Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Blaðsíða 21
AFP 21.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Forfallinn Harry Potter-aðdáandi hikaði ekki í eina sekúndu þegar stefnan var tekin á Harry Potter-garðinn. Þvílíkt ævintýri sem þessi garður er og fá hörðustu aðdáendur að upplifa það sem kemst næst því að vera staddir í galdraheimi Harrys Pott- ers og auðvitað allir hinir gestirnir líka. Garðurinn tilheyrir Universal Studios og var opnaður í júní 2010. Hátt í 5.000 manns stóðu í röð þegar garðurinn var opn- aður og mættu margir aðalleikarar bíómyndanna og heiðruðu gesti með nærveru sinni. Garðurinn er endurgerð af Hogs- meade-þorpi, Hogwarts-lestinni og einnig er þar Hogwarts- skóli sjálfur, sem tignarlega trónir yfir garðinum. Þar er einnig að finna stóra rússíbana, raunveruleikatæki, búðir og fleira. Til dæmis er hægt að fara í töfrasprotabúðina Ollivander’s, sem er sama búð og Harry Potter fór í og keypti töfrasprotann sinn. Magnað! Undirrituð gerðist einmitt sek um að fjárfesta í, ekki einum, heldur tveimur töfrasprotum. Í fyrra var síðan opnaður stór viðauki við Harry Potter- garðinn sem líkir eftir Diagon Alley og þeir sem þekkja til ættu að vita að þar er án efa ýmislegt drungalegt og dularfullt að sjá. Gestir ferðast á milli fyrri og seinni hluta garðsins með Hogw- arts-lestinni. Þetta getur ekki klikkað. Hogwartsskóli er vægast sagt glæsilegur í Harry Potter- garðinum. Með Harry Potter beint í æð Í Orlando eru fjórir vatnsgarðar. SeaWorld og Discovery Cove er fyrir alla þá sem dást að neð- ansjávarlífi. Í SeaWorld er af- skaplega stórt og glæsilegt sæ- dýrasafn og gaman að sjá hvað einkennir þessa dularfullu veröld á hafsbotni. Einnig er þar að finna stærsta rússíbana í Orlando. Í Discovery Cove getur gestum gefist kostur á að synda með höfrungum í hálftíma. Wet ’N Wild er magnaður sundlauga- og vatnsrenni- brautagarður og gaman að eyða heilum degi þar með allri fjöl- skyldunni. Nýjasti garðurinn af slíkum toga, Aquatica, var opnaður árið 2008 og er einnig vatns- rennibrautagarður. Undirrituð hefur ekki enn heimsótt þessa tvo garða en það verður sannarlega gert í náinni framtíð. Að synda með höfrungum, á það ekki að vera hluti af „bucket-listanum“? Í Discovery Cove er hægt að fá að synda með höfrungum. Magnað. Fá að synda með höfrungum Demantshringur 1.36ct Verð 1.275.000 kr. Munið að slökkva á kertunum Athugið að aukahlutir sem settir eru utan á kerti geta aukið brunahættu. Dæmi um slíkt eru servíettur, borðar, pappír eða þurrkaðir ávextir. Slökkvilið höfuborgasvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.