Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 45
Sigurður A. Magnússon
James Joyce:
Aðdragandi æviverks
í júnímánuði 1895,þegar James Joyce var 13 ára gamall, skrópaði hann ásamt
Stanislaus bróður sínum í skólanum og lagði upp í langa gönguferð. Bræð-
urnir afréðu að fara fótgangandi til Dúfnahússins, sem var orkuver á brim-
brjóti við Dyflinnarflóa, skammt frá mynni árinnar Liffey. Þeir voru sárleiðir
á skólagöngu og þykjustuævinýrum. Heimilislífið var dauflegt, jesúítakenn-
ararnir illþolandi og alltof strangir. Þá fysti í raunveruleg ævintýri og töldu
sig mundu komast í tæri við veruleikann hjá Dúfnahúsinu.
Þennan morgun var sólstafað blíðskaparveður og þeir bræður hæst-
ánægðir með tilveruna. Þeir röltu útað brúnni sem lá yfir síkið og síðan í
norðausturátt eftir Norðurströnd uns þeir komu að ánni Tolka, sneru þá til
hægri og gengu í suðausturátt eftir Hafnargötu og þvínæst í suðurátt þartil
þeir komu niðrá bryggjurnar á norðurbakka Liffey. Þar virtu þeir fyrir sér
hámöstruð skip og iðandi athafnalíf Dyflinnar. Komið var frammundir
hádegi og enn hafði harla fátt borið við.
Með ferjunni sigldu þeir yfir Liffey og voru illa sviknir að enginn norsku
sjómannanna, sem voru að afferma skip á hinum bakkanum, var græneygð-
ur. í það mund sem þeir lölluðu inní Ringsend og áttu ófarna tæpa tvo
kílómetra til Dúfhahússins voru þeir teJcnir að lýjast og veðrið orðið mollu-
legt. Þeir eyddu aurunum sínum í kex og hindberjasafa, eigruðu niður
öngstræti, fóru yfir mannautt engi og settust á hallan bakka handan þess. Nú
var orðið áliðið dags og þeir alltof lúnir til að halda áfram til Dúfnahússins.
Sem þeir bræður sátu á bakkanum nálgaðist þá tötralegur öldungur með
stór skörð milli brenndra tanna. Hann tók þá tali og skeggræddi við þá um
rómantískar bókmenntir og litla drengi sem ættu kærustur með mjúkt hár
og mjúkar hvítar hendur. Þvínæst fór hann útá engið og gerði eitthvað sem
skaut bræðrunum skelk í bringu. Stanislaus kallaði manninn „furðufugl" og
þeir veltu fyrir sér hvernig þeir gætu forðað sér.
Þegar furðufuglinn kom aftur til þeirra fór hann að tala um hýðingar.
Meðan hann þrástagaðist á orðinu „hýðingar“ leit James í flöskugræn augun
sem blíndu á hann undan titrandi brúnum. Bræðrunum tókst að forða sér,
TMM 1994:1
35