Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 24
var mjög góður en þegar ég ákvað að halda áfram, fara í doktorsnám og taka
franskar og íslenskar miðaldabókmenntir fyrir sem sérsvið, þá bauðst mér
styrkur í Sviss. Þar voru líka betri bókasöfn varðandi þetta efni og því flutti
ég mig til Sviss árið 1966 og var þar í tæp fjögur ár.
Sviss
— Hvernig fannst þér að koma til Sviss eftir Spán?
— Mér fannst Svisslendingar skipulagðir úr hófi ffam. Reglufarganið og
reglukergjan virkaði yfirþyrmandi eftir háskólalíf á Spáni og ég huggaði mig
við að þessi ofskipulagning væri þó að minnsta kosti ekki heima á íslandi.
En hún kom hingað líka. Mér fannst líka að Sviss væri merkilega þversagna-
kennt land; afar íhaldssamt og hrætt við utanaðkomandi áhrif en um leið
opið og vinsamlegt gagnvart flóttamönnum hvaðanæva úr heiminum. Ég sá
það þegar ég fór að kynnast sögu landsins að þjóðir geta breyst í grundvall-
aratriðum frá einum tíma til annars; þjóðerni og þjóðerniskennd eru ferli
en ekki útkoma úr ferli.
— Ágúst Strindberg sagði að Svisslendingar hlytu að vera hamingju-
samasta þjóð í heimi; þeir ættu ekkert tungumál, engar bókmenntir og það
sem best væri — ekkert leikhús!
— Sagði hann það! Þetta er náttúrlega hótfyndni. Svisslendingar eiga
hörkuhöfunda eins og Durrenmatt og Max Frisch, en það eru samt ekki
bókmenntirnar sem ég dáist mest að hjá þeim heldur lýðræðishefðin og
valddreifmgin sem liggur í kantónufyrirkomulaginu. Mér leið vel í hinu
alþjóðlega umhverfi í Lausanne og ég eignaðist þar góða vini. Og þar kláraði
ég doktorsritgerðina mína sem ég varði svo á Spáni árið 1970.
— Um hvað fjallar hún?
— Hún heitir Tristán en el Norte og fjallar um þýðingar norrænna manna
á frönskum miðaldaskáldskap, einkum ljóðsögunni um riddarann Tristram
og ástir þeirra fsöndu drottningar eftir franska skáldið Chrétien de Troyes.
Hún var svo gefin út af Árnastofnun, á spænsku.
Um sama leyti var ákvarðað að koma á fót nýrri námsgrein við Háskólann
heima, almennri bókmenntafræði, staðan var auglýst, ég sótti um og fékk og
fór heim.
Um þjóðerni
— Hvarflaði það aldrei að þér að setjast að erlendis eftir svona langan tíma
heiman frá?
— Jú. Á þeim tíma fannst mér að það kæmi vel til greina, en það var ekki
N.
14
TMM 1994:1