÐ ÍÞRÓTTAÁTRÖSKUN. HÚN VAR ORÐIN UM FJÖRUTÍU KÍLÓ OG FANNST HÚN BARA LÍTA ÚT EINS OG DÆMIGERÐUR LANGHLAUPARI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is *Einn daginn varbensínið búið ogég komst ekki upp stigana í skólanum. Viðsnúningurinn var mjög hraður. D-vítamín, öðru nafni kólíkalsiferól, er fituleysið vítamín. Það myndast í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólar en það fæst einnig úr fæðu. D-vítamín hefur mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum. Það er til dæmis nauðsyn- legt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði, segir á landlaeknir.is. Ekki gleyma D-vítamíninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.