Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 41
hún á hestinn og áður en hún reið burt horfði ég á bláleita nefið eins og hún væri þar alltaf með blóðeitrun. Óðar en hún var farin hljóp ég í húsið til hinnar konunnar og ætlaði að standa af mér athugasemdirnar sem hún kæmi með þegar amma riði fram hjá, þá ætlaði ég ekki að fara undan í flæmingi eins og í hitt skiptið. Ég heyrði í hestinum á veginum fyrir utan. Ég var kominn með sjónaukann og varð órólegur yfir að kannski tæki konan ekki eftir ömmu á heimleið og ég missti af tækifærinu. Ég stóð við gluggann og sagði svo hátt að hún heyrði: Þarna fer hún amma með bláa nefið sitt. í þetta sinn brást konan ókvæða við og hreytti út úr sér: Skammastu þín ekki fyrir að segja svona smánarlegt um ömmu þína, þessa duglegu konu. Að hún skuli komast ein þessa löngu leið á hesti og með blóðeitrun. Hún er blánefja, sagði ég af því óskiljanlega innra afli sem rak mig oft skyndilega til að segja ýmislegt án þess ég hugsaði sérstakt með því. Fátækt fólk fékk bláan lit í framan af húskulda, sagði konan og færði sig að glugganum. Ég hlustaði og sagði ekkert. Nema kerlingin sé komin með blóðeitrun í nefið af að vera stöðugt með það niðri í hvers manns koppi, bætti hún við og hló ertnislega. Ég fann hvernig ég varð ringlaður en ákvað að láta ekki vötnin í brjóstinu ólga og leita út um augun, í staðinn beindi ég öfugum sjónaukanum að konunni svo hún þaut burt frá mér, og ég beindi honum líka að ömmu svo hún þaut á svipstundu langt í burt þótt ég vissi að hún lötraði hægt á gamla áburðarklárnum yfir hæðina sem var steinsnar í burtu. Þrátt fyrir þetta fann ég í huganum ilminn af sjölunum hennar, veikan og sætan eftir að vellyktandibréfið hafði legið á milli brotanna í efninu ofan í lokaðri skúffu, og ég dvaldi eins lengi og ég gat við ilm ffá framandi heimi handan við hafið og skýin af því hann var fegurri en þessi. TMM 1994:1 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.