Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 90
Hún: Veðrið var svo yndislegt þennan dag. Einn af fyrstu
heitu dögunum þetta sumar og við sátum hérna við
gluggann einsog ástfangið par og héldumst í hendur.
Hann: Ég var búinn að segja þetta, ég var margbúinn að
segja þér þetta, að það yrði bara slys ef þeir settu ekki
ljós hérna á hornið, en það var ekki hlustað á mann
fremur venju.
Hún: Hún dó og við sáum það gerast.
Þögn.
Hún: Hvað ætli hafi nú orðið af matnum?
Hann: Ha, hvaða mat?
Hún: Nú, matnum sem hún var með.
Hann: Hún var ekki með neinn mat.
Hann: Víst var hún með mat. Hún var með tvo fulla poka.
Hann: Og hvað varð af honum?
Hún: Lögreglan tíndi hann upp.
Hann: Tja, þeir hljóta þá bara að hafa étið hann, ekki hafa
þeir látið hann skemmast.
Hún: Nei, það er satt, líklega hafa þeir bara étið hann.
Löng þögn.
Hún: Við gætum reynt.
Hann: Reynt hvað?
Hún: Nú, að hrópa!
Hann: glaðnaryfir honum. Þú átt við það.
Hún: áköf. Já.
Hann: hugsar sigum, hristirsíðan hausinn. Nei,það geng-
ur ekki.
Hún: Af hverju ekki?
Hann: Bara.
Hún: Gerðu það.
Hann: Nei.
Hún: Bara einu sinni.
Hann: Jæja þá, en bara einu sinni.
80
TMM 1994:1