Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 45
Sigurður A. Magnússon James Joyce: Aðdragandi æviverks í júnímánuði 1895,þegar James Joyce var 13 ára gamall, skrópaði hann ásamt Stanislaus bróður sínum í skólanum og lagði upp í langa gönguferð. Bræð- urnir afréðu að fara fótgangandi til Dúfnahússins, sem var orkuver á brim- brjóti við Dyflinnarflóa, skammt frá mynni árinnar Liffey. Þeir voru sárleiðir á skólagöngu og þykjustuævinýrum. Heimilislífið var dauflegt, jesúítakenn- ararnir illþolandi og alltof strangir. Þá fysti í raunveruleg ævintýri og töldu sig mundu komast í tæri við veruleikann hjá Dúfnahúsinu. Þennan morgun var sólstafað blíðskaparveður og þeir bræður hæst- ánægðir með tilveruna. Þeir röltu útað brúnni sem lá yfir síkið og síðan í norðausturátt eftir Norðurströnd uns þeir komu að ánni Tolka, sneru þá til hægri og gengu í suðausturátt eftir Hafnargötu og þvínæst í suðurátt þartil þeir komu niðrá bryggjurnar á norðurbakka Liffey. Þar virtu þeir fyrir sér hámöstruð skip og iðandi athafnalíf Dyflinnar. Komið var frammundir hádegi og enn hafði harla fátt borið við. Með ferjunni sigldu þeir yfir Liffey og voru illa sviknir að enginn norsku sjómannanna, sem voru að afferma skip á hinum bakkanum, var græneygð- ur. í það mund sem þeir lölluðu inní Ringsend og áttu ófarna tæpa tvo kílómetra til Dúfhahússins voru þeir teJcnir að lýjast og veðrið orðið mollu- legt. Þeir eyddu aurunum sínum í kex og hindberjasafa, eigruðu niður öngstræti, fóru yfir mannautt engi og settust á hallan bakka handan þess. Nú var orðið áliðið dags og þeir alltof lúnir til að halda áfram til Dúfnahússins. Sem þeir bræður sátu á bakkanum nálgaðist þá tötralegur öldungur með stór skörð milli brenndra tanna. Hann tók þá tali og skeggræddi við þá um rómantískar bókmenntir og litla drengi sem ættu kærustur með mjúkt hár og mjúkar hvítar hendur. Þvínæst fór hann útá engið og gerði eitthvað sem skaut bræðrunum skelk í bringu. Stanislaus kallaði manninn „furðufugl" og þeir veltu fyrir sér hvernig þeir gætu forðað sér. Þegar furðufuglinn kom aftur til þeirra fór hann að tala um hýðingar. Meðan hann þrástagaðist á orðinu „hýðingar“ leit James í flöskugræn augun sem blíndu á hann undan titrandi brúnum. Bræðrunum tókst að forða sér, TMM 1994:1 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.