Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 95
tímans. En þegar þessar tvær fræðigreinar reyna að efna þessi loforð þá verða þær að bókmenntum, í margvíslegum skilningi, jákvæðum og neikvæðum. En oftast án þess að vita af því. Á sama hátt — og þó annan — verða bókmenntir í senn heimspeki og sagnfræði þegar þær reyna að efna sín fyrirheit. Bókmenntirnar verða nefni- lega að gera ráð fyrir því að sú skylda sem þær hafa lagt á eigin herðar — skyldan „að segja allt“—geti líka leitt til þess að þær hætti að vera bókmennt- ir, verði eitthvað annað, sem við vitum ekki hvað er, höfum ekki einu sinni nafn yfir. Þrátt fyrir þessa fyrirvara veðja ég samt á bókmenntirnar, að þeim sé best treystandi til að efna loforð sitt um „að segja allt“, m.a. vegna þess að þær vita að þær dreymir, en ég held að það eigi síður við um þá sem erja fræðiakurinn. En það er líka önnur ástæða fyrir því að ég veðja á bókmenntirnar og hana hef ég einnig lesið út úr bókinni „Þögnin í verkum Elalldórs Laxness“. Hún er okkur bókmenntafræðingum svolítið erfið þessi bók að því leyti að það er vont að velja úr henni tilvitnanir. Textinn er eitthvað svo samfelldur. Þess vegna ætla ég, til að skýra hvað það er þetta hitt sem ég les út úr bókinni, að segja litla sögu úr raunveruleikanum. Ég þekki tvo unga menn. Við skulum kalla þá Jón og Gunnar. Þeir eru eineggja tvíburar og langyngstir í stórum systkinahópi. Systir þeirra hefur sagt mér að þegar þeir voru litlir og eldri börnin vildu græta þá — en þá tilraun geta eldri systkini alls ekki látið hjá líða að framkvæma a.m.k. einu sinni — þá var ein aðferð óbrigðul lengi framan af: að segja við þá að þeim hefði verið ruglað saman strax á fyrsta degi á fæðingardeildinni, að Jón væri í raun Gunnar og Gunnar væri Jón. Þetta kallaði fram angist, skelfingu og sáran grát. Hvers vegna? Auðvitað var það fyrst og fremst hending sem réð því að annar var kallaður Jón og hinn Gunnar en ekki öfugt. Og meira að segja er ekki alveg loku fyrir það skotið að það hafi verið eitthvað á reiki fyrstu klukkustundirnar, jafnvel fyrstu dagana, hvor var Gunnar og hvor var Jón. Það skiptir sannast sagna engu máli hvort nafnið hvor fékk, því hvor þeirra óx inn í sitt nafh en hefði alveg eins geta vaxið inn í hitt. Nafnið Jón festist við Jón og Gunnar við Gunnar en þau hefðu allt eins getað fest við hinn tvíburann. Samt voru vesalings snáðarnir alveg eyðilagðir. Hvers vegna? Það var tilhugsunin um að eiga ekkert nafn, en hún er verri en sú að eiga ekki föðurland, ekki heimili, engan pabba, enga mömmu. Að eiga ekki nafn er að eiga sér engan stað í heimi orðanna, heimi merkingarinnar, í þeim heimi þar sem við erum saman, mannfólkið. Eins og litlu nafnlausu börnin sem borin TMM 1994:1 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.