Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Blaðsíða 97
nú að ljúka þessari bókmenntarýni á ávarpi. Ég ætla að ávarpa ykkur
rithöfunda, ykkur sem aetlið að standa þá plikt að sá í akur lesenda ykkar, allt
ykkar líf, dag og nótt.
Rjúfið þögnina!
Rjúfið þögnina um þjáningarnar. Þögnina um eymdina, um ofbeldið, um
stríðin, um óréttlætið — það sem hefur alltaf verið og það sem mennirnir
skapa sjálfir. Rjúfið þögnina svo við gleymum því aldrei í hvers konar heimi
við lifum.
Rjúfið þögnina!
Rjúfið þögnina og flytjið skilaboð: milli elskenda svo ást þeirra geti skotið
rótum og blómstrað í jarðvegi orða og merkingar, milli óvina sem hafa leyft
orðunum að hlaða ókleifan þagnarmúr á milli sín. Rjúfið þögnina og takið
vegginn niður, stein af steini, með orðum ykkar.
Rjúfið þögnina!
Rjúfið þögnina og leysið upp dómsorðið sem leggst eins og köld þögn yfir
þá sem hafa verið dæmdir, ekki bara sakamenn heldur yfir alla þá sem við
dæmum með óvarlegri notkun orðanna.
Búið til þögn.
Búið til þögn í kringum barnið nýfædda, sem er að skríða út í þennan heim.
Búið til þögn, svo við getum hlustað, hlustað á það rjúfa þögnina með sínum
fyrsta andardrætti. Það er lífi Hlustið! Það er lífi
Rjúfið þögnina og gefið barninu nafn, ekki nafn sem þegir það í hel —
barn Adams og Evu, barn syndarinnar — heldur nafn sem gefur því fótfestu
í heimi merkingarinnar, í mannheimum, og opnar því margar leiðir um
þennan heim. Og út úr honum, inn í heim nýrrar merkingar, nýjan heim
sem er í og af þessum heimi.
TMM 1994:1
87