Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 48
frátöldu stuttu skeiði um tíu ára aldur. Hann losnaði aldrei að fullu undan áhrifum þeirra, þó honum væri það mjög í mun. I Ódysseifi segir Buck Mulligan við Stephen: „... í þér er þessi bannsetta hneigð jesúítans, nema hún beinist í öfuga átt.“ Seinna á ævinni þakkaði Joyce jesúítum fyrir að hafa kennt sér „að skipa hlutunum þannig að auðvelt verður að skoða þá og meta“. Þó James væri ekki beinlínis vansæll árin þrjú sem hann dvaldist í Clon- gowes, þjáðist hann af heimþrá og gruflaði mikið útí hver hann væri og hvert hlutverk hans í veröldinni. Á fyrstu mánuðum skólavistarinnar varð hann fyrir því að námsstjórinn, séra James Daly (Dolan í Portrait og Ódysseifi), lamdi hann á fingurgómana með spanskreyr fyrir að brjóta gleraugun sín til að koma sér hjá að lesa lexíur, þó annar drengur hefði í reynd brotið þau. Þó ungur væri afréð Joyce (einsog Stephen í Portrait) að leita réttar síns hjá æðsta yfirvaldi og gekk á fund skólastjórans, sem var séra John Conmee. Taldi hann réttlætinu fullnægt þegar skólastjórinn hét að ræða málið við séra Daly. Hugprýðin sem lýsti sér í þessu litla atviki, ásamt góðum námsárangri, ávann honum virðingu skólabræðranna, sem í öndverðu höfðu strítt honum á félagslegri stöðu föðurins. Hann tók að líta á sig sem einn hinna útvöldu og lærði utanbókar langa kafla úr verkum Miltons, Byrons, Newmans kardínála og annarra andans manna. Á þessu skeiði var James ákaflega trúrækinn, tók virkan þátt í messugerð- um og orti sálm til heilagrar guðsmóður. Hann söng mikið, sótti píanótíma og lék að minnstakosti eitt hlutverk í leiksýningu, ólman hrekkjalóm. Sömu- leiðis spilaði hann krikket og var góður sundmaður, þó bækur hans gefi í skyn að hann hafi verið vatnsfælinn og haft ímugust á íþróttum sökum nærsýni og lélegra líkamsburða. Afturámóti stóð honum alla ævi stuggur af ofbeldi og var sjúklega hræddur við þrumuveður, hunda og skotvopn. Einnig var hann altekinn af hugmyndinni um svik og tryggðarof, sem átti eftir að marka bæði líf hans og list. Á öðru ári í Clongowes var James svikinn af bekkjarbróður að nafni Wells (bæði í lífi og list) sem hratt honum útí vilpu í nánd við garðinn þarsem skólasveinar gengu örna sinna, afþví hann neitaði að skipta við hann á smáhlutum sem þeir áttu. Þetta varð til þess að Joyce veiktist af magakrampa og leið atvikið aldrei úr minni. En meðþví honum var þvert um geð að snúa sér til yfirvalda skólans, því þá hefði hann orðið að ljóstra upp um félaga sinn, sem faðir hans hafði brýnt fyrir honum að láta aldrei henda sig, þá átti hann ekki annan úrkost en ná sér niðri á Wells í bókum sínum, sem hann líka gerði svo um munaði. Þegar James var 10 ára missti faðir hans stöðu sína hjá skattheimtunni í Dyflinni, 42 ára gamall, og vann aldrei síðan ærlegt handtak. Eignir hans í Cork höfðu flestar verið veðsettar þegar hér var komið, og á næstu árum 38 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.