Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 72
íyrirsagna til að skipta honum í 62 undirkafla. Þessar klausur eru í stíl
blaðafyrirsagna þessara ára og í fullu samræmi við annað í aðferð kaflans,
en hvaðan koma þær og hvað eru þær að segja? Það virðist nokkuð ljóst að
fyrirsagnirnar koma ffá sjálfum yfírritstjóranum, James Joyce, og eru um-
sagnir hans og athugasemdir við það sem í undirköflunum stendur. Það sem
þær segja um undirkaflana er margvíslegt og liggur ekki alltaf í augum uppi;
lesandinn verður að bera saman fyrirsögn og innihald kafla og draga álykt-
anir sjálfur.
Oftast er þó um einhvers konar háð að ræða, írónískt misræmi milli
fyrirsagnar og kafla. Við lesum fyrirsögnina KÓRÓNUBERI og sjáum fyrir
okkur krýndan konung; við lestur kaflans kemur í ljós að kórónuberinn er
póstpoki með merki krúnunnar (bls. 118). Þegar minnst er á útför Patricks
Dignam er fyrirsögnin: MEÐ EINLÆGRI EFTIRSJÁ TILKYNNUM VIÐ
ANDLÁT ÆRUVERÐUGS DYFLINNARBÚA (bls. 120). Hér er opinber
skinhelgi húðflett; Dignam var drykkjurútur og landeyða og lítil effirsjá að
honum. Yfir ræðu Dawsons stendur ERIN, GRÆNN GIMSTEINN HINS
SILFRAÐA HAFS, og gerir gys að því hvernig írar hugsa og tala um land sitt
(bls. 125). Margar fyrirsagnanna hæða háleitar hugmyndir manna um sjálfa
sig; þegar prófessorinn stingur upp í sig tannþræði og lætur smella í er
yfirskriftin: Ó, VINDHARPA! (bls. 129). Þegar prófessorinn ræðir fjálgur
um Grrkkjann Antisþenes sem tók fegurðarpálmann frá Helenu og rétti
hann Penelópu er fyrirsögnin í íþróttastíl: SÓFISTI GEFUR HOFMÓÐ-
UGRI HELENU Á TÚLANN — SPARTVERJAR GNÍSTA TÖNNUM —
PEN VALIN EFTIRLÆTIÍÞÖKUMANNA (bls. 149). Joyce hæðist meira að
segja að sinni eigin bók á einum stað. Þegar Bloom flytur sápuna sem hann
keypti um morguninn milli vasa stendur: BARA EINUSINNI ENN ÞESSI
SÁPA. Tónninn er: æ, kemur hann með þessa fjandans sápu rétt eina ferðina.
Hún á svo að vísu eftir að birtast aftur engu að síður og er nefnd alls 13
sinnum í bókinni.
Vonbrigði
Hér hefur verið rakið hvernig stíll og aðferð Eólosar er beint og óbeint
sprottið upp úr fyrirmyndinni hjá Hómer. Nú skal minnst á þau höfuðþemu
kaflans sem eiga þangað rætur að rekja. Þau eru vonbrigði og ósigrará öllum
sviðum, bæði í lífi manna og þjóða. Áður hefur verið minnst á að Bloom
verður fyrir sárum vonbrigðum þegar hann kemur aftur að finna Crawford
ritstjóra og heldur að hann hafi nú endanlega gengið ffá auglýsingaviðskipt-
unum en fær nú ekki annað en dónaleg svör. Önnur dæmi um smávægilega
ósigra Blooms eru að hann hugsar um hvað hann hefði átt að gera til að koma
62
TMM 1994:1