Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 59
21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Bryndís Björgvinsdóttir er höf- undur bókarinnar Hafnfirð- ingabrandarinn, sem er saga fyrir unglinga. Bókin er skrifuð af miklu fjöri, er bráð- skemmtileg og fyndin og skart- ar aðalpersónu sem er einkar áhugaverð - ekki er annað hægt en að láta sér annt um hana. Í desember 1999 er Klara skilin eftir hjá ömmu sinni meðan foreldrar hennar fara í heilsubótarferð til Kanaríeyja. Framundan er jólaball skólans, vinsældakosningar og fjölmörg stefnumót á eina kaffihúsinu í bænum. Það hefur svo áhrif á líf Klöru að hún kynnist öldr- uðum ættingjum sínum sem hafa undarlega sögu að segja. Áhugaverð aðalpersóna Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er höfundur bók- arinnar Nenni ekki að elda. Undanfarin ár hefur hún haldið úti vinsælu bloggi og einnig stjórnað matreiðsluþætti í sjónvarpi. Uppskriftir hennar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og fljótlegar. Einföld og fljótleg matreiðsla Bjarni Harðarson er höfundur bók- arinnar Króníka úr Biskupstungum. Hér er á ferð ættarsaga systkina frá Vatnsleysu í Biskupstungum sem fædd voru á fyrri hluta 19. aldar. Sagan bygg- ist að stórum hluta á munnlegum heim- ildum og þar hefur ýmislegt hvergi áður ratað á blað. Hér er sagt frá ástum og örlögum og við sögu koma afar litríkar persónur. Fjöldi mynda er í bókinni. Ástir og örlög Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans er nýjasta skáldsaga Haruki Murakami. Bækur hans njóta gríðarlegra vinsælda víða um heim og einn- ig hér á landi. Nýja bókin hans ætti ekki að valda aðdáendum hans vonbrigðum. Hún er sam- in af mikilli hugmyndaauðgi og er mjög skemmtileg aflestrar. Tazaki átti bestu vini í mennta- skóla en dag einn tilkynna þeir honum að þeir vilji aldrei sjá hann né heyra framar. Skemmtilegur Murakami Málshættir, skáldskapur og ættarsaga NÝJAR BÆKUR EITT AF STÓRVIRKJUM ÁRSINS ER MÁLSHÁTTA- SAFNIÐ ORÐ AÐ SÖNNU. BÓK EFTIR SNILLING- INN MURAKAMI ER KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU. MATTHÍAS JOHANNESSEN SENDIR FRÁ SÉR BÓK OG BJARNI HARÐARSON SKRIFAR FRÓÐLEGA ÆTTARSÖGU. UNGLINGABÓK OG MATREIÐSLU- BÓK ERU EINNIG KYNNTAR TIL SÖGU. Sögur úr Vesturbænum er bók eft- ir Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðs- ins. Hér er á ferð bók sem ein- kennist af ljóðrænni marglaga frá- sögn og komið er víða við og ekki síst í Vesturbænum. Það telst alltaf til tíðinda þegar Matthías sendir frá sér bók og hann á tryggan les- endahóp sem mun örugglega út- vega sér eintak. Sögur Matthías- ar Johannessen Orð að sönnu – Íslenskir málshættir og orðskviðir er merk bók eftir Jón G. Friðjónsson. Hér er á ferð yf- irlitsrit um íslenska málshætti og orðskviði, frá elstu heimildum til nútímans. Þetta er stærsta málsháttasafn sem komið hefur út hér á landi. Mikil og góð bók sem gleymdist að tilnefna til Íslensku bókmenntaverð- launanna – og það finnst mörgum einkennilegt. Stærsta málsháttasafnið * Trúin er ekki að vita.Trúin er að treysta.Sigurbjörn Einarsson BÓKSALA 10.-16. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 4 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 5 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 6 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 7 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 8 NáðarstundHannah Kent 9 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 10 OrðbragðBrynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar Skúlason Innbundin skáldverk & hljóðbækur 1 DNAYrsa Sigurðardóttir 2 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 NáðarstundHannah Kent 5 KoparakurGyrðir Elíasson 6 SkálmöldEinar Kárason 7 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 8 GæðakonurSteinunn Sigurðardóttir 9 KataSteinar Bragi 10 EnglarykGuðrún Eva Mínervudóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast. salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Í orðabók fugla vantar eitt orð eins og fjöður hafi verið yfir það dregin ... Ný ljóðabók eftir eitt af okkar athyglis- verðustu skáldum. Guðrún Hannesdóttir hefur hlotið frábæra dóma fyrir bækur sínar og Ljóðstaf Jóns úr Vör. Fyrir unnendur ljóðsins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.