Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 24
var mjög góður en þegar ég ákvað að halda áfram, fara í doktorsnám og taka franskar og íslenskar miðaldabókmenntir fyrir sem sérsvið, þá bauðst mér styrkur í Sviss. Þar voru líka betri bókasöfn varðandi þetta efni og því flutti ég mig til Sviss árið 1966 og var þar í tæp fjögur ár. Sviss — Hvernig fannst þér að koma til Sviss eftir Spán? — Mér fannst Svisslendingar skipulagðir úr hófi ffam. Reglufarganið og reglukergjan virkaði yfirþyrmandi eftir háskólalíf á Spáni og ég huggaði mig við að þessi ofskipulagning væri þó að minnsta kosti ekki heima á íslandi. En hún kom hingað líka. Mér fannst líka að Sviss væri merkilega þversagna- kennt land; afar íhaldssamt og hrætt við utanaðkomandi áhrif en um leið opið og vinsamlegt gagnvart flóttamönnum hvaðanæva úr heiminum. Ég sá það þegar ég fór að kynnast sögu landsins að þjóðir geta breyst í grundvall- aratriðum frá einum tíma til annars; þjóðerni og þjóðerniskennd eru ferli en ekki útkoma úr ferli. — Ágúst Strindberg sagði að Svisslendingar hlytu að vera hamingju- samasta þjóð í heimi; þeir ættu ekkert tungumál, engar bókmenntir og það sem best væri — ekkert leikhús! — Sagði hann það! Þetta er náttúrlega hótfyndni. Svisslendingar eiga hörkuhöfunda eins og Durrenmatt og Max Frisch, en það eru samt ekki bókmenntirnar sem ég dáist mest að hjá þeim heldur lýðræðishefðin og valddreifmgin sem liggur í kantónufyrirkomulaginu. Mér leið vel í hinu alþjóðlega umhverfi í Lausanne og ég eignaðist þar góða vini. Og þar kláraði ég doktorsritgerðina mína sem ég varði svo á Spáni árið 1970. — Um hvað fjallar hún? — Hún heitir Tristán en el Norte og fjallar um þýðingar norrænna manna á frönskum miðaldaskáldskap, einkum ljóðsögunni um riddarann Tristram og ástir þeirra fsöndu drottningar eftir franska skáldið Chrétien de Troyes. Hún var svo gefin út af Árnastofnun, á spænsku. Um sama leyti var ákvarðað að koma á fót nýrri námsgrein við Háskólann heima, almennri bókmenntafræði, staðan var auglýst, ég sótti um og fékk og fór heim. Um þjóðerni — Hvarflaði það aldrei að þér að setjast að erlendis eftir svona langan tíma heiman frá? — Jú. Á þeim tíma fannst mér að það kæmi vel til greina, en það var ekki N. 14 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.