Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 59
Joyce og Nora Bamacle ásamt lögfræðingi sínum í London á brúðkaupsdaginn, 4. júlí 1931.
kvöldi 16da júní gengu þau um Ringsend, þarsem Joyce hafði níu árum áður
reikað með bróður sínum í því skyni að komast útað Dúfnahúsinu, en í
staðinn rekist á gamlan furðufugl sem skaut þeim skelk í bringu. Á þessum
tiltekna degi gerði Nora James Joyce að karlmanni, einsog hann tjáði henni
síðar. Hálfum öðrum áratug síðar varð þessi dagur Bloomsday, dagurinn
þegar skáldsagan Ódysseifur gerist, dagurinn þegar Stephen Dedalus kemst
að raun um hvað ástin er.
Nora bjó yfir mörgum þeim eigindum sem Joyce þurfti mest á að halda
hjá konu: tryggð, trausti, blíðu, ráðríki, kímnigáfu. Hún sameinaði í fari sínu
sakleysi og jarðneska veraldarvisku í Mutföllum sem nálega fullnægðu ósk-
um hans um hreinleik og vanhelgun. 1 vissum skilningi sameinaði hún í sér
þá fr umþætti sem fram koma hjá konum á borð við Rheu (móðurleg), Kirku
(föðurleg), Galateu (ómótuð) og Penelópu (trygglynd). Hún færði Joyce þá
„raunveru reynslunnar“ sem gerði honum fært að móta Gretu Conroy í
„Framliðnum“, Bertu Rowan í Exiles, Molly Bloom í Ódysseifi, og Önnu Lívíu
Plurabellu í Finnegans Wake. Einu hlutverkin sem Noru var ofviða að leika
voru hlutverk vitsmunalegs félaga og svikara, þó Joyce reyndi að þröngva
seinna hlutverkinu uppá hana fimm árum eftir fyrsta fund þeirra.
TMM 1994:1
49