Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 19
veitti væri ekki ósvipuð þeirri sem veitist af því að vinna örlitla upphæð í spilakassa. Fiðlarinn var lítill og mjór. Hrokkið hárið slyttaðist niður á herðar, skipt strengilega og af óvæntri alúð hægra megin, skeggið hlykkjaðist dapurlega niður hálsinn eins og skrælnuð planta. Innfallnar kinnarn- ar voru grábrúnar af ryki borgarinnar. Augun voru hálflukt undir löngum og döprum augnlokum sem hæít hefðu svörtum saxófónleik- ara. Hvassir úlnliðir voru það sem skar sig úr þessum mjóa líkama, þeir sköguðu út úr skyrtuleifum. Reipi hélt saman fyrrum brúnum buxum, eða brúnum fyrrum buxum. Hann var berfættur í sandölum, stóð kiðfættur og innskeifur og tók dýfur þegar hann var að villast inn í og út úr völundarhúsi Jóhanns Sebastians Bach. Hann var jafn brjóstumkennanlegur og allt bágstadda fólkið en hann var ekki betlari. Hann hafði ekki lifibrauð sitt af kröminni, það var ekki eymd og ekla sem hann vildi fyrst og fremst vekja athygli annarra á, hann vildi ekki beina huga okkar að því hve bágstaddur hann væri og hjálparþurfi, heldur vildi hann þvert á móti hjálpa okkur. Hann var að hjálpa okkur til að hefja hugann á æðra svið. Upp upp. * * * Hann lék mjög illa. Hann lék Eine kleine Nachtmusik án þess að skeyta hið minnsta um tilskildar trillur og misþyrmdi Paganiniæfingum af ævintýralegri seiglu, en þegar hann spilaði Bachsónötur fór allur líkami hans að rykkjast til af ást, hnjáliðirnir tóku dýfur, herðarnar vögguðu til og frá og olnboginn sveiflaðist stefnulítið upp og niður, út og suður af einskærum dugnaði. Geðshræringin gerði það að verkum að takturinn hjá honum var ójafn og skrykkjóttur svo að tónlistin gusaðist fremur en streymdi fram. Hann hélt á boganum eins og hann loftaði honum ekki alveg og þegar hann strauk strengina var eins og þeir væru mjög aumir fyrir og vildu kveinka sér undan meðferðinni. Ég fann kveinstafi strengjanna á líkama mínum, eins og neglur mínar klóruðu ryðgað járn eða fmgurnir gripu um hvasst gler og hreyfðust af sjálfsdáðum hægt af stað án skeytingar um vilja minn. Hann kvaldi fiðluna sína með blíðu gegnum hverja sónötuna á fætur annarri og þegar honum fipaðist tók hann hnjáliðadýfu og hnyklaði TMM 1994:1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.