Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 21
Dagný Krist j ánsdóttir
Álfrún — hvött að rúnum
Viðtal við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur
Álfrún Gunnlaugsdóttir byggði upp námsbraut í almennri bókmenntafræði
við Háskóla fslands. Ég var í fyrsta nemendahópnum. Álfrún var eini kenn-
arinn og hafði þá kenningu að stúdentar ættu engin bókmenntaverk að lesa
stytt enda gæfu kaflar úr verkum enga mynd af þeim. Við höfðum það á
tilfinningunni að hún ætlaði að láta okkur lesa bókmenntasöguna í heild
sinni. Við vorum óviss um hvort nokkurt okkar lifði af þessa námsbraut.
Fáir kennarar hafa haff meiri áhrif á mig en Álfrún Gunnlaugsdóttir og
ég vissi það á meðan ég var nemandi hennar. Mig grunaði hins vegar ekki
þá, að hún ætti líka eftir að verða einn af uppáhaldshöfundum mínum. Það
vissi enginn að hún skrifaði. Það vissi raunar enginn neitt sérlega mikið um
Álfrúnu og veit ekki enn. Og því er tími til kominn að „hvetja hana að
rúnum“ sem þýðir „að kalla einhvern á eintal“.
í Reykjavík eftirstríðsáranna
— Hvaðan ertu?
— Ég er Reykvíkingur. Ég fæddist og ólst upp við Leifsgötuna en eftir stríð,
þegar ég var átta ára, fluttum við upp á Laugaveg, í íbúð í Mjólkursamsölu-
húsinu — sem var. Pabbi var skrifstofu-
stjóri hjá Mjólkursamsölunni, mamma
var heimavinnandi húsmóðir eins og þá
var algengt. Við erum þrjú systkini, ég er
elst.
— Manstu eftir stríðsárunum?
— Já, mikil ósköp. Ég var barn, en bær-
inn var krökkur af hermönnum, ég man
vel eftir óttanum.
— Er fyrsta sagan í Af manna völdum
(1981) af litlu stúlkunni sem er með
mömmu sinni og hittir hermann,
sjálfsæfisöguleg?
TMM 1994:1
11