Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 91
Þau leggjast fram á púðana og horfa til vinstri. Það
líður dágóð stund.
Hún: Þessi pása nei, hann hætti við.
Þau híða áfram.
Hann: reisir sig upp. Ég vissi að það þýddi ekki. Það fer
enginn yfir á rauðu.
Hún: tekur í höndma á honum. Bíddu,bíddu. Hann beygir
sigfram. Einn, tveir og ...
Bæði í einu: þau hrópa og veifa höndunum út um glugg-
ann. Passaðu þig, passaðu þig, bíllinn, bíllinn. Það
heyrist ískrandi bremsuhljóð, margraddað flaut, ösk-
ur og formœlingar. Þau œpa affögnuði, reisa sig upp
og skellihlœja. Hún klappar sarnan lófunum.
Hún: Sástu hvað það munaði litlu, sástu hvað það mun-
aði litlu.
Hann: Það korrar í honum. Aftur, aftur.
Hún: Hláturinn deyr smám saman út. Nei.
Hann: Af hverju ekki?
Hún: Það er öðruvísi.
Hann: Hugsar sig um. Já, það er öðruvísi.
Þögn.
Hann: Það var nú samt gaman.
Hún: Lítur til hans, brosir. Já, það var gaman.
Hann: Og hvað gerum við núna?
Hún: Við bíðum.
Hann: Eftir hverju?
Hún: Að eitthvað gerist.
Hann: En það gerist aldrei neitt.
Hún: Það var þó árekstur í fyrra.
Hann: Það er þó satt, það var árekstur í fyrra.
Þau sitja við gluggann, opinn til hálfs. Sólin að ganga undir og kastar
rauðleitum fleti með skældum krossi á vegginn til hliðar við hann sem
TMM 1994:1
81