Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 89
í sígarettunni í brauðsneiðinni og horfir á konuna um leið. Hún segir
ekki orð, en dæsir.
Hann: Hvað er nú að?
Hún: Æ, það gerist aldrei neitt.
Hann: Og hvað ætti svosem að gerast?
Hún: Það var þó árekstur í fyrra.
Hann: Já, og við misstum af honum, af því þú vildir
endilega fara fram.
Hún: Þetta var svosem enginn árekstur heldur, bara smá
beygla.
Hann: O, það var nú samt árekstur og við misstum af
honum.
Hún: þaðglaðnaryfir röddinni. Manstu þegar konan varð
fyrir bílnum.
Hann: Já, hvenær var það nú aftur, fyrir fjórum, nei
sennilega fimm árum.
Hún: Ég reyndi að hrópa.
Hann: Var það ekki árið sem, nei það var seinna.
Hún: Hún leit upp, stansaði, leit upp og mér finnst alltaf
eins og hún hafi viijað segja eitthvað við mig, en þá
kom bíllinn og ... ooo það var hræðilegt.
Hann: Ég man bara að þetta var snemma morguns í
október fremur en nóvember og sennilega hefur
hún verið að flýta sér í vinnuna og gleymt að líta í
kringum sig, alltént var þetta fyrsta frostnóttin
þennan vetur og launhált.
Hún: Hvað gat ég gert annað en hrópa og reyna að vara
hana við, en hún æddi útá götuna, þó það væri rautt
og horfði svo hingað á mig eins og það væri mér að
kenna og ískrið í bremsunum, hljóðið þegar bíllinn
skall á henni, matur sem dreifist um allt, blóðið fossar
úr höfðinu,... æ, mig dreymir þetta stundum ennþá.
Hann: Það var einmitt eftir þetta slys sem þeir settu ljósin
upp hérna á horninu, það er eins og það þurfi alltaf
slys.
TMM 1994:1
79