Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 54
fordæmdi nesjamennsku írsku vakningarinnar og lýsti yfir einangrun sinni frá írska múgnum og samstöðu með Bruno og Ibsen. Hann lýsti Hauptmann arftaka Ibsens og kvaðst sjálfur bíða við þröskuld hásætissalarins uns stund sín rynni upp. Joyce sendi greinina til háskólatímaritsins St. Stepherís og hlaut fyrstu reynslu sína af ritskoðun. Einsog forðum í Clongowes bar hann málið undir æðsta yfirvald, en rektor háskólans, séra William Delaney, var samdóma ritstjórninni. Grein sem Francis Skeffington hafði samið um jafnrétti kynja í háskólanum hafði líka verið hafnað af St. Stepherís, svo nú brugðu þeir félagar á það ráð að gefa greinarnar út saman fyrir eigin reikning og selja bæklinginn meðal menntamanna í Dyflinni. Á háskólaárunum orti Joyce mikið og safnaði ljóðunum saman í tvö handrit sem hann nefndi Moods og Shine and Dark. Hann hóf ennfremur að semja stutta prósaþætti — samtöl, eintöl, draumlýsingar og svipmyndir úr eigin sálarlífi sem hann kallaði uppljómanir og vikið var að hér að framan. Árið 1902 las Joyce nokkrar uppljómanir fyrir Yeats sem kvað þær vera „fallegan en óþroskaðan og sérviskulegan samhljóm stuttra prósalýsinga og hugleiðinga". Joyce tjáði Yeats að hann hefði lagt hefðbundið ljóðform fyrir róða, svo honum auðnaðist að finna form sem „væri svo liðugt að það gæti brugðist við hræringum andans“. Þá hugmynd ítrekaði hann í ritgerðinni „Portrait“ árið 1904, en þar hagnýtir hann fyrsta sinni uppljómanir í lengra verki. Þar gagnrýnir hann Yeats (og þá um leið írsku bókmenntavakninguna) harðlega fýrir áhuga á pólitík og sögulegum bakgrunni viðburða, hugmynda og umfram allt þjóðfræða. Yeats hélt því fram að Joyce hefði eittsinn látið þau orð falla, að hugur sinn væri nær Guði en öll þjóðleg fræði. Þó þær uppljómanir sem varðveist hafa séu rýrar og veigalitlar einar sér, öðlast þær aukið vægi þegar þeim er komið fyrir í lengri verkum. Marg- breytni þeirra og samþjöppun gera skiljanlegt dálætið á þeim þegar Joyce var ungur, þó hann skopist að því mati í Ódysseifi: „Manstu eftir uppljómunum þínum sem skrifaðar voru á græn egglaga blöð, tærasta djúphygli, og senda átti afrit af þeim til allra höfuðbókasafna í veröldinni, einnig Alexandríu, ef þú féllir frá. Þar átti einhver að lesa þær að nokkrum árþúsundum liðnum...“ Þó Joyce gerði góðlátlegt gys að æskuverkum sínum var honum ljóst að með uppljómunum sínum hafði hann byrjað að læra list sína, því í þeim var einmitt lögð rækt við nákvæmar lýsingar smáatriða í hversdagslífinu, strengilegt val á atriðum sem máli skiptu, yfirvegaða niðurröðun og listræna fjarlægð þarsem höfundurinn er ósýnilegur. Joyce auðnaðist aldrei að semja leikhæff sviðsverk, einsog hann sannaði enn einusinni með Exilesá rið 1915, en hann var snillingur þeirrar erfiðu listar að semja dramatíska frásögn. Það \ 44 TMM 1994:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.