Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 54
fordæmdi nesjamennsku írsku vakningarinnar og lýsti yfir einangrun sinni
frá írska múgnum og samstöðu með Bruno og Ibsen. Hann lýsti Hauptmann
arftaka Ibsens og kvaðst sjálfur bíða við þröskuld hásætissalarins uns stund
sín rynni upp.
Joyce sendi greinina til háskólatímaritsins St. Stepherís og hlaut fyrstu
reynslu sína af ritskoðun. Einsog forðum í Clongowes bar hann málið undir
æðsta yfirvald, en rektor háskólans, séra William Delaney, var samdóma
ritstjórninni. Grein sem Francis Skeffington hafði samið um jafnrétti kynja
í háskólanum hafði líka verið hafnað af St. Stepherís, svo nú brugðu þeir
félagar á það ráð að gefa greinarnar út saman fyrir eigin reikning og selja
bæklinginn meðal menntamanna í Dyflinni.
Á háskólaárunum orti Joyce mikið og safnaði ljóðunum saman í tvö
handrit sem hann nefndi Moods og Shine and Dark. Hann hóf ennfremur að
semja stutta prósaþætti — samtöl, eintöl, draumlýsingar og svipmyndir úr
eigin sálarlífi sem hann kallaði uppljómanir og vikið var að hér að framan.
Árið 1902 las Joyce nokkrar uppljómanir fyrir Yeats sem kvað þær vera
„fallegan en óþroskaðan og sérviskulegan samhljóm stuttra prósalýsinga og
hugleiðinga". Joyce tjáði Yeats að hann hefði lagt hefðbundið ljóðform fyrir
róða, svo honum auðnaðist að finna form sem „væri svo liðugt að það gæti
brugðist við hræringum andans“. Þá hugmynd ítrekaði hann í ritgerðinni
„Portrait“ árið 1904, en þar hagnýtir hann fyrsta sinni uppljómanir í lengra
verki. Þar gagnrýnir hann Yeats (og þá um leið írsku bókmenntavakninguna)
harðlega fýrir áhuga á pólitík og sögulegum bakgrunni viðburða, hugmynda
og umfram allt þjóðfræða. Yeats hélt því fram að Joyce hefði eittsinn látið
þau orð falla, að hugur sinn væri nær Guði en öll þjóðleg fræði.
Þó þær uppljómanir sem varðveist hafa séu rýrar og veigalitlar einar sér,
öðlast þær aukið vægi þegar þeim er komið fyrir í lengri verkum. Marg-
breytni þeirra og samþjöppun gera skiljanlegt dálætið á þeim þegar Joyce var
ungur, þó hann skopist að því mati í Ódysseifi: „Manstu eftir uppljómunum
þínum sem skrifaðar voru á græn egglaga blöð, tærasta djúphygli, og senda
átti afrit af þeim til allra höfuðbókasafna í veröldinni, einnig Alexandríu, ef
þú féllir frá. Þar átti einhver að lesa þær að nokkrum árþúsundum liðnum...“
Þó Joyce gerði góðlátlegt gys að æskuverkum sínum var honum ljóst að
með uppljómunum sínum hafði hann byrjað að læra list sína, því í þeim var
einmitt lögð rækt við nákvæmar lýsingar smáatriða í hversdagslífinu,
strengilegt val á atriðum sem máli skiptu, yfirvegaða niðurröðun og listræna
fjarlægð þarsem höfundurinn er ósýnilegur. Joyce auðnaðist aldrei að semja
leikhæff sviðsverk, einsog hann sannaði enn einusinni með Exilesá rið 1915,
en hann var snillingur þeirrar erfiðu listar að semja dramatíska frásögn. Það
\
44
TMM 1994:1